laugardagur, september 30, 2006

Dagur 206 ár 3 (dagur 936, færzla nr. 455):

Ég var að spá í, hvernig hægt væri að gera plebbavagninn Toyota Landcruiser að eigulegum bíl. Það er í þessu 4.7 lítra V-8 (nema þú viljir borga 200 kall á 5 ára fresti vegna þess að heddið gefur sig eftir snatt innanbæjar) sem á að afkasta 238 hestöflum - skv vef Toyota.

238 hestar, ekki slæmt, myndu sumir segja - en bíðið nú við - eigin þyng bílsins er 2.3 tonn. Minn bíll hefur fleiri hestöfl á kíló en það, sem skilar sér í meiri hröðun, og ef eitthvað er að marka tölurnar þarna þá erum við að tala um betri eyðzlu líka, eða 17 á hundraðið í mínum Cherokee versus 21 á hundraðið hjá Toyotunni.

Höfum í huga að minn bíll er 18 ára gamall, og í honum er vél sem er hönnun síðan 1970, og kemur úr Rambler, en mótorinn í Landcruiser er tiltölulega ný hönnun, með tvöföldum yfirlyggjandi knastás og allskyns svoleiðis kjaftæði. Það sem ég meina: hann á að eyða minna, svona 18 á hundraðið. Sama afl, sama þyngd.

Hvað um það.

Til þess að Landcruiser 100 geti svo performað almennilega, eins og svona bílar eiga að gera, þá er um að gera að létta hann bara. Það er til dæmis í þessu meira en 100 kíló af hljóðeinangrun. Það þarf ekkert svona mikla hljóðeinangrun. Með því að fjarlægja bara það yfirgengilegasta losnar maður við meira en 50 kíló. Svo eru þessar auka hurðir. Hver þarf þær? Ég sé sjaldan nema einn gæja í einu á svona bíl, svo ekki þurfum við þessar hurðir. Á móti má stækka þær dyr sem eftir eru. Með þessu sparast örugglega meira en 50 kíló, því svona hurðir eru djöfull þungar, segjum 60 kíló á hurð eða 120 kíló. Með því að fjarlægja hurðirnar skapast líka aukið rými afturí, svo það má að ósekju stytta bílinn um fet, og minnka aftursætið umtalsvert, eða jafnvel fjarlægja það alveg. Það situr hvort eð er aldrei neinn í því. Þar fara önnur 50-60 kíló.

Þá hefur Landcrúserinn okkar lést um meira en 250 kíló. En meira þarf að fara. Í öllum bílum nú til dags er fullt af allskyns ónauðsynlegu drasli, sem flest er sett í mælaborðið og þetta risastóra millistykki þarna á gólfinu. Þið vitið, þetta sem fæturnir nuddast í þegar maður situr undir stýri. Það má allt að ósekju fara. Allt nema hitastillingarfítusinn og útvarpið. Allt annað er bara skart, takkar fyrir vitleysinga til að ýta á á meðan þeir eru á ljósum.

En mesta ruglið er samt að þessi bíll er byggður á grind. Af hverju? Chrysler hætti því snemma - 193eitthvað. Það var engin grind í Chrysler Airflow, og ekki datt sá bíll neitt í sundur fyrir það. Imperial voru risa kaggar, og þekktir fyrir að þola meira beating en aðrir bílar, og ekki voru þeir á grind.

Svo ég segi kjaftæði, Landcruiser þarf enga grind. Þar fara örugglega 250-300 kíló. Þá er búið að strippa 450-500 kíló af bílnum og stytta hann um fet. Þá ætti hann að vera kominn niður í svona 18-1900 kíló, sem er svona svipað og Blazer jeppi, eða gamall Bronco. Og þá ætti þessi 4.7 lítra vél ekki að eiga í neinum vandræðum með að ýta hlassinu áfram, svo eyðzlan fer niður fyrir 20 á hundraðið og snerpan eykst úr mánuði í hundraðið í svona viku.

Flott mál. Einnig batnar hann svolítið í útliti, sem ég mun nú sýna frammá:



A: fyrir endurbætur.
B: eftir endurbætur.

Það sér það hver maður að þetta er miklu betra svona.

fimmtudagur, september 28, 2006

Dagur 204 ár 3 (dagur 934, færzla nr. 454):

Þá er að dusta rykið af hinum sívinsæla illskumæli.

