föstudagur, júní 29, 2007

Dagur 114 ár 4 (dagur 1209, færzla nr. 560):

Einusinni fyrir langa löngu, þegar risaeðlur ráfuðu um héruð, tunglið var nær, jörðin var ekki almennilega kólnuð og amma var ung, Þá fundu menn upp bílinn, til að komast í Bónus.

Fyrst gekk ekkert of vel. Thomsensbíllinn til dæmis, var óttaleg drusla. Svo kom Ford T, sem var allt í lagi. Náði alveg 40 km/h, bilaði ekkert of oft, og eyddi ekkert of miklu. Svona kannski 15 á hundraðið.



1914 módel T-Ford.

Síðan eru liðin fáein ár. Nú eru bílar búnir til úr fleyri efnum en bara timbri og steypujárni. Nú eru þeir búnir til úr plasti og kopar og stáli og öllum fjandanum öðrum. Sumir eru Hæbrid, og eru það með 2 vélum, extra rafgeymum og allskyns svoleiðis kjaftæði.

Það er svo umhverfisvænt sko.



Þetta er svona Toyota Hæbrid. Eða Lexus. Með 2 vélum.

Og ég velti fyrir mér: nú eru í þessu 2 vélar, fullt af rafgeymum og það er allt extra þyngd sem þarf að bögglast um með, sem þýðir meiri eyðzlu sem því nemur. Þetta eru örugglega 2-3 extra kíló. (170 kg skv Lexus.com)

Það munar um minna.

En hvað um það: aðdráttaraflið er umhverfisvernd. Fokk Þatt. Kjaftæði. Ég get nefnt alveg nokkra bíla sem hafa verið smíðaðir undanfarin 100 ár sem valda minni eiturefnaútblæstri en þetta hæbrid dót alltsaman. Edsel til dæmis.

Eða 1930 Cadillac V-16.



Sko, Cadillac V-16 er bara með einni vél, úr steypujárni. Sem veldur smá útblæstri þegar hún er smíðuð. Svipað og þegar þessum Lexus er púslað saman. En Lexus er með 2, eins og ég hef komið að áður. Það er ekkert plast í Cadillac frá 1930. Leður, viður, steypujárn... stál kannski. 2 V-8 vélar í röð undir húddinu, lóðaðar saman í eina.

Lexus hefur fullt af öllu þessu, plús plast. Og Satnav og Fúbar og Polyglot og hvað annað fönkýsjitt er í þessum nýju bílum nú til dags.

Þegar búið er að setja saman þennan japanska kagga, þá er búið að dæla út jafnmiklum gufum og eitri og þegar Caddinn er kominn af bandinu, og farinn lengst út í sveit.

Útblástur? Feh. Bara Kolmónoxíð, smá óson, þið vitið, standard stöff. Þó Lexusinn gefi aðallega frá sér minna skaðlegt stöff eins og zyklon-b, þá má nú keyra Cadillacinn ansi lengi áður en fer að draga saman með þeim.

Og sökum þess hve Cadillacinn er einfaldari bíll, er miklu minna vesen og minna orkukræft að endurvinna hann - búa til nýjan í staðinn.

Samt - mig grunar að Lexusinn sé aðeins þægilegri bíll. Ég myndi samt frekar vilja einn með bara einni vél. Ég hef illan bifur á hvað gerist ef önnur bilar. Og það er þessi auka þyngd... 170 kíló? Ég er ekki nema 68!

Svo er dæmi þar sem er eins og þróunin síðan 1930 hafi öll verið afturábak.

Hvað er til dæmis þetta:



Þessi Lexus var alls ekkert sambærilegur bíll við þennan Cadillac. Betri aksturseiginleikar, meiri hraði, meiri snerpa, minni eyðzla (jafnvel með hæbridmótornum).

