miðvikudagur, desember 27, 2006

Dagur 293 ár 3 (dagur 1023, færzla nr. 500):

Jólin eru góður tími til að vaka alla nóttina, sofa á daginn og borða ekkert nema nammi, drekka bara gos og gera ekkert nema spila tölvuleiki.

Sem útskýrir hve undarlega mér líður núna.



Það er vinsælt núna að gefa fólki byssu. Illugi fékk riffil,
Guðni hennar Kristínar fékk haglabyssu. Það var víst smá maus. Það gleymdist hinsvegar að redda Guðna ammó, þannig að ef einhver á nokkur 12 ga. skot sem hann má missa, þá getiði haft samband við hann svo hann geti nú prófað hólkinn.

Hmm... hvernig væri að gefa Birni AA eldflaugabyssu? Mér skilst að Stinger séu góðar. Eða handsprengjur. Þær eru góðar á rjúpu - eða fisk.


Jæja. Það er að byrja matur. Kjöt sko. Prótein. Og B-vítamín. Þarf prótein og vítamín. Og fitu. Allar gerðir af fitu, það er svo lítil fita í blóðrásinni hjá mér.

laugardagur, desember 23, 2006

Dagur 289 ár 3 (dagur 1019, færzla nr. 499):

Ég komst til eyja með síðustu vél. Það var hálka á leiðinni útá Bakka. Komst að því fyrir tilviljun. Það er alveg ferlegt hvað það er mikið vesen að komast hingað. Maður getur farið með flugi, og lent í að þurfa að bíða nokkra daga eftir að það verði fært - vegna þess hvar völlurinn í eyjum er staðsettur þarf ekki mikið rok úr rangri átt til að það verði ófært. Það væri náttúrlega hægt að slétta sæfellið út, það myndi laga þetta aðeins. Nota grjótið í brú uppá bakka. Það myndi ná svona 100 metra út.

***

Það er Þorláksmessa, skilst mér. Skötu er hótað.

Jæja, þá er bara að fara að glápa á sjónvarpið, missa allt tímaskyn og snúa við sólarhringnum. Þið vitið, venjulegt jólastöff.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Dagur 285 ár 3 (dagur 1015, færzla nr. 498):



Gleðileg jól.

Rakst á skemmtilega frétt um daginn. Það virðist, að
Maríjúana skili meiri arði en nokkur önnur ræktun í USA. Gaman. Sem fær mig til að hugsa: hve margir stónerar eru eiginlega þarna?

Ég er með hugmynd: kaninn ætti að banna korn. Þá yrðu kornbændur mjög ríkir. Veit ekki hvernig þeir ættu að fela kornið, og svarti markaðurinn gæti orðið svolítið... undarlegur því þetta er mikið magn sem þarf. Lausnin gæti falist í að gera ræktarlandið að sjálfstæðu ríki, og smygla svo korninu í gegnum undirgöng. Þetta er ég viss um að mun gera korn að miklu eftirsóknarverðari vöru en áður.

***

Mér smá miðar í að verða... ekki fátækur. Þarf að skoða það betur eftir tvo daga, en mér sýnist að hlutur inn í Norsk Hydro hafi hækkað um 35.000 kall yfir síðustu viku. (Keypti það fyrir 2-3 vikum). Það er leigan út mánuðinn. Samt, verð seint ríkur á 35.000 kalli.

Svo ég útskýri þetta aðeins: verðbréfamarkaðurinn er svolítið eins og Las Vegas; það þarf smá heppni, og smá pening. Munurinn er sá að oft er nokkurnveginn hægt að sjá hvort maður getur grætt eða ekki. Verðið sveiflast upp og niður, og maður fær í hendurnar graf þar sem gengi undanfarinna 6 mánaða er útlistað. Svo þarf maður að bíða í 2-4 mánuði. Það er ekkert gefið að þetta muni gefa eitthvað mikið af sér - þessvegna á ég í 4 félögum, ekki bara einu. 2 af þeim eru enn með tapi, en ég hef tíma, ég get beðið. (Einusinni átti ég í 3, en svo keypti ég það 4 fyrir slysni - átti víst meiri pening en ég hélt.)

