mánudagur, desember 29, 2008

Dagur 300 ár 4 (dagur 1760, færzla nr. 749):

Annáll ársins, fjórði hluti:

Í ár varð smá jarðskjálfti sem nokkuð gaman var hægt að hafa af.



Það hrundi smá úr fjöllum að vanda.

Og hvað gerir maður svo þegar maður vill athuga hvort maður fann fyrir suðurlandsskjálftanum eða einhverju öðru og minna?

Maður kveikir á útvarpinu og stillir á Bylgjuna, auðvitað. Eða skoðar hvort eitthvað er um málið á Stöð 2. Jafnvel skjár 1 eða FM 957 eru vænlegri til árangurs en RÚV.

Töff skjálfti. Eru þá 8 ár í þann næsta?

sunnudagur, desember 28, 2008

Dagur 299 ár 4 (dagur 1759, færzla nr. 748):

Annáll ársins, þriðji hluti:

Á árinu komst ég að því að ég hef betra eignasafn en bankarnir.

Þannig er, að síðan þeir voru einkavæddir (seldir til aðila sem voru þóknanlegir Ríkinu þá), þá hafa þeir gert lítið annað en að safna skuldum. Svo kom kreppa, og þeir neyddust til að lifa af milli lána.

Flott múv, það. Og það versnar, því þeir (amk Glitnir) stunduðu það að auka eigin virði með svikum. Það er rétta orðið yfir það. Ekki þekki ég fjármálarétt á landinu, en í öllum löndum er það sem þarna var stundað kol-ólöglegt, og mega menn búast við 15 ára fangelsi fyrir svona lagað.

Hér? Pass.

Það var bara ekkert skrítið þegar Davíð neitaði að lána þeim þegar þeir báðu um það. Sú neitun fer í sögubækurnar sem það eina sem Davíð gerði sem seðlabankastjóri og var ekki mistök.

Þeir hefðu átt að taka fyrirtækið til gjaldþrotaskifta. Að þjóðnýta það voru mistök áratugarins.

Þeir þarna tres locos í Seðlabankanum höfðu fram að hruninu unnið leynt og ljóst að óæskilegum flutningi fjármagns frá útlöndum til Íslands. Það var gert svona:

Vextirnir voru hækkaðir svo mikið að fólk fór að taka lán í útlöndum.

Ef peningar hefðu verið að streyma til landsins á annan hátt, til dæmis með fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum, þá væri þetta ekkert mál, en nei...

Og pakkið sem á að vera að stjórna, mér er ekki ljóst almennilega hvað það var eiginlega að gera. Þeir keppast við að segjast hafa séð þetta allt fyrir. En þeir gerðu ekkert. Hver átti að gera eitthvað? Ég?

Steingrímur J segist hafa séð þetta fyrir. (Hann er að vísu eins og maður sem fer inn á krabbameinsdeild og segir við alla: "þið munið deyja!" Svo deyr einhver. Þá segir hann: "Ég sá þetta fyrir!" Eða svona gaur sem kemur til manns um hásumar og vælir allan tímann: "Veturinn verður harður!!!") Maður er alveg tilbúinn að fyrirgefa honum að hafa ekkert gert, því illu heilli var hann ekkert við völd. Hann hefði sett okkur á hausinn einhvernvegin allt öðruvísi. Allt hitt liðið... Imba Solla til dæmis, segist orðrétt hafa séð þetta allt fyrir. Nú, hún var í stjórn. Og hvaða not voru af henni?

Hey, þetta hefði allt farið á hausinn, en þökk sé þessum Ríkis-spekingum, þá fara allir í landinu meira og minna á hausinn með bönkunum, alveg að óþörfu.

Og svo byrjar þetta lið að berjast við verðbólgu? Hvernig? Jú, með því að auka hana! Hálfvitar. Allt saman. Gera þessir asnar sér ekki grein fyrir því að allar skattahækkanir fara út í verðlag?

Greinilega ekki.

Og það hafa orðið þau langvinnustu mótmæli sem ég veit um. Að vísu eru Hörður torfa leiðinlegur til lengdar, og þessir komma vinir hans gera sér ekkert grein fyrir að mjög stór hluti mótmælenda er ekkert kommúnistar. Lausnin á núverandi vanda er nefnilega ekkert form af sósíalsima. Þver-öfugt, reyndar. Það þarf að vera atvinnu-kvetjandi!

Fólkið vill fá að njóta ávinningsins af eigin vinnu, ekki að einhver latur lúði úti í bæ njóti hans.

Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir af einhverju sem mig grunar að séu lögbrot. Kvíabryggja bíður. Pólitíkusarnir hafa orðið uppvísir af einhverju loafi þegar þeir áttu að vera að vinna. Þá á að reka hið fyrsta, og fá einhverja allt aðra. Til dæmis væri hægt að taka fólk af handahófi úr Kringlunni. Það væri ekkert verra.

Ríkinu er ekki treystandi til að stjórna landinu. Við hverju er að búast af liði sem getur ekki sett lög sem hægt er að fara eftir? Hvað þá veitt einn Ísbjörn lifandi?

Skemmtið ykkur á næsta ári. Flytjið til Egilsstaða, nú, eða Noregs, það ku vera vinsælt núna. Og hér í Eyjum er lítil kreppa. Það er helst að Herjólfur virðist vera að detta í sundur, sem er pirrandi. Það væri atvinnuskapandi að smíða annan hér á landi.

Gerið það. Núna.

laugardagur, desember 27, 2008

Dagur 298 ár 4 (dagur 1758, færzla nr. 747):

Annáll ársins, annar hluti:



Á árinu heimsóttu nokkrir ísbirnir landið. Við nánari athugun kom reyndar í ljós að margir þeirra voru kindur, snjósaflar eða fjúkandi bónuspokar - sem eru augljóslega gulir með mynd af bleiku svíni, en fólki fannst samt vissara að tilkynna um þá sem ísbirni, og jafnvel neita að fara út úr húsi fyrr en búið væri að skjóta þá og stoppa upp.

Mér datt í hug að þar væri gott tækifæri til að verða sér úti um svona míní-dýragarð. Það eru ekkert voða mörg dýr á vappi ofansjávar á heimskautinu. Ísbjörn er eitt af tveimur, hitt er hreindýr. Svo eru einhverjir refir og mýs og svoleiðis, en enginn nennir að gera sér far sérstaklega til að skoða svoleiðis.



Ég gerði mér í hugarlund að létt verk og löðurmannlegt væri að na einum svona birni lifandi. Til dæmis væri hægt að skjóta pílu með svefnlyfjum í hann. Hægt er að skítmixa svoleiðis á nó tæm. Einnig hefði verið hægt að veiða hann í net.

En nei, það er alþýðu landsins lífsins ómögulegt að gera eitthvað svo einfalt. Þótti þeim skemmtilegra að skjóta dýrin.



Ríkið þóttist geta náð einum birninum lifandi, og var fenginn til þess verks útlendur sérfræðingur.

Og hvaðan var sérfræðingurinn fenginn?

Var hringt í Kanadamenn, sem svæfa á hverjum degi 12 ísbirni og flytja með þyrlum þangað sem þeir angra engan?

Nei.

Var rætt við Norðmenn, sem hafa sumir hverjir séð ísbjörn?

Nei.