Svo kemur þetta apparat, einhver Hömmer, sem vegur jafn mikið og 2 Cadillacar, er ljótari en cadillac sem er nýbúið að setja í endurvinnzlu og er out-performaður af honum á allan hátt:

Vél:
Cadillac V-16: 452 tommur
Hummer: 364 tommur ekki nema V-8, úr steypujárni. Alveg eins og 1930.
Meðaleyðzla: báðir svona 4 mpg (65-80 á hundraðið).
Báðir ná svona 160 kmh, og það eru svipaðar líkur á að þeir tolli eitthvað á veginum ef það kemur eitthvað óvænt á þeim hraða - eins og td beygja.
Þyngd:
Cadillac: 2.8 tonn.
Hummer: 3.2 tonn.
Öryggisbúnaður:
Cadillac: nei, það var ekki búið að finna það upp þá.
Hummer: Já, en hver notar hann? Þetta er H2, þyngsti bíll í heimi, þyngri en T-33 skriðdreki! Maður deyr ekkert í árekstri á svoleiðis. Er það nokkuð?



Hann er eiginlega skárri svona...

Og svo lítur Cadillac betur út.

Næst eru það smábílarnir:

Anno Domini 1980 voru þeir litlir, og eyddu um 5 á hundraðið.
Sama árið 2007.
AD 1980 var best að vera ekkert að klessa á hluti. Ef þú gerðir það: Game over, man.
Núna: það er í þessu einhver stálgrind... og ekkert húdd. Sem veldur því að það er ekkert krumpusvæði, en yfirbyggingin leggst ekkert saman. Svona svipað settup og 1930 Cadillac V-16, sem kæmi á sama stað niður ef ekki væri fyrir öryggisbeltin.

Allavega, þá þarf eiginlega að hafa smá járn fyrir framan sig. Fólk þolir ekkert höggið, og tognar í hálsi og baki, og það hefur valdið mikilli aukningu á bakmeiðzlum síðan 1980. Á móti smá minnkun á dauða í staðinn.

Eh. Þróun...

mánudagur, júní 25, 2007

Dagur 110 ár 4 (dagur 1205, færzla nr. 559):

Efna-Ali fær að hanga. Loksins, myndu sumir segja. Skelfilegt, segðu aðrir. Því menn sem kála yfir 100.000 manns með eitruðum lofttegundum eiga sama rétt til lífs og allt það. Þó þeim milljón ættingjum sem eiga harma að hefna líði sennilega skör betur að vita gæjann dauðann.

Hefndin er sæt, og allt það, jafnvel þó maður fái ekki að taka þátt í henni sjálfur.

En hvað um það. Þeir hjá stöð 2 ræddu við Kúrda sem hafði flúið '96, skilst mér. Hann sagði að eiturgasið hefði lyktað svo vel.

Vellyktandi eiturgas? Það var áhugavert. Svo rann upp fyrir mér: Hvarfakútar!

Sko: Þegar hvarfakútar eru nýjir og virka eins og þeir eiga að gera, þá taka þeir útbásturinn úr bílnom (bæði NOX og CO2) og búa til úr því eiturgas. Blásýrugas. Það þekkist á lyktinni: afar sæt möndulykt, eins og af nammi, eða möndludropum. Ég hef fundið þessa lykt oft, aðallega af nýjum bílum í hægagangi, ef veður leyfir. Þetta stöff fýkur fljótt burt og dreyfist með vindi.

Já. Þeir eru svo umhverfisvænir, þessir Írösku fjöldamorðingjar. (Að því gefnu að sjálfsögðu að blásýrugas sé umhverfisvænt - það hlýtur að vera það fyrst Ríkið heimtar að við búum það til með bílunum okkar, ekki satt?)

Ég var bara að spá í þessu af engum sérstökum ástæðum.

föstudagur, júní 22, 2007

Dagur 107 ár 4 (dagur 1202, færzla nr. 558):

Í dag er hægt að reyna að nærast eingöngu á súkkulaðiköku! En ég held ég borði samt eitthvað annað með því. Því minni súkkulaðiköku sem ég borða, því minna verður mér illt. Kíki á hamborgara á morgun. Það hljómar miklu betur.

Kannski get ég gefið hundinum hana? Nei... hvorugt dýrið lítur við bakkelsi. Kötturinn er alveg sérlega mótfallinn sætindum.