***

Ef maður drekkur ekki kók í 2-3 vikur, þá bragðast það mjög einkennilega þegar maður smakkar það aftur. Svolítið of sætt. Til að vinna gegn þessu er sennilega mjög gott að fá sér alltaf sopa einusinni í viku. Annars á ég enn jólaöl. Fékk það á 95 kall flöskuna. Gott stöff. Ég er nokkuð sáttur við að jólaölið skuli hafa batnað. Mér heyrðist á ömmu og Völlu að þeim þætti það líka, sem er svolítið gott - venjulega versa neyzluvörur um leið og breytt er um umbúðir. Þessar umbúðir smellpassa líka inní ísskápinn hjá mér. Ekki er hann nú mjög stór.



Mynd vikunnar.

laugardagur, desember 16, 2006

Dagur 282 ár 3 (dagur 1012, færzla nr. 497):

Þetta er mjög morbid frétt. 30 dauðir á árinu í bílslysum. Hvernig var það, var ekki í gangi eitthvert átak? Það er eins og mig mynni það... Hmm... "tökum heppnina úr umferð" sögðu þeir... það virðist hafa gengið eftir. Afar óheppilegt.

Annað athyglisvert í hinni eilífu baráttu gegn frelsinu, hraða er kennt um allt sem aflaga fer. Einhver keyrir útaf: hann hlýtur að hafa farið of hratt.

Sem fer ekki heim og saman við þá staðreynd að aðeins 20% af öllum slysum verða vegna hraðaksturs - og þau verða í raun og veru vegna reynzluleysis eða of mikils mats á eigin ágæti. Afgangurinn er af öðrum orsökum:

Einn fauk, einn var í torfærum, einn ók á steypuklump sem verktaki hafði sett út á miðjan veg í óljósum tilgangi, einn ók í sjóinn að því er virðis viljandi, í eitt skifti stökk hestur út á veg í myrkri, einn var á gangi úti á miðri götu, líka í myrkri, einn var að taka frammúr einhverjum sem var á löglegum hraða - þá dóu reyndar tveir - og svo framvegis.

Svo á að fara að setja hraðalimiter í pallbíla. Pallbílar líta allir eins út. Tekur einhver eftir því þó einn "bili" óvart? Eigandi bílsins rennur á bananahýði og tekur óvart öryggið úr... Og allt í einu er hann ekki lengur hættulegur umhverfi sínu á þjóðvegunum, löggjafanum og umferðarstofu til mikils ama.

Það eina sem umferðarpakkið hefur rétt fyrir sér í, er að það þarf að tvöfalda alla vegi á landinu. Við erum búin að borga fyrir það, nú er komið að því að við fáum það sem við erum búin að borga fyrir öll þessi ár. Ef þarf, þá má selja nokkur sendiráð. Ekki 2+1, heldur tvöfalt báðar leiðir. Það er nefnilega umferð í báðar áttir. Bílar fara ekki bara frá Selfossi, og teleportast svo til baka. Þeir fara báðar leiðir.

Svo er þetta með kókið. Af hverju má verðið á gosi ekki lækka? Alveg kostar það nóg. En nei, það er óhollt segir lýðheilsustöð. Jæja.

Ég hugsa til kókþambara landsins, og velti fyrir mér hvort þeim er líkamlega mögulegt að drekka meira kók en orðið er. Ég held ekki. Eftir tvo lítra fer það að bragðast ekki ósvipað og sápa, nema nóg saltað snakk sé haft við hönd. Ekki býst ég við að þeir geti nokkuð drukkið meira en 4 lítra á dag hver, svo þetta verður einungis kjarabót fyrir þá, blessaða. Fyrir okkur hin, líka, sem drekkum minna.

Ullum á lýðheilsustöð. Hvað eru þeir að baula?

Og ef kók hækkar í verði, minnkar þá neyzlan? Held ekki. Því kókið er hamingjan sjálf, lífselixírinn. Ef við drekkum það ekki verðum við þunglynd og förum að taka læknadóp til að drekkja sorgum okkar. Þá verður prósak eina svarið, pakki á dag og málið er dautt.

Mjólk er góð, segja þeir... mjólk er fitandi, og til eru kenningar um skaðsemi hennar - til að mynda er hugsanlegt að hún ýti undir vöxt krabbameina. Og of mikið kalk gerir heldur engum gott.

Það er samt óþarfi að hækka verð á mjólk til neyzlustýringar. Við þurfum hana út á morgunkornið.

Umferðarstofa, lýðheilsustöð... það ætti að leggja þessi batterí niður. Nota peninginn til að lækka álögur á kók.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Dagur 280 ár 3 (dagur 1010, færzla nr. 496):

Fékk þetta ímeil:

"Ásgrímur Hartmannsson
Langholtsvegur 154 RKV

English version below.

Þú hefur fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum.