Það var haft samband við Dana, frá hinni suðrænu hitabeltisparadís Danmörku, þar sem tígrisdýr sveifla sér í pálmatrjánum og villisvín sóla sig í eyðimerkurhitanum.



Og Ríkið hélt líka að danir ættu þennan ísbjörn, enda gerði það víst ráð fyrir því að Húnavatnssýslan væri enn lén í Danmörku. Þess vegna stóð til að senda björninn í tívolí með þessum danska manni.

Þessi danski maður hafði aldrei séð ísbjörn, en var nokkuð viss um að slíkt dýr væri ekki ósvipað hinum dönsku kóala-björnum, nema aðeins ljósari.



Nú, danski pétur hafði með sér son sinn, og leyfði honum að búa til búr úr legó-kubbum til þess að setja ísbjörninn í þegar búið væri að sprauta ísbjörninn með vægum skammti af aspiríni til þess að róa hann lítillega, og taka hann svo niður úr pálmatrénu.

Svo, þegar á hólminn var komið, og sá danski sá að björninn var eitthvað aðeins stærri en húsköttur, og með tennur lengri en fingur manns, þá fölnaði hann allur, og flúði af hólmi á sundi.

Hann ætti að vera að nálgast Grænhöfðaeyjar núna.

Svo sá ísbjörn var líka skotinn.



Ríkinu er ekki treystandi til þess að fanga einn ísbjörn. Því er ekki einu sinni treystandi til þess að ráða mann til þess að fanga ísbjörn. Og af einhverjum undarlegum ástæðum setur Íslenska Ríkið hagsmuni Danmerkur framar Íslands.

ARRGH!

föstudagur, desember 26, 2008

Dagur 297 ár 4 (dagur 1757, færzla nr. 746):

Annáll ársins, fyrsti hluti:



Við munum eftir þessum. Og upphaf mótmælanna var svona:



Þegar vörubílarnir óku inn á veg gerðist... ekkert. Einhver þurfti að beygja frá. Ég hef lent í verra. Kunningi minn varð fyrir því að keyrt var á hann einu sinni, af manni sem var að fara yfir á rauðu. Og stakk svo af.

Þeir voru að mótmæla því að Ríkið ákvað að setja á þá lög sem þeir gátu ekki farið eftir, og sekta þá svo.

Hugsum okkur eitt augnablik hvernig það hefði verið ef þeir hefðu bara farið eftir lögunum, og ekki sagt neitt:

Vörubílar stopp úti á miðjum þjóðvegum. Hér og þar. Vörubílar teppandi stór svæði á bensínstöðvum, öllum til ama.

Það var nefnilega málið. Ríkið setti bara á þá lög, en gerði ekkert ráð fyrir að farið yrði eftir þeim. Það voru tvær lausnir: Ríkið gæti sleppt því að setja lög sem ekki er unnt að verða við, eða Ríkið getur gert mögulegt að fara að lögum. Í þessu tilfelli gerði Ríkið hvorugt, og því urðu skemmtilegustu mótmæli sem hafa verið stunduð á landinu til þessa.

Ríkinu hefur svosem aldrei verið treystandi til þess að setja lög.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Dagur 294 ár 4 (dagur 1754, færzla nr. 745):

Jólarásin byrjaði nú um daginn, loksins. Því miður spiluðu þeir aðallega jólalög. Jæja...

Þeir virðast heldur ekki kunna almennilega á tækin. Hún var töluvert lægra stillt en allar hinar rásirnar, til dæmis. Svo þegar þeir tala, þá er hljóðmunurinn á milli mælenda þvílíkur að vonlaust er á að hlusta:

"Þetta er Jólarásin!"
"Ég er Siggi og þetta er Toggi."
"Við ætlum að spila tónlist."
"Og gera símaat."
"Símaat!"
"En fyrst tónlist!"

***

Um daginn var svo setið að sumbli. Reyndar ekki það mikið - bjórinn fór samt undra-illa í mig. Carlsberg sko, hugsanlega versti bjór í heimi. Veldur strax klígju.

Ég drakk ekki nóg til að verða þunnir, en varð samt veikur af þessu.

föstudagur, desember 19, 2008

Dagur 290 ár 4 (dagur 1750, færzla nr. 744):



Það er ágætt að hafa svona fasta liði til þess að grípa í ef manni dettur ekkert sniðugt í hug.

Annars er fátt eitt á seiði. Allt á kafi í snjó, svona nokkurn vegin. Tölvan að angra mig á 5 mínútna fresti því eitthvert vitlaust forrit vill restarta bara upp á kikkið. Getur þetta drasl ekki bara gripið tækifærið næst þegar það er slökkt á vélinni í stað þess að angra mig yfir mikilvægari hlutum?

Þetta er örugglega vírus. Eða eitthvað frá Microsoft. Ekki að það sé mikill munur.

sunnudagur, desember 14, 2008

Dagur 285 ár 4 (dagur 1745, færzla nr. 743):

Það er við frostmark á efstu hæðinni.

Í gær gat ég horft á sjónvarpið fram á nótt. Sem er ámóta frábært og að sörfa netið fram á nótt eins og áður en ég kom hingað.

Nú þarf ég bara að komast hjá því að setja upp jólaskraut í 10 daga, og allt verður fínt.

miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagur 281 ár 4 (dagur 1741, færzla nr. 742):

Þau skírðu krakkann hans Svenna áðan. Amma mætti í það partý. Hún segir að krakkinn heiti Jón.

Segir Amma.

Það þýðir að hann heitir Einar, eða Loðmundur eða Lech Walesa eða guð veit hvað. Þarf að spurja einhvern annan seinna.

Amma sagði mér um daginn að hún hefði áhyggjur af því að fólk gæti misskilið orðið Evra. Mér var starsýnt á ömmu þá.

"Það er talað um í efra," sagði hún, til útskýringar.

Ég benti ömmu á að fólk færi nú varla að villast á orðunum Evra og Efra, ef ekki fyrir stafsetninguna, þá fyrir samhengið.

Það borgar enginn með Ofar, er það?

Ég benti líka á að Efra er lýsingarorð en Evra nafnorð, sem ætti nú að vera hint, því orðin notast ekkert eins og beygjast ekki á sama hátt.

Amma er samt enn viss um að fjöldi fólks á hverjum degi villist á þessum tveimur orðum.

Amma hefur jafnvel kaldhæðnara viðhorf til fólks en ég. Það líður ekki sá dagur að amma heldur ekki einhverja þrumuræðu um þetta fólk, sem hefur ekki lengur efni á kindalæri (of hefur samkvæmt henni ekki haft síðan 1950), endurnýjar eldhúsinnréttinguna á hverju ári, kaupir sér jeppa með nuddpotti og sumarbústaði með flatskjá á hverjum vegg og ég veit ekki hvað og hvað.

Sem er sú súrrealískasta sýn á heiminn sem ég veit um. Sem er kannski við hæfi, því hún er jú einu sinni harðlínu-kommi sem býr í eigin húsnæði. Er að furða að hlutirnir meiki ekki sens?

sunnudagur, desember 07, 2008

Dagur 278 ár 4 (dagur 1738, færzla nr. 741):

Jæja... ég veit að treilerarnir eiga að vera á undan myndinni, en þetta kemur út í þessari röð í framtíðinni, þar sem póstarnir raðast hver ofan á annan, en ekki undir næsta á undan.

Ef þið skilduð þetta þá eruði sennilega með yfir meðalgreind.