Miðbærinn lyktar eins og blautur köttur. Það er vegna þess að vindur stendur af lifrar-dótinu þarna - þessu sem er alltaf verið að reyna að kveikja í.

***

Ég var að rífa innréttingar áðan. Hluti af því er einhver panell á loftinu. Ég komst þá að því að sá sem setti upp loftið notaði tækifærið og losaði sig við fullt af allskyns óskildu drasli í leiðinni - faldi það í loftinu.

Það var grjótmylsna, umbúðir utanum saumavélaolíu, kökuform, og einhver pottur eða panna sem var svo ryðguð að hún brotnaði þegar hún skall í gólfið og varð að dufti sem hringsólaði um andrúmsloftið í smástund. Afar skemmtilegt auðvitað.

Nú þarf að sópa upp öllu þessu jukki. Geri það næst.

Afgangurinn af þessu var bara trédót sem var lítið mál að rífa af og henda svo niður stigann.

Ég held ekki að ég klári þetta um helgina.

laugardagur, júní 16, 2007

Dagur 101 ár 4 (dagur 1196, færzla nr. 557):

Af illri nausyn þarf ég að þvælast um með síma. Ekki beint þægilegt, það. Sérstaklega ekki þegar flestar hringingar eru frá liði sem er að athuga hvort ég vil skifta um símafyrirtæki. Og það hringir þegar ég er að keyra.

Svo eru takkar á þessu, milljónir af þeim alveg. Og það ýtist alveg á þessa takka af sjálfsdáðum þegar ég er á röltinu. Einusinni var ég að labba ehim með poka fullan af matvöru, hann var nokkuð stór og slengtist utaní vasann þar sem ég hafði símann.

Þann dag hringdist örugglega í fullt af fólki, sumt í útlöndum.

Aðrir sem ég þekki eiga það til að skilja símana sína eftir hér og þar; undir borði, oní fiskabúri, bakvið sófa... hér og þar. Svo hringir þetta með miklu ljósashowi, þrumum og eldingum, og viðkomandi er þá uppi á esju eða á Hvanneyri og getur ekki svarað. Hver er þá tilgangurinn með þessum síma?

Þráðlausi heimilissíminn er ekkert mikið betri. Fyrst eftir að hann kom, þá varð alltaf að finna Þórgunni ef maður þurfti að hringja einhvert. Hún átti alveg til að æða með símann eitthvað í burtu. Út jafnvel.

Svo fékk hún sinn eigin síma. Það varð súrrealískt mjög fljótt:

Þógga hringir í vinkonu sína og tilkynnir henni: "Halló! Ég er að tala við þig í síma! Með inneign!"

Svo talaði hún um ekkert nema síma og inneignir í 2 ár. Ég meina, manneskjan hringdi í vinkonur sínar til að tilkynna þeim að hún ætti enga inneign! Ef ég hefði haft geð í mér til að hlusta hefði ég getað lært allt um kosti og galla Nokia 33500 og Símens 4232 með hliðsjón af Ericson 666 eða hvað þetta dót allt saman heitir.

Svo endast þessi tól afar stutt og illa. Minn sími, sem ég hef haft í... 2-3 ár, er fullur af ryki, sem þarf að blása burt ef á að vera hægt að kveikja á honum aftur eftir að hafa slökkt. Hverslags gæði eru það? Þetta er afar lítið notaður gripur. Hann á ekkert með að vera með stæla við mig.

Talan 9 virkaði ekki í nokkra mánuði. Sem var pirrandi. Það er í lagi núna. Rykið hlýtur að hafa færst til.

Svo eru engin tengzl milli verðs og endingar. Hvað er málið með það?

þriðjudagur, júní 12, 2007

Dagur 97 ár 4 (dagur 1192, færzla nr. 556):

Samkvæmt fréttum um daginn voru allir sem óku Bústaðaveginn um gatnamót Flugvallarvegar um helgina, um 400 manns, sektaðir fyrir ólöglegan ökuhraða. Meðalhraðinn var 77. Sem er náttúrlega bara escape velocity. Sá hraðskreiðasti var víst á 107, sem er mjög nálægt ljóshraða skilst mér, og að sögn hraðar en jafnvel sumar orustuþotur komast. Hinir sem lentu á ljósum sluppu.