Einstaklingsíbúð 208 á 2.Hæð, Suðurgata 121 ( Skerjagarður );
Leigutímabilið er frá 2007-01-09 til 2007-08-31

Vinsamlegast farðu á www.studentagardar.is og notaðu tilvísunarnúmerið þitt, þar
getur þú staðfest þessa úthlutun eða hafnað henni.

VINSAMLEGA HAFNIÐ STRAX EF LJÓST ER AÐ EKKI HENTAR AÐ ÞIGGJA ÍBÚÐ/HERBERGI AÐ
ÞESSU SINNI!!!

Athugið að þetta verður að gerast innan þriggja daga frá dagsetningu þessa bréfs
að öðrum kosti fellur úthlutun þessi úr gildi.
Ef þú samþykkir þessa úthlutun biðjum við þig að hafa samband við skrifstofu
Stúdentagarða sem allra fyrst til þess að undirrita leigusamning.

Kveðja,
Skrifstofa Stúdentagarða
studentagardar@fs.is
Sími: 5 700 800"


Aha... frá Janúar til Ágúst. Sorry, með íbúð þann tíma nú þegar, fyrir minna. Hvernig hefði nú verið að láta mig fá eina frá 1 ágúst á þessu ári þartil á því næsta? En ekki yfir sumarið, að miklu leyti. Lendi þá í veseni aftur næsta vetur, held ég.

Þetta pakk. Er enn nr. 9 á biðlista. Á eftir einhverju Reykjavíkurpakki sem býr nú þegar Í REYKJAVÍK!

***

Fjárfesti í klósetthreinsiefni í gær. Varð að gerast. Tók eftir því að í þessum hreinsiefnum eru 5% ójónísk efni. Ég veit ekki með ykkur, en "5% ójónísk efni" hljómar svona álíka deadly og suðusúkkulaði. "Jónísk efni" hljóma strax miklu meira framandi og eitruð. Svona eins og suðusúkkulaði með karamellu.

Og þau eru ekki nema 5%. Afsakið, en bjór inniheldur bara 5% alkóhól, og við vitum öll hve mikinn bjór þarf til að finna almennilega á sér. Minnst líter. Berum það saman við 12-14% rauðvín, sem þarf ekki nema 2-3 glös af til að verða mollý, eða 40% vodka sem gerir mann góðan eftir eitt glas. Hvernig væri þá að vera með minnsta kosti 40% af þessum ójónísku efnum á þessa gerla?

Og þessu hreynsiefni eru öll umhverfisvæn. Hvað á það að þýða? Að þau eru bara holl fyrir gerlana í klósettinu? Ég þarf það ekki. Ég ætlaði að fara og fjöldamyrða nokkra gerla í sínu náttúrulega umhverfi með eiturefnum, og þá fæ ég bara umhverfisvæn efni í hendurnar. Jæja. Hvað gera þau, þessi umhverfisvænu efni? Gera gerlunum ljóst að nú þurfi þeir að færa sig um set?

Nei, ég er ekki viss um að þetta virki. Ég held að vænlegra til árangurs væri að nota efni sem eru beinlínis skaðleg sínu nánasta umhverfi. Til dæmis Díoxín! Það væri flott. Drepur gjörsamlega allt. Eða jafnvel betra: geislavirkan úrgang! Já! Hella smá kælivatni úr einu af þessum fjölmörgu kjarnorkuverum í evrópu á þessa gerla! Hah! Og á eftir mun ég aldrei þurfa að kveikja ljósið á salerninu.

Svo væri skoðandi að nota tæknilegri aðferðir. Ég gæti til dæmis fengið Reyni til að útbúa örbylgju-sótthreinsikerfi á salerninu. Ég bara kveiki á því öðru hvoru, og allt pleisið dauðhreinsast. Gæti döbblað sem risa-örbylgjuofn ef ég fæ marga í heimsókn.

Það er margt sem gæti virkað.

mánudagur, desember 11, 2006

Dagur 277 ár 3 (dagur 1007, færzla nr. 495):

Þá er ég búinn í einu prófi. Tæknilega, þá stendur það yfr enn, en ég er búinn með það. Týpískt fyrir mig, klára 3 tíma próf á 90 mínútum. Svaraði auðvitað öllum spurningunum kolvitlaust, en ég er þó búinn með það.

Svona hefur þetta oftast verið.