This site is certified 72% GOOD by the Gematriculator

Ég hef ekki verið nógu illur undanfarið, greinlega. Ég þarf að bæta úr því einhvernvegin. Ég er samt ekki í réttu klíkunni til þess, held ég. Ég kæmist aldrei í Ríkið, þar sem illskan býr.

Jæja...



Ég var annars að rúlla í gegnum þær myndir sem ég hef verið að birta hérna. Þær skiftast að miklu leiti í þrennt: myndir af bílum, myndir af köttum, og myndir af kvenfólki, eins og þessari hér að ofan.

Hvað merkir það? Veit ekki. Svo eru náttúrlega þessar myndir sem eru af öðru. Ýmsu athyglisverðu sem ég hef fundið á netinu.

***

Nú á að fylla í þetta lón. Var að fylgjast með viðbrögðum sækóanna við því. Þeir hengdu upp miða hér í hlöðunni, þar sem á stóð að í Sviss hefðu þeir byggt sér eitt svona kjarnorkuver uppá punt. Gott fyrir þá, segi ég. Notið endilega kol eða olíu í staðinn. Það vita það allir að kol og ólía menga ekkert, og að auki er það gott fyrir OPEC-ríkin.

Þeir segja að tapið af því að nota stýfluna yrði ekki nema 100 milljarðar núna, og svo ekkert eftir það. Bull, segi ég, og styð það svona:

Orkuverið sem stýflan er skaffar orku fyrir álver þar sem munu vinna u.þ.b 800 manns, hver með 350.000 í mánaðarlaun, eða 4.2 millur á ári. Af því stelur Ríkið væntanlega 40% strax, svo 24.5% í söluskatt og minnst 10% í toll, og að auki einhverju meira sem ég nenni ekki að reikna með til að fyllast ekki þunglyndi. Þeir fá þá í raun 1.7 millur fyrir sjálfa sig, sem þeir munu að öllum líkindum eyða í útlöndum til að spara.

af þessum 2.5 millum sem verða eftir á landinu fara 600K í ekkert - þ.e. eyðast upp í tilfærzlum innan kerfisins, helmingurinn af því sem þá er eftir fer í spyllingu -aftur innan ríkisins - og endar sennilega í útlöndum líka, og það sem þá er eftir fer í skóla, heilbrigðiskerfi og vegi. Þannig má gera ráð fyrir að c.a 900K verði eftir í landinu á ári.

Fyrir 800 manns gerir það 750.000.000 á ári. Ekki slæmt það. Það er sem sagt það sem við myndum tapa á því að nota stífluna ekki.

Hvað hefðu þessir 800 gaurar annars gert? Ja, ef þeir hefðu náð sér í vinnu með 250K á mánuði í laun, hvað þá? Nú, þeir borga sömu skattana, sem eru þá 102K á mann, og ríkið fær þá á ári um 17.8 millur, sem fer að megninu til í rugl - en í sömu hlutfölum, og eftir situr 666K X 800 = 533.000.000.

Það er 217 millu munur á ári. Það munar um það. Fyrir það er hægt að smíða 1/4 úr sendiráði í Evrópu, eða reka Landbúnaðarkerfið í næstum 2 mánuði, eða standa undir 10% af öllum nefndum á vegum ríkisins í hálft ár. Eða lagt það inn á bankabók hjá mér svo ég geti verið með 900K á mánuði til æviloka.

Næst verður það vonandi kjarnorkuver, svo jörðin glói undir fótum okkar. Sparar rafmagnið sko.

mánudagur, september 25, 2006

Dagur 201 ár 3 (dagur 931, færzla nr. 453):

Jæja. Þá voru þeir að hætta að fljúga til Eyja frá RKV. Mig mynnir að vélarnar hafi oft verið of litlar til að taka allt það fólk sem vildi fara. Kostnaðurinn við lítillega stærri vél hefði ekki verið neitt miklu meiri held ég. Þá hefðu fleyri komist með, og sennilega hefðu þá fleyri ákveðið að fljúga beint til RKV, vegna þess einfaldlega að það nenna ekki allir að hringja uppá völl og fá svarið: "nei því miður, það er allt upppantað."