Ég velti fyrir mér hvaða skilaboðum þeir eru raunverulega að koma á framfæri. Skoðum þetta aðeins:

1: það er í gangi herferð til að lækka ökuhraðann með þeim formerkjum að hraðinn valdi dauða 200 manns á hverju ári, til eða frá.
2: Samkvæmt herferðinni veldur ekkert annað veldur dauða fólks í umferðinni en "of mikill" ökuhraði.
3: meira en 500 manns aka Bústaðaveginn um hverja helgi, sennilega um 1500, þar sem mjög margir tefjast vegan ljósa, og geta því ekki verið á þeim ógnvænlega 77 kmh sem drepur hraðar en steðji í hausinn.
4: allir sem ekki lenda á ljósum eru að því er virðist undantekningalaust á yfir hámarkshraða, sem er 60. (Vissuði það?)
5: Allt árið eru um 50 helgar. það gerir 25.000 ferðir á kolólöglegum hraða um þessi gatnamót. Hvenær var seinast dauðsfall á Bústaðaveginum? Fréttnæmt slys? Hmm... leitum hjá mbl... Ekki rétt gatnamót... hraða ekki um að kenni sem slíkum, 3 bíla óhapp, vegna umferðarteppu. Það verða óhöpp, augljóslega, en rekjanleg eingöngu til hraða? Nei.
Undanfarið ár hefur semsagt enginn farist eða lent í alvarlegu slysi á þessum gatnamótum. Eða undanfarin 4 ár, þegar ég hugsa um það. Sem gerir 100.000 ferðir á ólöglegum hraða, framkvæmdar bæði af el mongó og góðum ökumönnum.
6: allt þetta fólk, sem hefur aldrei lent í slysi þarna, eða þekkir einhvern sem hefur lent í slíku, getur ekki í raun og veru kennt akstri á ólöglegum hraða um neitt annað en sekt núna seinustu helgi. Það hefur ekki einusinni hugsað út í þetta. Reyndar stangast reynzlan af þessari brekku á við áróðurinn, sem segir að allir sem aki á ólöglegum hraða muni deyja á hræðilega hátt, og fara til helvítis.

Allt í lagi. Þeir segja að hraði drepi, alveg sérstaklega ólöglegur hraði. En nú er það svo að allir virðast aka um á hinum ógnvænlega hraða sem 77 kmh er, og verður ekki meint af. Reyndar verða fleyri slys þegar hægist á umferð.

Sem þýðir að annaðhvort lýgur umferðarráð, eða raunveruleikinn sem slíkur er ekki til, heldur tálsýn, og í raun voru allir á 30 kmh, glaðir litlir hamstrar á bleikum skýjum, en ekki dauðir eftir að hafa þrykkt í gegnum steinvegriðið á brúnni yfir Hringbrautina á 80 kmh og oltið logandi brakinu sínu fjölmargar veltur alla leið upp á umferðarmiðstöð.

Og hvað gerist ef maður segir alltaf eitthvað sem stangast á við reynzlu? Ég get ekki sagt að hægt sé að grafa meira undan trúverðugleika ríkisins, en samt virðist alltaf fullt af fólki éta upp allt sem það segir.

Eða trúiði enn að kaffi láti ykkur hætta að vaxa?

Í raun er bara verið að segja aftur við fólk: Við erum Ríkið. Við viljum peningana ykkar. Við viljum að þið akið mjög hægt. Bara af því.

Hvað dettur þeim í hug næst? Banna smjör? Það væri bara rökrétt framhald, því ef 1/120.000 farast í umferðarslysum vegna ölvunar, svefnleysis, eigin heimsku eða veðurs, og nota má það til að banna fólki að aka yfir 60 á hraðbraut sem er af einhverjum orsökum staðsett inni í miðri borg, þá meikar sens að banna smjör vegna þess að það er hrein fita, og fita finnst oft innan á æðum fólks sem látist hefur úr hjartaáföllum, og miklu fleyri fá hjartaáfall á hverju ári en farast í öllum slysum samanlagt. Eða það má banna öllum að eiga reipi, því 20-50 manns hengja sig á hverju ári. Eða, hey! Bönnum áfengi! Snilld! Komum á dauðarefsingu fyrir þá sem smygla fíkniefnum til landsins! Eða skikkum alla í SÁÁ núna, sem forvörn.