Steel Justice:



Audition:



Dark Breed:



Og þessi treiler er næstum, jafn langur og myndin:



Nóg af þessari vitleysu í dag. Kvikmynd kvöldsins er her fyrir neðan.

miðvikudagur, desember 03, 2008

Dagur 274 ár 4 (dagur 1734, færzla nr. 740):

Þá er komið aftur að kvikmynd kvöldsins:



Death Rides a Horse, 1967.

Eins og gefur að skilja er kreppubíó allt public domain.

Þetta er spaghettívestri, ekkert verri en aðrir slíkir, kannski aðeins betri en flestir. Þetta er náttúrlega ekki "the good the bad & the ugly," en þetta er samt alveg boðleg ræma, ólíkt Manos hér um daginn. Myndin jallar náttúrlega um það sem spaghettívestrar fjalla allir um: hefnd.

Svo er skotið, setið á hestum, skotið pínulítið meira, ráðist á Mexíkana og svo er klikkt út með nokkrum skotum hingað og þangað.

Fáið ykkur popp og komið ykkur vel fyrir, þið þekkið þetta.

laugardagur, nóvember 29, 2008

Dagur 270 ár 4 (dagur 1730, færzla nr. 739):

Hvað er Ný-Frjálshyggja?
Ég heyri marga segja þetta orð, en enginn hefur enn útskýrt hvað það þýðir.
Frjálshyggja, það er auðvelt. Við flettum því bara upp í Wikipediu: Það er anarkisti.
Ný-frjálshyggja, á wikipediu.

Tilvitnun:

"Distancing themselves from the generally anti-war response of the Libertarian Party (LP) and the mainstream libertarian movement, Henke and his fellow self-described neolibertarians set out their reasons for supporting a vigorous war on terror and an effort to secure the freedom of Iraqis."

Munurinn á venjulegri frjálshyggju og nýfrjálshyggju er að nýfjálshyggja er militant og vill breiða úr sér, hvort sem undirokaðar þjóðir kæra sig um það eða ekki.

Ég er ekki viss um að það sé þetta sem þeir eru alltaf að gagnrýna.

"To describe neolibertarians, Dale Franks wrote in 2004:[2]

When given a set of policy choices,"


Förum yfir þetta í rólegheitunum og berum saman við ísland:

"The choice that maximizes personal liberty is the best choice."

það eru allskonar höft og gjöld sem þarf að greiða til þess að gera hitt og þetta, sem hindrar þá sem eru með minna milli handanna í að gera ýmislegt.

Það er hvorki frjálshyggja né nýfrjálshyggja, samkvæmt skilgreiningu.

"The policy choice that offers the least amount of necessary government intervention or regulation is the best choice."

Hafið eftir mér: "Þjóðnýting."

Ó, kannski eitthvað sem kom fyrir fyrr: hvernig voru bankarnir einkavæddir? Því var öllu vel stjórnað svo þeir færu ekki eitthvert óvænt.

Hvorki ris né hrun bankanna var varðað neinni frjálshyggju, hvorki nýrri né gamalli.

"The policy choice that provides rational, market-based incentives is the best choice."

Krónunni var haldið uppi með handafli, erlendum aðilum var og er haldið af markaðnum með vafasömum aðgerðum og ég veit ekki betur en Ríkið eigi fiskinn í sjónum, og leyfi vissum aðilum að veiða hann.

Frjálshyggja? Nei. Nýfrjálshyggja? Nei.

In foreign policy, neolibertartianism would be characterized by,
A policy of diplomacy that promotes consensual government and human rights and opposes dictatorship.


Í réttri röð: Liðið vill kosningar, fær það þær? Nei
Munið þið eftir einhverju í svipðinn sem hefur verið úrskurðað mannréttindabrot á íslandi? Ég man eftir einu.
Davíð Oddsson!

La la la. Hvar er þessi frjálshyggja sem allir eru að kvarta undan? Ég hef ekki séð hana. En þú?

Hættið svo að nota orð sem þið vitið ekki hvað þýða, fíflin ykkar.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Dagur 268 ár 4 (dagur 1728, færzla nr. 738):

Þessi mynd þýðir að mér tókst að skrifa 150 blaðsíður á 26 dögum. Þetta hefst alltaf með þrjóskunni. Fer í það eftir jól að renna yfir afraksturinn og lagfæra mesta torfið. Það er alltaf eins: fyrst er mesta bullið lagað eða strokað út, svo er bætt við ef eitthvað er óljóst.

Þetta er allt mjög óljóst núna. Óljósara en venjulega, það er að segja.

Í millitíðinni býst ég við að þurfa að lesa yfir próf og vinna og... eitthvað annað sem mér dettur í hug að starfa.

***

það verður ekki beint sagt að kreppan hafi mikil áhrif á mín lífsgæði. Ég hef lifað að svo miklu leiti á súpu og skyri, og hafragraut - sem amma segir samt að sé ekki hægt að kaupa úti í búð. Hún segir það alltaf við mig þegar málið ber að góma: "Ha-ha! Það er ekkert hægt að kaupa hafragraut út í búð! Ha Ha!"

Sem minnir mig rosalega mikið á þá félaga Jón & Tóta.

Það er kannski ekki hægt að kaupa hafragraut í hennar vídd, en í minni vídd er það ekki bara hægt, hann er ódýr.

Svo er hægt að fá núðlur, þær kosta slikk. Eru að vísu búnar til í Kína, sennilega úr Melamíni, bragðbættar með Díoxíni. Það er svolítið saltbragð af því.

Einnig eru piparkökur lífs nauðsynlegar. Þær er líka auðvelt að kaupa út í búð, fyrir peninga. Ekki láta ömmu segja þér eitthvað annað.

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Dagur 267 ár 4 (dagur 1727, færzla nr. 737):

Ekkert á seyði í dag. Ætlið það verði gott riot hjá þeim næstu helgi? Hvað bætast margir við á dag núna? 200?
Þeir sögðu í fréttum að það væri á annað hundrað, svo það eru líklega 101.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki enn búinn að fatta að það er verðtrygging hérna. Þvílík séní. Ekki er mér ljóst hverjir eiga þá að borga vextina fyrir þá, ef allir eru á hausnum og á bótum eða á leið úr landi með Norrænu.

Annað áhugavert í því sambandi: þessir gaurar á þingi virðast líta á verðtrygginguna sem einhvert náttúrulögmál sem ekki er hægt að hrófla við. Af hverju? Ég veit ekki betur en þetta séu bara lög sem hægt er að breyta eins og öllum öðrum lögum. Nú, ef þeir vilja ekki losa sig við hina mjög svo skemmtilegu verðtryggingu, þá er málið að lækka vextina niður fyrir 1%. 0.1% væri þá málið næstu 5 árin eða svo. Fólk réði við það.

En þetta eru náttúrlega einstakir þorskhausar þarna.

Það er náttúrlega alveg frábært að eiga pening inn á bók hérna núna, en það búa bara ekkert allir svo vel.

Svo þegar fólk missir húsið því það getur ekki greitt af því, hvað þá? Það er ekkert mikið hægt að selja fasteignirnar. Ekki nema þá á niðursettu verði, því maður má búast við því að verða gjaldþrota af því að taka lán upp á ekki hærri fjárhæð en 10 milljónum. Það mun hækka umfram útborgun nema maður hafi hærri laun en hægt er að verða sér úti um núna.