Merkilegt nokk, þá er skuggalega oft upppantað í Herljólf líka. Það er dæmi sem kom mjög fljótt í ljós að var óttalegt klúður. Má ekki vera 5 metrum lengri, sögðu þeir. Eða 10. Þá þarf að lagfæra höfnina. Og viti menn, styttri bátur liggur ekki jafnvel á hafi, OG hann tekur umtalsvert færri bíla og fólk.

Þetta er svona eins og að fá göng, en bara hálfa leið.



Þetta er kettlingur. Horfið á kettlinginn. Gerið það bara. Það er róandi.

laugardagur, september 23, 2006

Dagur 199 ár 3 (dagur 929, færzla nr. 452):

Samkvæmt sagnfræðingnum honum Whitehead, þá hefur ríkið undanfarið stundað almennar perversjónir... persónunjósnir um áratuga skeið. Hefur sá öfuguggaháttur í þeim kostað fullt af pening skattborgara, bæði á íslandi og í USA, og stuðlað að truflunum á ferðalögum einstalinga sem ekkert hafa til sakar unnið.

Semsagt: ríkið hefur legið á gægjum, sem er öfuguggaháttur, og látið útlendingum í té upplýsingar um random fólk úti í bæ, sem eru landráð; sem leiðir mig að niðurstöðunni: Ríkið er glæpa-batterí.

Og það ætlast til að ég og aðrir treysti því? Jæja.

Og undanfarið hafa þessir bófar verið að ýja að því að hryðjuverkamenn séu að laumast um hér á landi, plottandi gegn okkur öllum, og þess vegna þurfi þeir frjálsar heimildir til að leita á okkur öllum.

Það hefur mér alltaf þótt frekar ótrúleg saga að terroristar séu að makka gegn okkur. Það eru t.d. engar moskur hér á landi. Þess vegna trúi ég því ekkert að hér séu einhverjir hryðjuverkamenn, né trúi ég því að Ísland eða íslendingar séu sérstök skotmörk þeirra.

Hinsvegar er það augljóst að Íslendingar eru skotmörk Íslenska Ríkisins, sem vill hafa af okkur allt okkar ferðafrelsi, einkalíf og eignarétt. Heilaþvottur hefur alltaf verið stundaður hér, sem og annarsstaðar.

Höfum þetta í huga.

Að lokum ef einhver skyldi vera að hlusta:
Sprengja - ráðherra - samsæri.

miðvikudagur, september 20, 2006

Dagur 196 ár 3 (dagur 926, færzla nr. 451):

Reykjavík er full af skrítnu fólki, finnst mér. Það kemur ekki hreint fram. Það er ekki, eins og Amma myndi segja: manneskjulegt.

Grámennskan gjörsamlega veður uppi í umhverfi mínu. Dæmi: nágranni minn sigaði löggunni á mig um daginn af því að ég í sakleysi mínu lagði í stæðið hans. Afhverju hann gat ekki sagt mér þetta kurteislega sjálfur er mér hulin ráðgáta.

Það er heldur ekkert pláss fyrir bíla neinsstaðar. það er vegna þess að yfirvöld hafa eitthvað á móti því að fólk aki. Sem segir mér beint að yfirvöld eru ekki mjög gáfuð:

Sko, ef maður er yfirvöld, þá á maður að skoða hvað fólk gerir og gera ráðstafanir útfrá því. Yfirvöld á íslandi taka ekkert mark á því or reyna í staðinn að stjórna hegðun fólks, og það fera alltaf nákvæmlega svona:

Fólk hegðar sér bara eins og áður, en vegna þess að það er nú frústrerað þá verður það pirrað.

Á stöðum í heiminum þar sem fólk er systematískt pirrað svona er hærri sjálfsmorðstíðni en annarsstaðar. Svo ég nefni sem dæmi Indland, þar sem fátæklingar eru fátæklingar því þeir eru fæddir þannig og eiga því bara að vera fátækir, eiga þeir það til að gefast upp og drekka smá þvottaefni.

Í Japan er ekkert að gera annað en að spila tölvuleiki. Fólk sem verður vart við vitleysuna í því á það til að kveikja á kolagrillum inní bílunum sínum. Stundum býður það vinum sínum að vera memm.