***

Sá að það laumaðist einn japani til að skoða þetta í gær. Mig grunar að hann hafi rambað hingað vegna ritvillu. Um daginn var það einhver frá austurríki - útaf kettinum mínum hérna í horninu. Kötturinn dregur til sín þýskumælandi fólk.

***

Rakst á þessa frétt á MBL.is.

Þessi úrdráttur er athyglisverður:

Varðstjóri sem fer fyrir rannsókn á morðunum, John Quinton, segir engin merki þess að konunum hafi verið nauðgað og ekki sjáanleg merki þess að þær hafi verið beittar ofbeldi. Sky segir frá þessu á vef sínum.

Aha? Lát oss sjá... þær fundust dauðar í læk, af manna völdum... hmm... svo að skilja að morð sé ekki ofbeldi? Ef ég gef einhverjum eitur, og hann deyr, er ég þá ekki ofbeldismaður?

Áhugavert.

Kannski er ég að misskilja, kannski duttu þessar 4 hórur bara í þennan læk og druknuðu, og það er bara tilviljun að það gerðist allt á sömu slóðum. Gæti gerst.

laugardagur, desember 09, 2006

Dagur 275 ár 3 (dagur 1005, færzla nr. 494):

Þessir kanar eru ekki jafn vitlausir og við höfum haldið allan þennan tíma. Þetta spik á þeim? Þessi aukna þyngd sem þeir eru alltaf að safna, nú, þetta eru olíubyrgðir fyrir framtíðina!

Auðvitað! Þeir hafa verið að búast við þessu og safnað!

föstudagur, desember 08, 2006

Dagur 274 ár 3 (dagur 1004, færzla nr. 493):

Ég sá það nún að ég þarf ekki að mæta í eitt próf. Fékk svo góðar einkunnir í hlutaprófunum að ég get löglega sleppt því síðasta. Hæpið að ég hækki mig eitthvað upp. Það eykur leti mína.

***

Var að fylgjast með þessum pólóníum étandi njósnara með öðru auganu. Hann fór út að borða með einhverjum ítölskum pésa, Scaramella held ég hann hafi heitið, sem svo kom seinna í sjónvarpinu til að segja frá. Mig grunar að sá maður hafi laumað eitrinu í matinn. Hann kemur sterkur inn: mældist sjálfur lítillega geislavirkur, át á sama stað - á stað þar sem mat var samkvæmt hans eigin lýsingu skammtað handahófskennt - og varð ekkert veikur. Hmm... ef ég væri í leyniþjónustunni myndi ég gefa þeim gæja nánari gætur.

Vona bara að þetta gefi Birni Bjarna engar hugmyndir. Guð einn veit hvern hann skilgreinir sem "óvin ríkisins".

***

Og förum Yfir ástæður þess að kananum gengur hálf erfiðlega í Írak:



Þetta er "Sunní Þríhyrningurinn", sem afmarkast af Bagðdad, Tíkrit og Ramadí. Ég hef hér merkt hann inná til þæginda.

Ég veit vel að kaninn á nokkrar B-52 flugvélar. Í upphafi stríðs hefði ekki verið mikið mál að fylla þær af sprengjum, og láta þeim svo rigna yfir allar borgir innan þessa svæðis. Þá liti það svona út:



Tala látinn eftir þá aðgerð væri um það bil 10 milljónir, +/- 1 til 1.5.

Kostirnir væru þeir, að langflestir Súnni múslimar (andstæðingarnir í akkúrat þessum ófriði) búa á þessu svæði, og væru eftir slíka aðgerð mjög dauðir, en ekki hlaupandi um sveiflandi vélbyssum. Hinir sem búa annarsstaðar eru Kúrdar fyrir norðan og Sítar hér og þar annarsstaðar. Hægt væri að skifta rústunum milli þeirra, og leyfa þeim að undiroka þá Súnnía sem enn væru eftir á lífi.

Þá væri friður í Írak.

Annars hefði líka verið voða flott múv að ráðast ekkert inn í landið. En það hefði eiginlega einungis virkað ef þeir hefðu annað hvort sleppt því að fara inn árið 1991, eða alveg klárað dæmið þá - ég meina karpetbombað eitthvað.

Írak er ekkert vestrænt ríki fullt af einhverju fólki sem við skiljum, eða það okkur ef því er að skifta. Það verður ekkert lýðræði þarna nema liðið annaðhvort skifti um trú sjálfviljugt, eða vestrænir aðilar káli öllum þarna og setjist að sjálfir.