Allt sem fólk getur meitt sig á verður bannað. Engar hurðir leyfðar! Allar sundlaugar skuli vera nógu grunnar til að 5 ára barna geti staðið með höfuðið uppúr svo það drukkni ekki. Hvern vetur verði sjúkrabíll til taks í hverju hverfi ef vera skyldi að einhver rynni til í hálku. Hvort sem snjóar eða ekki. Möguleikarnir eru endalausir.

*PS: á síðasta ári, af 10 síðustu banaslysunum orsakaðist EKKERT af "of hröðum" akstri. Ég var að fylgjast með því sérstaklega. Nefndu eitt ef þú ert ósammála, og rökstyddu.

sunnudagur, júní 10, 2007

Dagur 95 ár 4 (dagur 1190, færzla nr. 555):

Stundum er ég umkringdur mönnum sem þykjast vera flugmenn, eða eitthvað þaðan af verra.

Maður þarf að forða sér.

***

Fór með hundinn að rölta í gær. Sá nokkra krakka baða sig í klóakinu. Gaman hjá þeim. Það er eitthvað frárennsli þarna við vitann, illa lyktandi frárennsli, en það er ekki frá öllum bænum. Bara helmingnum.

***

Þar sem ég hef ekkert betra að gera, ætla ég að kenna ykkur að lita hamstra græna:

Maður fær sér svona lítra af grænum matarlit, og hvítan hamstur. Það er auðveldara að lita þá. Annars þarf maður að vesenast við að aflita þá, og svoleiðis gerir maður bara ekki við dýrin. Bara við selfyssinga.

Maður setur litinn í skál, og sökkvir hamstrinum í henni. Bara stutt, samt, ekki vill maður drekkja dýrinu. Það þarf ekkert að lyggja í lengi, bara að dýfast oftar í staðinn.

Svo lætur maður þetta þorna, og þar höfum við það: grænan hamstur.

Endurtakist eftir þörfum.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Dagur 91 ár 4 (dagur 1186, færzla nr. 554):

Flugeldasýning gegn Íslandi. Aha... Næst verður Flugeldasýning gegn Man Utd. Ég spái henni sigri. Ég er enn ekki búinn að heyra hvernig leikurinn Ofbeldi gegn konum fór, en mér skilst að Ofbeldi hafi unnið. Alla vega er ofbeldi gegn lögreglunni að spila núna. Konur falla þá líklega um deild. Næst mun Ofbeldi þá spila gegn KR, held ég. Mig grunar líka að frumspekilega fyrirbærið muni sigra þann leik.

sunnudagur, júní 03, 2007

Dagur 88 ár 4 (dagur 1183, færzla nr. 553):



Og í dag er svona líka yndislegt veður. Gaman gaman.

En nóg um vinnuna.

Eftir smá stund mun einhver fjörulalli ofanaf landi festa kaup á gífurlega stórum hlut í stærsta vinnuveitanda eyjunnar, og... ja... setja hann á hausinn viljandi, býst ég við.

Ja... fasteignaverðið lækkar þá væntanlega.

Samt - hvað getur hann gert við 49.X% af heildarhlutnum? Veit ekki. Þekki ekki reglurnar. Kannski selur einhver af Eyjamönnum? Þetta er á yfirverði. Freistandi. Sá hinn sami gæti verið litinn hornauga. En hvað með það? Þarf aldrei að koma aftur - ef það er nóg uppúr þessu að hafa.

Það þarf um 200.000.000 krónur til að geta lifað bara ágætu lífi af vöxtunum. Það væri samt svolítið stór hlutur... Hvað eiga margir svo mikið. Ekki ég. Það er ljóst. Þá gæti ég selt og flutt til Mexíkó.

Við skulum sjá.

Aukaverkun af kvótakerfinu, þetta mál.