Hægt væri að halda áfram: Grænland, Brasilía, Kólumbía... þar er tíðni morða líka skuggaleg - (þumalputtareglan er 2 sjálfsmorð á hvert eitt morð, ég segi ekki að það séu ekki undantekningar, en þetta er góð regla... skv henni ættu að vera framin um 20 morð hér á landi á ári. Og satt að segja fyndist mér ekki veita af því eins og sumt fólk hegðar sér) - þó eru Grænlendingar ekkert sérlega hættulegir og í Brasilíu er maður öruggur ef maður þvælist ekki inn í fátækrahverfin. Þetta eru allt staðir þar sem vonleysið liggur í loftinu.

Í suðurríkjum Bandaríkjanna er sjálfsmorðstíðni frekar lág. Þar er hún til dæmis lægri en fyrir norðan, á Nýja Englandi til dæmis. Þeir fá líka nokkurnveginn að hegða sér eins og þeim sýnist.

Og mér sýnist Dr. Phil bara líða ágætlega.

Og enn og aftur vil ég benda á að gott væri að flytja höfuðstaðinn til Egilsstaða. Þið á Egilsstöðum, ef þið eruð að lesa þetta: borgarplan á að vera sett upp eins og hnitakerfi, ekki eins og hreyndýra mosi, og alls ekki með einhverjum "stofnbrautum". Það gafst ekki vel í RKV, það mun ekki gefast vel nokkursstaðar annarsstaðar.

sunnudagur, september 17, 2006

Dagur 193 ár 3 (dagur 923, færzla nr. 450):



Nú er loksins gaman af þessum páfa. http://www.telegraph.co.uk/ : Senior Vatican officials tried to damp down fury over the speech in which the Pope quoted from a medieval text saying that the Prophet Mohammed had brought the world "only evil and inhuman" things.

og svo seinna: "We want a personal apology from the Pope," said Mohammed Habib, the deputy leader of Egypt's Muslim Brotherhood. A cleric linked to Somalia's powerful Islamist movement last night called for Muslims to "hunt down" and kill the Pope.

(úr http://www.dailystar.com.lb 17 sep. 2006)

BEIRUT: Muslim leaders around the world on Friday unanimously condemned Pope Benedict XVI's statements linking Islam to violence, triggering protests and demands for a personal apology from the pontiff. "We do not accept the apology from Vatican sources, and ask him [Benedict] personally to offer an apology to Muslims for this false reading of Islam," Lebanon's most senior Shiite cleric, Mohammed Hussein Fadlallah, said in Friday prayers.

***

Fadlallah said the pope's words "showed he lacked basic scientific knowledge about Islam, which is founded on reason. We urge the pope to understand Islam better and not succumb to the propaganda led by Jews and imperialists against Islam."


Þessi Fadlallah gaur er líka mjög umburðarlyndur gagnvart öðrum trúarbrögðum.

Já. Þetta eru sömu gaurarnir og móðguðust vegna nokkurra teikninga hér um daginn. reyndar þá frétti ég um daginn að einn af gaurunum sem komu því af stað, múslimaklerkur sem býr í Danmörku, býr enn í Danmörku.

Athyglisvert. Það hefði verið virkilega flott múv að reka hann úr landi. Hann virðist hættulegur friði í heiminum, sýnist mér.

En aftur að efninu: Páfi mun hafa vitnað í miðaldatexta þar sem stendur að ekkert gott hafi nokkurntíma komið frá Múhameð. Þetta mál snýr að mér svona eins og ef ég hefði tekið að mér að lesa uppúr Mogganum að ekkert gott hefði komið frá Jóhannesi í Bónus, og þá í framhaldi af því hefði ég verið bannaður í öllum baugsverzlunum, og úthrópaður sem andkapitalisti.

Ég spyr: má þá ekki einusinni vitna í texta þar sem sagt er að Heilagi Mummi hafi verið þrjótur öðruvísi en að allt heila múslimabatteríði brjálist?

Gefum okkur nú, í öllu raunsæi að ekki allir múslimar séu svona. (Það getur ekki verið, það væri svona eins og að segja að allir Vestmannaeyjingar væru í Betel, eða allir betelingar hangi fyrir utan krónuna í frístundum sínum og tilkynni vegfarendum að þeir fari beint til vítis - sem hefur víst alveg átt sér stað). Hvernig er þá að búa í þessum löndum? Þurfa að vera bendlaður við þessa brjálæðinga?