Það var svolítið áhugavert þetta með lögreglustöðina. það var nýr vinkill. Úkraínumaður sem ég vinn með er hissa á að það skuli ekki vera búið að skandalisera meira, kveikja í hlutum, setja menn í fangelsi.

Hann er ekkert ánægður. Í Úkraínu væri búið að fangelsa einhvern fyrir þetta mál, segir hann. Hér? Ekkert.

Hvenær verður svo alvöru riot, með eldsprengjum og grjóti?

Ég sé ekki fyrir mér að núverandi klúður verði lagað neitt í bráð, mér hefur ekkki sýnst það, svona einhvernvegin á þeim. Of upptekin við umræðustjórnmál. Sem felast í að tala í hringi en gera ekkert.

"Við vissum þetta í febrúar," segja þau öll. Hvort sem í stjórn eða stjórnarandstöðu. Jæja, segi ég. Og hvorki stjórnin né stjórnarandstaðan sá sér fært að gera einhverjar ráðstafanir á þessum 8 mánuðum eða svo?

Hvað voru þau eiginlega að gera?

Hmm...

Hvenær ætli Íslendingar verði aftur 250.000? Á næsta ári? Og þeir sem verða eftir verða allir í skóla, á bótum, á sjó eða í áli. Ágóði af landsframleiðzlu nær upp í skuld, svo landið verður sífellt skuldugra og skuldugra.

Svona eins og Zimbabwe.

Ef við spreyjum Davíð Oddson svartan, þá verður hann mjög svipaður Múgabe.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Dagur 264 ár 4 (dagur 1724, færzla nr. 736):

Þá er ég búinn að skoða flesta bjóra landsins.

El Grillo: ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Gullfoss: ekki eitthvað sem ég myndi vilja drekka á hverjum degi. Lýkist svolítið Viking Gull, sem mér finnst ekkert frábær heldur.
Kaldi: Svona þolanlegt. Mig minnir að sá dökki hafi verið aðeins skárri.
Sjálfti: þessi er allt í lagi. Hinir þrír eru of líkir innbyrðis til þess að það skifti máli hvern maður velur, finnst mér, þessi sker sig úr, og er töluvert betri. Svolítil líkur Tyskie, ef eitthvað.

Hvernig væri að hafa smá vídd í þessu?

Berum það saman við útlent öl:

Birra Moretti: gott stöff, mætti taka kippu af því.
Svyturys: jafnvel betri.
Samuel Adams: ekki besti bjór í heimi, en samt merkilegur fyrir þær sakir að hann er A: amerískur og B: drekkandi, og það samtímis.
Tiger: mjög góður sopi.
Cobra: þessi er mjög bragðsterkur.

Og mynd sem kemur málinu ekkert við:

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

laugardagur, nóvember 15, 2008

Dagur 256 ár 4 (dagur 1716, færzla nr. 734):

það koma alltaf fleiri og fleiri niður á Austurvöll um hverja helgi. Svo leggur þetta lið bara uppi á kanti fyrir framan kolaportið, svo það er varla akandi framhjá öllu saman.

Það er náttúrlega ekki verið að mótmæla því að einhverju náttúrufyrirbæri sem enginn sér eða mun nokkurntíma nenna að fara að skoða sé breytt í stöðuvatn... sem ekkert margir fari að skoða svosem heldur.

***

Systur mínar hafa miklar áhyggjur. Þær eru víst að sligast undan jólagjöfunum. Lausnin: að það verði sett þak á kostnaðinn, og hver og einn gefi bara eina gjöf, og fái bara eina.

Ekki vandamál sem hefur herjað á mig, satt að segja. Ég hef hvorki lagt mikla hugsun eða peninga í þetta undanfarið. Gef bara öllum nammi. Allir eru alltaf sáttir við að fá nammi. Og nú á að koma einhverjum vandræðum yfir á mig.

Þær eru vandræðalegar, þessar systur.

***

Missteig mig um daginn. það var nokkuð ógurlegt, enda var það bensínfóturinn, og ég þarf eiginlega að nota hann stundum.

Svo bólgnaði þetta ógurlega daginn eftir, varð allt grænleytt og fjólublátt, svo mjög að það varð erfitt að komast í skóinn. Að vísu verkjaði minna fyrir vikið.

Á þriðja degi datt hann af. Það var smá maus, en ekkert sem ekki var hægt að laga með smá teipi. Þann daginn gat ég svo svarið að annar fóturinn var ögn styttri en hinn...

Nú er þetta allt að komast í lag. Það er bara þessi fjólubláa rönd frá litlu tá að hæl, og önnur styttri hinumegin. Mjög tilkomumikið og áberandi. Af hverju finn ég ekki meira fyrir þessu?

Verður orðið fínt í næstu viku.

föstudagur, nóvember 07, 2008

Dagur 248 ár 4 (dagur 1708, færzla nr. 733):

Ég skil ekki alveg hagstjórnina. Þeir ætla sér víst að taka lán uppá 6 milljarða dollara, sem eru 768.000.000.000 krónur að núvirði - dollarinn er 128 krónur. Hverjir eru vextirnari af því?

Ú USA eru vextirnir skilst mér komnir niður í 0.5%, það er svipað í Japan, og á niðurleið á nokkurnvegin flestum stöðum í evrópu.

Segjum að það séu 1% vextur á ári. Það væru 7.680.000.000 á ári, plús eitthvað af höfuðstól, sem þyrfti þá að borga, segjum 8 milljarðar.

Utanríkisþjónustan kostar 2.5 milljarða. Það má sársaukalaust leggja það niður, ekkert okkar saknar sendiráðanna. Hvar finnum við 5.5 milljarða í viðbót? Ja, það eru 12 ráðuneyti:

fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, samgöngurráðuneyti, menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti

Það er mikil skörun þarna éns og allir sjá, svo þeim má vel fækka á þennan hátt:

Fjármálaráðuneyti & viðskiptaráðuneyti fjala um sömu hlutina, peninga, og ættu því bara að vera eitt ráðuneyti. Hitt má alfarið losa sig við, og spara þannig launakostnað og skrifstofuviðhald.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti & iðnaðarráðuneyti fjalla öll um sama hlutinn, peninga, og eiga því að heyra undir fjármálaráðuneytið.

Umhvefisráðuneytið er hrein sóun á pening, og þarf að fara algerlega.

Heilbrigðisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti & menntamálaráðuneyti fjalla um félagslegan hag fólks, og eiga öll að vera undir sama ráðuneyti, eða félagsmálaráðuneytinu.

Og þar sem ég legg til að öllum sendiráðum verði lokað höfum við lítið að gera við utanríkisráðuneyti. Vandamál frá útlöndum geta farið beint í viðeigandi ráðuneyti, milliliðalaust.

Þá eru eftir 5 ráðuneyti, sem er alveg yfirdrifið nóg: fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti & samgöngurráðuneyti. Fækkun um 7. Og þar sem hver ráðherra er á ofurlaunum, er þar sparnaður um 84 milljónir á mánuði bara við að þeim fækki, svo er minnkuð húsnæðisþörf uppá alveg hrúgu, viðhald uppá ekkert mikið minna og allt þetta starfsfólk sem getur loksins farið að gera eitthvað uppbyggilegt í stað þess að vera baggi á samfélaginu.

Samanlagt er það örugglega milljarður á ári, ef ekki meira.