Það er alveg merkilegt með ríki heimsins, þeim virðist ekki treystandi fyrir vopnum. Eins og smákrakkar, allt saman.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Dagur 271 ár 3 (dagur 1001, færzla nr. 492):

Sá í blaðinu, man ekki hvoru því þau heita bæði "blað" eitthvað, þar sem verið var að fárast yfir því að einhverjir gaurar hefðu hellt niður slatta af svínsblóði á lóð í Danmörku þar sem Múslimar ætluðu að reisa mosku.

Af hverju ætli menn séu á móti múslimum í Danmörku? Gæti það staðið í einhverju sambandi við það að einn klerkurinn kom af stað víðtækum aðgerðum gegn dönum og dönskum vörum í öllum Múslimaheiminum?

Eða er það bara blint trúarofstæki?

Hvort er... erfitt að segja... lalalalala...

***

Svo er það þetta með stríðið í Írak, ég hef tjáð mig um það áður, og nenni því ekki aftur, og það lýtur enn út fyrir að ég hafi haft rétt fyrir mér þá, svo það er til lítils að vera eitthvað að skifta um skoðun.

Þó hefur verið gaman að fylgjast með í fjölmiðlum hinum ýmsu pólitíkusum afsaka sig útaf stuðningi þeirra við það skemmtilega stríð. Í framhaldi af því var mjög skarplega ályktað af Imbu Sollu að kjósendur treysta ekki samfylkingunni. Um 75%-80% þeirra gera það ekki. Ég mynnist á það því það rímaði mjög við þessa nýju tísku í stjórnmálum, að afsaka sig.´

Ég held að það sé byggt á einhverjum misskilningi, því hann Árni Johnsen afsakaði sig nefnilega, og svo fékk hann mörg atkvæði. Hmm. Árni afsakði sig, fékk svo mörg atkvæði, hugsar þetta lið. Þá ætla ég líka að afsaka mig og fá mörg atkvæði. Mjög lógískt. Það er hægt að setja þetta upp:

Árni afsakar sig
ergo: Árni fær mörg atkvæði.

Þar af leiðir:

Framsóknar loðboltinn og Imba Solla afsaka sig
ergo: Framsóknar loðboltinn og Imba Solla fá mörg atkvæði.

Þetta væri jafnvel enn lógískara ef allar forsendurnar væru teknar með:

Árni Johnsen reddar fullt af hlutum fyrir sitt kjördæmi
Árni J. afsakar sig
ergo: Árni J. fær fullt af atkvæðum.

Þar af leiðir:

Framsóknar loðboltinn og Imba Solla gera ekki shit fyrir sitt kjördæmi
Framsóknar loðboltinn og Imba Solla afsaka sig
ergo: þau fá ekkert fleyri atkvæði en venjulega.

***

En aftur að hinu merka stríði í Írak og á fleiri stöðum:

Ég rakst á þessa grein, þar sem fjallað er um hvernig staðan er í þessum málum. Þarna er ekkert sem ekki hefur verið nokkuð augljóst þeim sem hafa eitthvað vitað um þær fylkingar sem eigast þarna við.

Nokkuð sem er augljóst þessum dönsku gæjum með svínsblóðið. Nokkuð sem samt virðist vefjast mikið fyrir Ríkjum heimsins, og fáeinum þegnum. Halda þeir virkilega að þetta muni hjálpa?

Sko, ég skal segja nákvæmlega hvað gerist ef það rís einhver moska hér á landi: það myndast tengzl við Íran eða eitthvað þaðan af verra, sem verða svo notuð af Íslenska ríkinu til að réttlæta stofnun leyniþjónustu sem mun hljóðrita öll símtöl á landinu og koma fyrir myndavél í stofunn heima hjá öllum og það verður mælir í klóakinu sem vigtar hægðirnar úr öllum íslendingum í einhverjum óljósum tilgangi - sennilega bara því það er hægt. Og þeir munu leyfa þessum gaurum að sprengja sig í loft upp reglulega til að réttlæta þann gýfurlega kostnað sem allt þetta hefur í för með sér.

Allt Bretland er þakið myndavélum sem taka upp allt sem menn gera af sér, til að sporna gegn glæpum segja þeir. Og fækkar glæpum í Bretlandi? Neibb, þeim fjölgar hægt en örugglega. Glæponunum er alveg sama. Það eru ekki betri myndgæði í öllum þessum vélum, svo glæponarnir þekkjast ekki þegar þeir eru að föndra við rán og árásir. Og hvert er forvarnargildið í að ná glæponum? Var ekki hugmyndin einmitt að þeir mynd EKKI fremja glæpinn til að byrja með? Svo eru umferðarmyndavélarnar - það er mikið sport í Bretlandi að kveikja í þeim. Reyndar held ég frekar með gæjunum sem kveikja í myndavélunum.