Ég yrði ekki sáttur. Þú?

miðvikudagur, september 13, 2006

Dagur 189 ár 3 (dagur 919, færzla nr. 449):

Og þá er ég kominn aftur í vinnu. Mjög athyglisverður vinnutími að vanda. Ég mæti þegar einhver annar mætir ekki, svo ég geri ráð fyrir að vinna meira en áður. Óttalegir letingjar þessir Reykvíkingar. Hefði ég orðið svona ef ég hefði aldrei flutt? Eða er það bara ég?

Kannski.

Allavega, var að ryfja upp þessa bíla sem við vorum að sendast á áður en þeir keyptu auka kangoo bíla.



Renault Megane. Þetta voru mjög þægilegir bílar. Allt var staðsett á afar þægilegum stöðum, sætin voru mjúk, svo góð að maður vildi helst ekki standa upp. Allt var svo vel af sér vikið að það var til fyrirmyndar.

Nú, þetta hefði allt saman verið hinn fullkomni bíll ef þeir hefðu sett vél í hann líka. Eins og staðan var, þá þurfti maður að bíða eftir sterkum vindi til að komast áfram. Ég held það hafi verið hamstur á hjóli undir húddinu eða eitthvað.



VW Golf. Allt í lagi. Þetta er góður bíll þegar hann er kominn af stað. Að koma honum af stað er annað mál. Ég veit ekki hvernig þessir þjóðverjar aka, en ef þessi bíll er einhver vísbending, þá standa þeir þá flata. Það þarf allavega að vera með þungan fót til að það slokkni ekki á þessu þegar maður tekur af stað.

Mjög sniðugt útvarp. Það slokknar ekki á því fyrr en maður tekur lykilinn úr.

Það var allur fjandinn að þeim Golf sem við vorum með: afturhlerinn var lélegur, svo bilaði hann og þá var ekki hægt að nota skottið. Svo datt framsætið úr... og það voru alltaf einhver grunsamleg hljóð í honum þegar honum var ekið. Eftir ekki meiri akstur en 120K, þá hefði ég ekki búist við þessu öllu. 250K, kannski, en ekki við 120.



MMC Lancer. Það var sko fínn bíll. Hann hafði allt: útsýni, stjórntæki sem rekast ekki í hnén á mér, nægan kraft, nóg torque til að drepast ekki við að ég æki af stað. Að vísu var þessi spoiler svolítið fyrir mér. Hann hefði mátt fara. Þetta var ekki rall. Svo hefði mér þótt ágætt að fá sætin úr renaultinum.



Corolla. Jamm. Þetta þekkja allir. Þetta er svona generic brand bíll. Sá sem við höfðum var ekki vinsæll, því það var eitthvað að skiftingunni í honum. Hvort bakkgírinn var eitthvað lélegur eða eitthvað svoleiðis.

Það er heldur ekkert útsýni útum afturgluggann. Ég vandist því að geta séð betur útum afturgluggann en framgluggann þegar ég átti Dodge Aries hér um árið. Þessi... þeir hefðu alveg eins geta sleppt því að hafa glugga þarna. Þetta var alveg glatað. Að öðru leyti var þetta mjög ó-eftirmynnilegur bíll.



Hi-Ace. Með 2.4 lítra díesel, þá er þetta ágætis bíll til að keyra af stað: algjörlega andstæðan við Golf. Maður bara setur í 1 og sleppir kúplingunni. Þá hreyfist bíllinn. Jibbí.

Þetta eru mjög hastir bílar. Sem þýðir að maður keyrir ekki yfir hraðahindranir, maður keyrir á þær. Og það er enginn beygjuradíus á þessu. Bíllinn gæti allt eins verið á teinum. Það þurfti stundum að bakka til að ná 90° beygjum. Ekki mjög gott.