Þá vantar okkur enn 4.5 milljarða.

Ja, það kemur ekki til greina að borga neinum af þeim sem er á þingi, í seðlabankanum eða í neinu slíku opinberu embætti eftirlaun eftir það sem þeir eru búnir að gera okkur, og sparar það formúgu fjár á hverju ári.

Þá væri til dæmis gott að lækka stýrivextina niður í svona 2%, áður en allir skattgreiðendur landsins fara á hausinn og fara á bætur eða til útlanda, eins og mér skilst að Reynir verði að gera.

Að auki stendur alltaf til boða að borga bara einfaldlega ekkert Bretum. Ég styð þá hugmynd. Gefa þeim bara fingurinn. Borgum öllum öðrum. Ef þeir ætla sér að rústa okkar fyrirtækjum undir því yfirskyni að það séu hryðjuverkasamtök, þá eigum við ekkert að vera að gefa þeim pening. Ekki gæfi AL-Kæda bandaríkjamönnum pening. Ef við erum terroristar, þá hegðum við okkur sem slíkir gagnvart þeim sem segja okkur slíka.

Hvað hafa bretar annars við peninga að gera? Þeir eru ekkert nema chavs hvort eð er.



Chavs.

Fokk þeir.

Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert. Neibb. Ég er viss um að það verður stofnað sérstakt kreppumálaráðuneyti, og útlenda lánamálaráðuneytið, að ótöldu atvinnuleysismálaráðuneyti, sem fjölgar ráðuneytunum í 15.

Svo verða stýrivextirnir hækkaðir upp í 20%, sem veldur algjöru gjaldþroti, og svo verður klikkt út með því að þjóðvæða álverin.

Hey, þetta eru sömu gaurarnir og gerðu bankana gjaldþrota til þess að taka þá yfir.
Hér er lag tileinkað þeim:



Destruction - Total Disaster

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Dagur 246 ár 4 (dagur 1706, færzla nr. 732):

Foreldrarnir eru komnir aftur frá Egyptalandi. Ég hef ekki heyrt af neinum múmíum eða krókódílum ennþá. Þau hljóta að hafa fengið að smakka annað hvort þarna úti.

Hvernig er hægt að fara til egyptalands án þess að koma til baka með múmíu, heila eða að hluta, eða að minnsta kosti bölvun.

laugardagur, nóvember 01, 2008

Dagur 242 ár 4 (dagur 1702, færzla nr. 731):

Allt í lagi, þá er komið að því, kvikmynd kvöldsins:

Síðistu tvær myndir voru alveg þolanlegar, að mig minnir, þar af var önnur nokkuð góð. En þessi, þessi mynd... hún er vond. Vond vond. Vond á vondan hátt.

Sko, á Íslensku heitir þessi ræma beint þýtt: "Hendur: hendur örlaganna."

Vond mynd, fattiði? Meira að segja titillinn er mjög asnalegur. En, þetta er líka ein fyndnasta mynd sem ég hef séð á árinu. Með talið ræmunni þarna um hvatberana sem ætluðu að yfirtaka heiminn.

Því TorGO er í þessari mynd. Engin önnur mynd sem ég man eftir í svipinn er með toRGo. TORgo er maðurinn!

Hérna er hún, kvikmynd kvöldsins: Manos, the hands of fate:



Og hér, endurskoðuð aðeins af MST3K:



Njótið vel, tvisvar.

fimmtudagur, október 30, 2008

Dagur 240 ár 4 (dagur 1700, færzla nr. 730):

Það er Yakov Smirnoff dagur í dag:





In America, you can always find a party. In Soviet Russia, the PARTY always finds YOU!

In Soviet Russia, you don't drive car, car drives you!
In Soviet Russia, you don't watch TV, TV watches you!
In Soviet Russia, you don't talk into phone, phone talks into you!
In soviet Russia, you don't break law, law breaks you!
osfrv...

sunnudagur, október 26, 2008

Dagur 236 ár 4 (dagur 1696, færzla nr. 729):

Fór í bíó. Sá Wall-E. Það var alveg ágætis ræma, þið vitið; geimskip & sprengingar. Ekki besta mynd í heimi, en þokkaleg. Ekki nóg af geimskipum & sprengingum. Bara af því ILVA átti ekkert til að flytja og það kostaði minna en venjulega inn.

Ég býst við að fara aftur næst þegar það verður mynd um Geimskip, vélmenni og sprengingar. Eða kúreka. Eða Vélmenni sem eru kúrekar... í geimnum.

Sú mynd hlýtur að vera til... ef ekki, þarf einhver að gera hana.

miðvikudagur, október 22, 2008

Dagur 232 ár 4 (dagur 1692, færzla nr. 728):

Foreldrarnir eru víst á Níl. Kannski er hægt að plata þau til að koma með til baka múmíu, nú, eða Krókódíl. Eða bæði. Ef þau verða böstuð í tollinum með krókódílinn geta þau bara sent múmíuna á tollinn.

***

Hvað skal nú gjöra?



Príla í trjám auðvitað.



Það verður kannski eitthvað vitrænt hér seinna í vikunni. Núna gengur allt útá að koma illa út fyrir þá sem sörfa netið í vinnunni.

föstudagur, október 17, 2008

Dagur 227 ár 4 (dagur 1687, færzla nr. 727):

Núna þegar Davíð Oddson er búinn að fá hjálp frá Gordon Brown við að leggja efnahaginn í rúst, þá má búast við að það gæti hugsanlega orðið smá vöruskortur.

Þess vegna ætla ég að skella inn þessu hjálplega vídjói:



Die Eier von Satan, með Tool.

Textinn er uppskrift af eggjaköku með engum eggjum:

Eine halbe Tasse Staubzucker
Ein viertel Teelöffel Salz
Eine Messerspitze türkisches Haschisch
Ein halbes Pfund Butter
Ein Teelöffel Vanillenzucker
Ein halbes Pfund Mehl
Einhundertfünfzig Gramm gemahlene Nüsse
Ein wenig extra Staubzucker
... und keine Eier


osfrv...

laugardagur, október 11, 2008

Dagur 221 ár 4 (dagur 1681, færzla nr. 726):

Í dag sagði vinnufélagi minn mér að við yrðum að rífa klósettið. Það þótti mér undarlegt verkefni, satt að segja. Maðurinn er frá Úkraínu, og það er ekki of auðvelt að skilja hann, en jú, hann sagði mér oft og greinilega að við yrðum að rífa klósettið.

Allt í lagi... ég hafði eiginlega minnstan tíma til þess... þurfti að klára hluti, keyra til Njarðvíkur og svona.

Svo kem ég upp úr hádegi til baka, og sé þá að maðurinn er byrjaður að rífa klósettið - sem er ... var mikið mannvirki, næstum 3 metrar á hæð og 7 á breidd. Eða lengd. Með kúbeini.

Ég hélt hann ætti við að *þrífa* klósettið...

Ekki nennti ég að djöflast við þetta með kúbeini, svo ég sótti lyftara, og ók niður kamarinn.

Þegar við vorum búnir að jafna klósettið við jörðu voru allir farnir, svo við fórum líka. Ég hélt áfram í útkeyrzlum þar til hálf átta.

Ég er enn að velta þessu fyrir mér. Áttum við í alvöru að rífa klósettið? Ég meina, ég fæ upplýsingarnar frá Úkraínumanni, sem gæti þess vegna hafa fengið þær frá Pólverja.