Mínir menn! Áfram! Eldur!

laugardagur, desember 02, 2006

Dagur 268 ár 3 (dagur 998, færzla nr. 491):

Vá, búinn að vera að þessu í 1000 daga. Og hvað hefur gerst á þessum 1000 dögum? Nú, ég fór oní helli, hvað meira? Vann hjá flytjanda, og á vellinum. Flutti oní kjallara í 101 svæðinu, þar sem ég komst að því að það er staðreynd að fólk á 101 svæðinu er verra en fólk úti á landi. Hvað átti það að þýða að siga löggunni á mig annars?

***

Sum lög eru ekki bara vitleysa:

Sturgeon's Law: Ninety percent of EVERYTHING is crud.

Albrecht's Law: Social innovations tend to the level of minimum tolerable well being.

Baer's Quartet: What's good politics is bad economics; what's bad politics is good economics; what's good economics is bad politics; what's bad economics is good politics.

Barrett's Laws of Driving:
1: You can get ANYWHERE in ten minutes if you go fast enough.
2: Speed bumps are of negligible effect when the vehicle exceeds triple the desired restraining speed.
3: The vehicle in front of you is traveling slower than you are.
4: This lane ends in 500 feet. (Þessi hefur þá komið til borgarinnar)

Borkowski's Law: You can't guard against the arbitrary.

Clarke's First Law: When a distinguished but elderly scientist states that something is possible, he is almost certainly right. When he states that something is impossible, he is very probably wrong.
Corollary (Asimov): When the lay public rallies round an idea that is denounced by distinguished but elderly scientists, and supports that idea with great fervor and emotion -- the distinguished but elderly scientists are then, after all, right.

Cleveland's Highway Law: Highways in the worst need of repair naturally have low traffic counts, which results in low priority for repair work.

Davidson's Maxim: Democracy is that form of government where everybody gets what the majority deserves.

Funkhouser's Law of the Power of the Press: The quality of legislation passed to deal with a problem is inversely proportional to the volume of media clamor that brought it on.

Twain's Rule: Only kings, editors, and people with tapeworm have the right to use the editorial "we".

Heinlein's Law: Never attribute to malice that which can be adequately explained by stupidity.
Corollary: Any sufficiently high level of stupidity is indistinguishable from malice. (And should be dealt with in the same manner.)

Osfrv...

***



***

Og að lokum þetta! Skemmtið ykkur.

föstudagur, desember 01, 2006

Dagur 267 ár 3 (dagur 997, færzla nr. 490):

Nú á að fara að smíða nýtt varðskip, 4 sinnum stæra en öll hin gömlu samanlagt. Og Þetta á að gera í Chile, og mun kosta skv áætlun næstum 3 milljarða. (Sem þýðir 6 milljarðar vegna þess að þetta er nú einusinni ríkisdjobb). Og það er svo marg athugavert við það... svo ég telji up hvað það er:

1: Landhelgisgæzlan hefur ekkert verið neitt að drukkna í peningum til þessa, svo hvaðan munu þeir fá pening til að reka þennan dall?

2: Afhverju í Chile? Afhverju ekki hér á landi? Þeir munu ekki vera að reisa Kárahnjúkavirkjun til eilífðar, þið vitið. Allt sem er smíðað á Íslandi á vegum ríkisins er gott fyrir efnahaginn, að ég tali ekki um ódýrara fyrir Ríkið.

3: Ef eitt 4000 tonna skip kostar 3 milljarða, hefði þá ekki verið betra að fá 2 2000 tonna skip fyrir sama pening? Eða 3 1300 tonna? Svo mörg skip gætu patrólað miklu stærra svæði.

4: Hvað með þyrlurnar? Nú er það svo að stundum eru þær allar í viðgerð þegar á þarf að halda (sjá athugasemd #1). Hvernig væri að fá eins og eina þyrlu í staðinn, og nota afganginn af peningunum til að halda við gömlu bátunum.

Hvað mun svo standa á hliðinni? "Coastguard"? "Kystvakt"? Eða jafnvel "Polish"? Það mun verða athyglisvert. Kannski mun það standa á Portúgölsku eða Spænsku, eða hvaða mál sem þeir eiginlega tala þarna í Chile. Kannski: "Eu perdi minha carteira"?