Ford Transit. Þetta er í raun það sama og Hi-Ace, nema það er almennilegur beygjuradíus. Og betri fjöðrun. Miklu grófari bíll, í raun alger traktor, en samt í alla staði þægilegri og betur til þess fallinn að þvælast með hluti. Í Hi-Ace hefði verið gott að aka umhverfis landið, en hann var hið versta mál innanbæjar. Þessi er alveg öfugt: ég myndi ekki vilja fara langt á þessu, en þetta er fínn snattari.



Og þetta er Kangó. Léttir, dósarlegir bílar sem er nokkuð gott að keyra svona miðað við sumt. Ég hefði þegið betri sæti, en hey, þetta er ódýrasti bíll á landinu - þ.e. ef um er að ræða vsk bíl.

Veghljóðið er ærandi. Mig grunar að þetta hafi aldrei verið ætlað til utanbæjaraksturs. Og svo er í þessu svona lítill fítus áfastur stýrinu, það sem hægt er að stjórna útvarpinu án þess að teygja sig. Sniðugt.

Ekki slæmt. Ekki eitthvað sem maður vill keyra daglega, en ekki slæmt.

laugardagur, september 09, 2006

Dagur 185 ár 3 (dagur 915, færzla nr. 448):

Ég hef verið að tala svolítið við ömmu undanfarið. Amma heldur enn að allt sé að fara fjandans til, eins og venjulega. Já. Í þá gömlu góðu daga, segir amma, unnu menn myrkranna á milli. Sváfu jafnvel ekkert heilu vikurnar. Já. Þá unnu 15-20 manns á litlum togurum, og vöktu stanzlaust þennan tíma sem þaeir voru úti - sem gat verið allt að vika.

Nú til dags nennir enginn að vinna. 2 menn á hraðbát veiða núorðið meira en 20 kallar á togara, og þeir eru svo ósvífnir að sofa á milli daga. Amma er ekkert hrifin af að heyra að svoleiðis skandölum. Þessi ungdómur nú til dags kann ekkert til verka, segir hún. Letingjar, alltsaman bara.

Hún hefur líka látið einhvern laga klukkuna sína, sem ég hafði mikið fyrir að skemma hér um árið. Ég gat nefnilega ekki þaggað niður í henni með góðu, svo ég notaði skæri til þess. Þetta var að trufla fyrir mér fréttatímann. Ég hlusta nefnilega nógu mikið á fréttirnar til að átta mig á að flest sem þar er sagt er ekki í mjög miklu samhengi vil sjálft sig.

Þetta mál með krakkana þarna. Þeir voru skilgreindir sem túristar á Ísafyrði. Í næsta bæ þá þekktu allir alla, og þar var krökkunum hleypt inn þó þeir hefðu engar kennitölur. Á Ísafyrða var hinsvegar í gangi einhver grámennska, og farið í ítrasta eftir lagabókstafnum.

Í gær voru þau búin að sjá að sér, og hafa klórað yfir eigin grámennskutilþrif með því að ljúga því að okkur að þau hafi bara verið að vekja athygli á sér. En ef enginn hefði vaðið með þetta í fjölmiðla, hvað þá?

Svo fannst mér líka gott þegar rætt var við alþingismenn á eftir, og þeim fannst báðum mjög sniðugt að glæpir hefðu verið framdir úti um allt land, og nú einnig á Ísafyrði.

Ég bara spyr, er ekki einmitt glæpur að fara ekki að lögum?

Að vísu voru þetta nú alþingismenn, og sú stétt hefur nú verið þekkt fyrir ýmislegt annað en að fara að lögum. (Grænar baunir, nokkrir rúmmetrar af brennivíni, lundaveiði... osfrv)

Nú, ef það er mjög göfugt í sumum tilfellum að fara ekki að lögum, í hvaða tilfellum er þá ekki göfugt að fara að lögum?

T.d smygl. Það er ekki mjög mikil illska þar að baki, heldur er verið að svara þörf sem Ríkið hefur eitthvað á móti. Eins og þarna í fréttum, þar sem Ríkið hefur eitthvað á móti því að fólk án kennitölu gangi í skóla.

Hvað er svo slæmt við að selja manni sem vill kaupa? Ég veit ekki. Svo er til 2 konar smygl: smygl á löglegum vörum og ólöglegum. Ólöglegur er sá varningur sem ríkið hefur að handahófi ákveðið að skuli vera ólöglegur. T.D er morfín löglegt, nema það sé flutt inn af þér með handfarangri.