Ef þetta er einhver misskliningur, þá verður sko einhver pirraður á mánudaginn.

föstudagur, október 10, 2008

Dagur 220 ár 4 (dagur 1680, færzla nr. 725):

Nú þegar allir í heiminum virðast hafa einsett sér að gera kreppuna okkar verri en hún var fyrir okkur, þá er komið að því að spila smá músík:



Þetta lýsti ástandinu í hnotskurn.

Og forsætisráðherra Breta heimtar að fá borgað, og í þeim tilgangi reynir hann að setja Kaupþing á hausinn, svo þeir fái nú örugglega sem minnst út úr þeim.



Þetta lag heitir "Gordon Brown is a moron." Það er svolítið gamalt. Það er greinilegt að þeir vita vel hvað þeir hafa kosið yfir sig...

Sumir halda því fram að kreppan hafi slæm áhrif á geðheilsu landans. Allt í lagi. Þess vegna er ég nú að gefa ykkur kost á að spila músík á meðan þið lesið þessa vitleysu.

Og hver er betur til þess fallinn að gefa ráð um geðheilsuna en Slayer?



"Close your eyes
And forget your name
Step outside yourself
And let your throughts drain"

osfrv...

Góð hugmynd. Það er miklu betra að þyggja svona ráð frá eldgamalli þungarokkhljómsveit en einhverjum kuklara úti í bæ. Þið sjáið það, ríku kallarnir hlusta bara á Elton John, og hvað kemur fyrir þá? Þeir fá hjartaáfall! Og þegar svo er komið er bara eitt eftir í stöðunni:



Já. Slappið af. Slakið á, og yljum okkur við það, að ef við förum á hausinn, þá tökum við Bretland með okkur.

fimmtudagur, október 09, 2008

mánudagur, október 06, 2008

Dagur 216 ár 4 (dagur 1676, færzla nr. 723):

Jæja, nú þegar Davíð Oddsson, öllum að óvörum hefur sett landið á hausinn, er kominn tími til að gleyma sér yfir smá vídjó.

Já, það er kominn tími aftur fyrir Kvikmynd Kvölsins! Kreppu edition. Því þetta er public domain og enginn þarf að borga neitt. Bara rafmagn og dánlód.

Svo hér er hún:



Sword of Lancelot. 1963, AKA Lancelot & Guinivere.

Þessi ræma hefur eitthvað fyrir alla: það er þessi draugleiðinlega Gunnvör fyrir sápuóperuáhugafólk, menn með fötur á hausnum og frábærustu bardagasenur í heimi fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Nei, í alvöru, það er aksjón í þessu. Tilkomumikill hasar fyrir kvikmynd sem ég vissi ekki einusinni að væri til fyrr en í sumar.

Þannig að hafið poppið til og fáið ykkur sæti á meðan ég spara ykkur þennan 600 kall eða hvað það nú kostar núorðið að leygja spólu.

Hlutir sem við lærum af þessari ræmu: Galdrakallinn Merlin fann upp sápuna. Það voru til armbandsúr á 12 öld. (Horfið vel.) Lancelot meðhöndlaði sverð svo hratt að það var sem þrjú væru á lofti samtímis.

...ekki hella kóki á lyklaborðið.

föstudagur, október 03, 2008

Dagur 213 ár 4 (dagur 1673, færzla nr. 722):

Það snjóaði í gær.



Búum til snjókall!

þriðjudagur, september 30, 2008

Dagur 210 ár 4 (dagur 1670, færzla nr. 721):

Jæja. Ég fór í Ríkið áðan. Til að borga vísa reikninginn.

Merkilegt dæmi það. Eigendurnir fóru í Seðlabankann til að slá þá um smá lán, og skömmu seinna á Ríkið bankann. Hvernig virkaði það? Eru Ríki í öðrum löndum líka að stunda svona hostile takeover?

Það er svona að eiga ekkert lausafé.

Samt: útskýringarnar sem komu frá þeim hljómuðu ekki rétt...

"Við vorum að bjarga sparifé..." sagði einn.

Ég heyrði um daginn, nokkrum sinnum reyndar, að Bankarnir eru tryggðir fyrir slíku hjá einhverju batteríi - sparifjáreigendur fá allt greitt sem er undir vissri upphæð. Sú upphæð var ca. 2.5 milljónir. Svo, ef maður á 2.500.001 krónu þegar bankinn fer á hausinn, þá fær maður allt nema þessa einu krónu.

Svo það hljómar ekki alveg rétt. Nema Glitnir sé ekki með slíka tryggingu?

Davíð var samt með grunsamlegustu söguna: hann sagði að verðið á Glitni væri að lækka svo ört. Úr 15 niður í ekkert yfir helgina. Það var línurit sem sýndi þetta og allt á RÚV í gær.

Sem fékk mig til að hugsa: hvaða markaðir eru opnir yfir helgina? Bréfin lækka ekkert um helgina, því það eru engin viðskifti þá. Hvergi í heiminum. Hvaðan kom þá þetta línurit?

Skrýtið.

Og auðvitað hefur þessi aðgerð styrkt efahaginn í landinu gífurlega, og Krónuna. Já. Hún rauk upp! Já. Fyrir helgi kostaði dollarinn 99 krónur. Núna (30.9.2008 kl. 15:34) kostar hann 106 krónur!

Mmm...

Þessi aðgerð hefur í augnablikinu haft öfug áhrif. Jæja. Bankinn fer allavega ekki á hausinn á meðan Ríkið á hann. Sjáið bara RÚV. Ekki er það batterí á hausnum.

***

Af hverju er klukkan 10 mínútum á eftir?

sunnudagur, september 28, 2008

Dagur 208 ár 4 (dagur 1668, færzla nr. 720):

Haukur Sveinsson, afi, mun hafa átt afmæli í dag, segir amma. Hefði orðið 91 árs, skilst mér. Ef hann hefði ekki sífellt borðað upp úr sykurkarinu, og setið kyrr.

Og hann gat sko aldeilis setið kyrr.

Hann ræktaði tréin sem eru umhverfis Húsgagnahöllina. Og hann átti beinvaxnasta tré á landinu. Þeir eru að klóna það hjá einhverju batteríi. Eru komnir með nokkur eintök núna. Man ekki hvaða tegund af tréi það er. Ég þekki ekkert tré í sundur - bara jólatré frá pálmatrjám og hinsvegin trjám. Þessum með svona venjulegum laufum.

Hans kynslóð hélst heldur illa á tönnunum. Hvernig ætli mín kynslóð verði? Vel tennt? Eða sjá gosdrykkir, og seinna ávaxtadrykkir um að leysa þær upp? Ég hitti Bjarka Tý hérna fyrir sumar, og það voru ansi brunnar í honum framtennurnar.

Það er ekkert víst að tennurnar tolli uppi í fólki - en það eru til ansi flottar aðferðir til að koma fyrir nýjum tönnum eftir því sem orginal tennurnar detta úr, svo það er ekkert víst að það sjáist. (Að því gefnu að fólk neyti ekki tóbaks eftir þá aðgerð.)

Það eru svo margir byrjaðir í neftóbakinu núna - sama sulli og gamli kallinn notaði. Setti hálfan baukinn á handarbakið og saug helminginn af því í aðra nösina, hitt fór hingað og þangað.

Enginn sem ég þekki eða hef séð til gerir svoleiðis.