Í sumum löndum er sjálfsmorð ólögleg. Á einum stað veit ég, eru þau ólögleg að viðlagðri dauðarefsingu. Sem fær mig til að hugsa: ef þú fremur sjálfsmorð, og viðurkennir það með bréfi, er þá líkið sett í rafmagnsstólinn áður en það er smurt og lagt til grafar?

Þetta Ísafjarðarmál er athyglisvert. Það er athyglisvert, því það sýnir að ríkið er Ofur-hægvirkt. Það er ekki eins og það eigi að taka nema 5-10 mínútur að skella saman einni kennitölu og redda pappírunum. Þetta á ekki að taka lengri tíma en að taka á móti pakka á flugvellinum í vestmannaeyjum. Af hverju tekur þetta þá mánuði?

Það er eins með þennan krakka þarna, sem heitir svo löngu nafni að Ríkið kannast ekki við hann. Það er einfalt forritunarmál. Bara að fá einhvern gæja til að breyta forritinu lítillega. Það á ekki að taka of langan tíma. Kannski dag. Eftir það geta krakkar heitið endalausum nöfnum ef svo ber undir.

En hey! Alþingismenn hafa lagt blessun sína yfir það að enginn fari eftir þessu, svo ég býst ekki við að nokkur þurfi kennitölu úr þessu. Gísli Óskars verður glaður að heyra það.

En á móti, ef kennitölulaust fólk kemst hér í skóla, getur þá ekki hver sem er komið hingað og hlotið ókeypis barnaskólamenntun? Þetta þarf að athuga... Einhversstaðar annarsstaðar en á vestfjörðum þar sem allir þekkja alla.

miðvikudagur, september 06, 2006

Dagur 182 ár 3 (dagur 912, færzla nr. 447):

Ég hef verið að velat fyrir mér:

Hvað eru lágvörumarkaðir? Það er augljóst; það eru markaðir sem selja lágvörur. Samkvæmt auglýsingu eru lágvörur alltaf á ódýrum verðum, sem er annað sem veldur mér smá vanda.

Í fyrsta lagi: hvað eru lágvörur, og svo; hvað kosta ódýr verð?

Lágvörur; eru það lélegar vörur, eða eru þær bara hafðar á gólfinu, eða undir hillunum? Eru það kannski sérlega lágar vörur, þá eins og lágir kollar, lág glös osfr? Ég veit ekki. En RKV er víst full af verzlunum sem höndla með svona hluti.

Ódýr verð: þýðir það að ég þurfi að borga lítið fyrir að fá að kaupa eitthvað ódýrt? Eða eru þeir að selja verðmiðann? Eða ef ég kaupi mér verð, td. 4 milljónir, get ég þá sett það á eitthvað, td. penna, og selt þennan penna á 4 milljónir?

Ekki veit ég hvað ég ætti að gera við verð. Hvar myndi ég geyma það?

En verð hljóta að vera einhversstaðar, sem sést besta á því að lágvörur eru oft á ódýru verðum. Reyndar þegar ég hugsa út í það hef ég aldrei heyrt að lágvörur hafi verið á dýrum verðum. Kannski eru bara hávörur á slíkum verðum.

Hvað ætli dýrt verð kosti? Í því sambandi, hvað er há-vara? Mér dettur í hug ljósakróna... eða eitthvað sem maður kaupir um borð í flugvél. Hlýtur að vera.

mánudagur, september 04, 2006

Dagur 180 ár 3 (dagur 910, færzla nr. 446):



Ég sá athyglisverðan fótboltaleik í gær. Það var í kvennadeild. Bara annað liðið mætti. Þá vann það. Svo fengu þær bikar.

Já. Mér er sagt að það sé frítt inn á leiki í kvennadeild. Sem er líklega eins gott ef þær spila svona. Mig grunar nefnilega óljóst að áhorfendur séu ekki að bíða allan tímann eftir bikarafhendingunni.

Annars hef ég verið að velta nokkru fyrir mér í tengzlum við fótbolta:

Afhverju tala svo margir um að eitthvað sé jafn stórt og svo og svo margir fótboltavellir þegar þeir eru að tala um eitthvað stórt?

Ég meina, það eru ekkert allir fótboltavellir jafn stórir. Það gerir þá ekki að góðu viðmiði. Þið hljótið að hafa séð þetta. Sko: í útlöndum, þar sem allir eru molbúar, þar eru fótboltavellirnir 2 kílómetrar að lengd og 1.eitthvað á breidd, og það tekur Maradonna 4 daga að hlaupa alla leið yfir vollinn. Þessvegna skora þeir aldrei nema kannski 1 eða jafnvel 1 1/2 mörk í þessum leikjum þarna úti. Þetta hef ég séð í sjónvarpinu.

En hér, hér eru boltaleikir spilaðir á völlum sem eru rétt undir 100 metrum, ef þá svo langir. Það tekur boltamann ekki nema 3 korter að hlaupa hann enda á milli. Boltakona er svona 4 daga að fara sömu leið. Sem veldur því, að kvennaboltinn á íslandi er nokkurnvegin jafn hægfara sport og karlaboltinn úti.

Ef það væri hægt að krúnuraka þær og merkja þær Arsenal, ManUtd eða Chelsea í stað FH eða Valur, þá gætu áhorfendur hellt sig fulla og sparað sér flugfar til GB.

Ef það væri svo hægt að fá þær til að spila án búninga (sjá mynd hér að ofan) þá væri kannski eitthvað varið í að fyljgast með.

Ekki það að alvöru fótboltaáhangendur yrðu mjög ginnkeyptir fyrir því. Mig hefur lengi grunað að þeir séu eitthvað undarlegir. Þeir vita ekki einusinni hvað eru margir í svona boltaliði. Ég spurði einusinni marga fótboltaaðdáendur að því, en það varð fátt um svor. Svo fékk ég þær upplýsingar frá Ásgerði Helgu að það væru 11 menn í fótboltaliði.

Og ef þessir blessuðu fótboltaáhugamenn vita þetta ekki einusinni, hvað er það þá sem dregur þá að skjánum í 90 mínútur öðru hvoru, út á völl fyrir X mikinn pening og stundum alla leið til útlanda?

Ég veit það ekki.

laugardagur, september 02, 2006

Dagur 178 ár 3 (dagur 908, færzla nr. 445):

Jæja. Komin til RKV aftur. Og gleymdi að sjálfsögðu kassanum með öllu draslinu sem mamma ætlaði að láta mig fá. Jæja.

Og nú er ég kominn í þessa íbúð. Hún er á stærð við músarholu. Mig vantar minna rúm og minna skrifborð, sýnist mér. Það kæmist samt fyrir... með herkjum.

Það er ísskápur þarna. Já. Eldhúsið er ekki stærra en svo að einn maður kemst þar fyrir í einu. Svona svipað eins og eldhúsið heima eftir að einhver setti þessa mublu þarna í miðjuna.

Það er skortur á bílastæðum. Það er vegna þess að þegar þetta hverfi var byggt átti enginn bíl. Menn bundu hestana sína við steina.

Í Japan þá eru bílar sumstaðar geymdir í einskonar færiböndum. Þú keyrir bara bílnum inn, og ferð út. Svo lyftist bíllin þinn upp, og einhver annar leggur undir, svo lyftist sá upp, og koll af kolli. Einskonar hringekja. Svo þegar þú ætlar að ná í bílinn aftur, þá bara cyclarðu í gegnum inventoríið þar til þú kemur að þínum.

Sniðugt.

Þetta mannvirki þarna, þar sem vegurinn til Þorlákshafnar mætir afleggjaranum til Hveragerðis... hvaða fífl hannaði þetta eiginlega? Afhverju er þetta ekkert merkt.

Jú, það er skilti. Sem maður getur séð ef maður veit af því. Svo stendur til boða að aka mót umferð. Veit ekki af hverju.

Sko, á svona slaufum eiga EKKI að vera "innakstur bannaður" merki, og ekki heldur umferðarljós.

Sem mynnir mig á það: það er búið að setja upp fleyri svona Death Ray 2000 (TM) umferðarljós síðan seinast. Þið þekkið þau: þið sjáið ekkert fyrir birtunni fyrr en þið eruð komin framhjá.

Hafið sem sagt í huga: ekki fara yfir á grænu, ökumenn sjá þig ekki fyrir ljósinu.