Mér þótti það frekar ógeðslegt. Það má sennilega þakka honum Hauki Sveins fyrir að ég tek ekki þátt í þeirri neyzlu.



Tré.

miðvikudagur, september 24, 2008

Dagur 204 ár 4 (dagur 1664, færzla nr. 719):

Í gær var bíó. Háskólinn í RKV var að sýna hið heimsfræga listaverk "Who killed the electric car." Reynir átti hugmyndina að því.

Hefði átt að hafa með popp, en það var ekki tími.

Hvað um það, það var farið nokkuð vel yfir það af hverju það eru ekki fleiri rafbílar á götunni.

Eitt af því er einfaldlega að vélaframleiðendum mislíka allar breytingar. Ef þeir hefðu fengið að ráða værum við enn með sömu mótora í öllum bílum og T-Ford. En nei - við erum með blokkir sem eru flestar 30 ára eða svo. Það er bara stutt síðan það var hætt að framleiða 460 mótora, sem var byrjað með uppúr 1960. Sama 1400 vélin hefur verið í Corollu síðan byrjað var að hafa þeir framdrifnar þar til... gott ef sama blokkin er ekki enn í nýja bílnum, bara með nýjum raftækjum boltuðum ofaná.

En það er ástæða fyrir því: það kostar handlegg og fótlegg að breyta því. Best að geyma það þar til verksmiðjan er úr sér gengin - jafnvel þá - það kostar að hanna nýja hluti. Meira en þið trúið.

Minnst vesen væri bara að smíða sér sinn eigin bíl:

Þið þurfið: Rafhlöður. Þetta eru fínar rafhlöður. Þið þurfið nokkrar svona.

Mótor. Þeir eru með margar gerðir. Þið getið fengið 100 hestafla, 75 hestafla, eða minna. Fer eftir hve stóran bíl þið ætlið að setja saman. Gætuð þurft tvo.

Þessi er allt að 500 hestöflum. Sem er náttúrlega miklu betra. Eða þessi, sem er líka allt að 500 hestöfl.

Hver þarf meira en 500 hestöfl í snattið? Gerum okkur líka grein fyrir því að þetta er rafmótor. Það er engin skifting, þannig að ef einhver stígur á pedalann þá kemur bara öll orkan... bara hafið það í huga.

Og svo þarf yfirbyggingu. Hægt væri að fara í Byko, en ég geri ráð fyrir að betra væri að fá sér almennilega yfirbyggingu. Pípulagningabúðin er líka góður staður að byrja á.

Líklega er best að fá hæfan rafvirka til að tengja allt saman, en ef maður treystir sér til... hafið bara í huga að ég er búinn að vara ykkur við því að setja 500 hesta rafmótor í og gefa allt í botn. (Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Náið því á mynd ef þið reynið. Beint á youtube!)

laugardagur, september 20, 2008

Dagur 200 ár 4 (dagur 1660, færzla nr. 718):

Ég virðist hafa trassað klám og splatter í alllangan tíma núna:



Og fyrir alla sem hafa fengið ógeð á þessum Cilit bang auglýsingum:



Amen

fimmtudagur, september 18, 2008

Dagur 198 ár 4 (dagur 1658, færzla nr. 717):

Byrjum á þessu: Hérna er græja til að breyta MPG í lítra á 100km.

Þetta segir okkur, að ef bíllinn þinn eyðir 9 á hundraðið, þá kemst hann 26 MPG. Sniðugt?

Allt í lagi: Þetta er Borgward:



1954-1961 Borgward isabella coupe, nánar til tekið.



Þessi farartæki voru með 4 sílyndra 1500 vél með einföldum blöndung sem afkastaði 60 hestöflum, sem var nóg til að koma bílnum upp í 140 kílómetra hraða, hafði sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, 4 gíra skiftingu, og vó 1 tonn. 50 kíló til eða frá. Þetta apparat mun hafa eytt svona 7-8 (34 MPG) á hundraðið. Það er ekki gefið upp nákvæmlega við hvaða aðstæður, svo ég giska á að það sé annaðhvort í blönduðum akstri eða á langkeyrzlu.

Borgward voru á sínum tíma mjög góðir bílar. þeir biluðu frekar lítið - minna en Benz, til dæmis, og kostuðu ekkert of mikið (fyrirtækið fór á hausinn upp úr 1963 eftir að þeir verðlögðu einn bílinn of lágt).

Þetta er Toyota Yaris:



Yaris er með 3 sílyndra 1000 vél með afar fullkominni beinni innspýtingu, sem gefur 51 hestafl, hefur 5 gíra og nær 150 KMH. Fjöðrunin er sjálfstæð að framan, sýnist mér, en ekki að aftan. Þessi bíll er líka um tonn. Þessi bíll á að eyða svona 5-6 á hundraðið. (47 MPG)

Það tók 50 ár að gera betur en Borgward. Og jafnvel þá vantar uppá hluti eins og sjálfstæða fjöðrun og þessi extra 10 hestöfl (sem eru sennilega ástæðan fyrir þessum 2 auka lítrum sem bíllinn eyðir á hundraðið). En hvað ef Toyotan væri með 1500 vél? Nú, þá myndi hún eyða meiru en Borgward, en væri á móti 40 hestöflum öflugri.

En Borgward lúkkar, á meðan Toyotan lýtur út eins og nýra.

Borgward:



Toyota:

þriðjudagur, september 16, 2008

Dagur 196 ár 4 (dagur 1656, færzla nr. 716):

Enginn heimsendir hefur orðið ennþá. Sviss hefur ekki springið í loft upp útaf þessu Cern apparati. Fellibylurinn... eitthvað hefur ekki lagt USA í rúst, og komið af stað heimstyrrjöld sem endar óumflýjanlega á því að við logsjóðum fullt af járnarusli á bílana okkar og förum að búa í eyðimörkinni.

Það gæti verið að leggjast yfir okkur smá heimskreppa, sem gæti leitt út í stríð. Ætli helstu sjónvarpsstöðvar séu tilbúnar með svona CGI lógó og músík, svona ef svo færi?

Þið vitið hvernig þetta er alltaf: það byrjar ófriður, og um leið eru allar rásir komnar með svona hreyfanlegt lógó með eldi og öllum græjum: "Crisis in Somewhere!" Dum dum dum.

Það eru einhverjir gaurar í dimmum kjallara hverrar stórrar rásar sem dunda sér við það dag og nótt að upphugsa og útfæra þessi lógó, er ég viss um. Svo gæti þetta verið bara eins og screen-saverinn - það eru bara settir inn viðeigandi stafir, og svo ýtt á plei, og... voila!

Kannski ætti að vera meira af þessu?

Ógnvænleg músík, eldur... svo kemur letrið upp, voða shiny og fínt, snýst í hringi og skellur saman með miklum látum:

"Ölvun Í Miðbænum!"

Gott er að hafa blaktandi fána þarna bakvið eldinn. Það er alltaf voða krísulegt. Svo getur fréttaliðið verið með mann á staðnum. Allir talandi voða alvarlega. Og hátt.

Eða svona:

Ógnvænleg músík, eldur (það er alltaf ógnvænleg músík og eldur), svo kemur letrið fljúgandi, sprengingar og læti, fáni, jafnvel tveir fánar, rifnir fánar til að undirstrika alvarleik málsins:

"Krakkarnir á Leikskólanum Síðuseli Syngja!"

Drunur.

Svo sést fréttamaður á vetvangi tala voða hátt og halda um annað eyrað á sér eins og svo oft í svona hræðilegum krísum áður en krakkarnir eru þvingaðir til að syngja í gúrkutíðinni.

Já.

föstudagur, september 12, 2008

Dagur 192 ár 4 (dagur 1652, færzla nr. 715):

Mér sýnist heimsendir eitthvað hafa staðið á sér undanfarið. Fylgjumst með.

fimmtudagur, september 11, 2008

Dagur 191 ár 4 (dagur 1651, færzla nr. 714):

Í dag eru 8 ár síðan Hryðjuverkamennirnir unnu.

Og hvernig unnu þeir?

Fyrir 8 árum var flestum slétt sama um utanríkisstefnu USA. Núna keppist fjöldinn allur af liði um að útmála hana sem eitthvað ógurlegt. Sama fólk veit líklegast minnst hver utanríkisstefna USA er. Reyndar er ég hreint ekkert viss um að allir þingmenn USA viti hver hún er.

USA er nú með setulið í Afganistan. (Írak kemur 11/9 ekkert við.) Það kostar fullt af pening. Góða hugmyndin var, að í Afganistan var aðal Al-Kæda sellan. Og nú eru þeir allir að berjast við talibana, sem er svar Afgana við VG á Íslandi. Í afganistan virkar ekki 90% af tækjabúnaði USA, því 90% af tækjabúnaði þeirra er til þess að leita að tækjabúnaði sem er einfaldlega ekkert notaður í Afganistan.

Flugavallaröryggi. Jamm. Enga vökva... engar naglaklippur... það þarf að X-reya, þefa, káfa á og róta í gegnum. Og ekki bara farangurinn. Afar uppörvandi. Hér áður var aðal-afsökunin fíkniefnaleit.

Hafnaröryggi. Hafiði séð girðinguna umhverfis Friðarhöfn? Hugsið ykkur nú, ef þið væruð terroristar, og þið ætluðuð að bora gat á eins og eitt skip. Þessi girðing, myndi hún skifta máli? Já. Hún héldi lögreglunni og forvitnum augum frá um stund.

Bjarnason Army. Til að berjast við hryðjuverkamenn. Og Mafíur (sem er skv skilgreiningu, tveir menn með kúbein), fíkniefnadjöfulinn (sem er 1-2 % af þýðinu, alltaf, sama hvað), blaðamenn sem tala illa um þingmenn í ráðandi flokkum, hávær smábörn, fólk með rautt hár, fólk með nafn sem byrjar á Z og tölustafinn 4.

Gvantanamo Bay. Þetta fer í sögubækurnar við hliðina á Spænska Rannsóknarréttinum og KGB. Það skiftir engu máli hve mikill bófi sá er sem fer í þetta batterí, það lítur alltaf jafn illa út fyrir kanann, ekki hryðjuverkamennina. Sem er svo ógeðslega flott múv að það er ótrúlegt. Það er eins og þeir vissu að þetta myndi gerast.

Osama Bin laden. Maðurinn er að verða eins og Elvis. Hann sést á fjarlægum eyðimerkurkaffihúsum, um borð í geimskipum með Stórfæti, Grýlu & Leppalúða, á Balli með Landi & Sonum og á fleiri stöðum. Það eru til Osama Bin Laden eftirhermur. Svo gefur hann alltaf út myndband öðru hvoru. Nú seinast með leiðbeiningum um hvernig á að lita á sér skeggið.

George Bush. Hvað ætli honum hefði tekist að gera ef það hefðu ekki verið nein hryðjuverk? Ég giska á að hann hefði fundið einhverja afsökun til að komast í stríð við Írak. Það getur haft áhugaverðar afleiðingar fyrir efnahaginn að fara í stríð. Yfirleitt slæmar. Það er eiginlega ekki hægt að fara almennilega yfir áhrif þessa gæja á efnahaginn því þessi stríð hans bjaga það allt.
Hann lagði mikla áherzlu á menntun. Hann setti af stað "No Child Left behind" prógrammið, sem var allt að því Sænskt. Og ku hafa haft slæmar aukaverkanir. Þ.e. hægja á gáfaða liðinu og troða vitleysingum áfram.
"After being re-elected, Bush signed into law a Medicare drug benefit program that, according to Jan Crawford Greenburg, resulted in "the greatest expansion in America's welfare state in forty years;" the bill's costs approached $7 trillion."
Maðurinn er farinn að hljóma afar vinstri sinnaður, er það ekki?
"In 2006 Bush declared the Northwestern Hawaiian Islands a national monument, creating the largest marine reserve to date."
Ekki batnar það.

Ekki beint hægrisinnaðasti maður í heimi. En, eins og leftista er siður, þá upphrópa þeir alla sem eru vinstrisinnaðir í aðeins öðrum hlutföllum en þeir sjálfir. Hægri Öfgamenn. Skil ekki af hverju, en grunar að það sé vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um, og eru bara í einhverju liði.

Bandaríkjamenn mega vera honum eilíflega þakklátir fyrir að hafa ekki skrifað undir Kýótó bókunina. Veit ekki með allt hitt. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna honum um stríðin. Þó voru ekki auðveldlega umflúin. Ég bendi aftur á að þessi gæji er ekki einræðisherra.

G.W Bush? Unninn af hryðjuverkamönnum.

miðvikudagur, september 10, 2008

Dagur 190 ár 4 (dagur 1650, færzla nr. 713):

Átti ekki að vera heimsendir í dag? Var honum kannski frestað vegna veðurs? Ég veit ekki...

Jæja. Hvað gerum við meðan við bíðum eftir heimsendi? Nú, við spilum smá músík:



Og frá CERN:



Getum ekki beðið eftir heimsendi eftir að hafa heyrt þetta.

mánudagur, september 08, 2008

Dagur 188 ár 4 (dagur 1648, færzla nr. 712):

Þá er komið að því aftur: Kvikmynd kvöldsins!

Í þetta sinn er það hið ódauðlega listaverk "Horror Express," frá 1973. Í myndinni leika elstir Christopher Lee, Peter Cushing & Telly Savalas, ef einhver veit hverjir það eru. Voru. Fer eftir ýmsu.



Aldrei þessu vant er þetta nokkuð góð mynd, svo... fáið ykkur popkorn og leyfið henni að rúlla.

fimmtudagur, september 04, 2008

Dagur 184 ár 4 (dagur 1644, færzla nr. 711):

Ef maður myndi ætla að kaupa nýjan bíl í dag, þá virðist einungis standa til boða að festa kaup á tvenns konar bíl: bíl sem er ljótur og stór, og bíll sem er lítill og ljótur. Litlu bílarnir eyða frekar litlu, en það sést ekkert út úr þeim vegna styrktarbita hér og þar, og stóru bílarnir eyða meira en 1930 módel Cadillac V-16. Óháð þessum breytum er svo vandamál hve dýrir partarnir eru. Þú rekst utan í staur, og þá kostar stuðari á Yaris meira en bíllinn.

Þetta er að sjálfsögðu óþolandi, en ég er með lausn, eins og alltaf:

Í kanada eru einhverjir gaurar að framleiða 1969 módel Chevrolet Camaro, bæði heila bíla og parta. Af hverju? Ja: "Those of us who want a vintage race car but can’t bring ourselves to cut up an original car can now hack at will."



Kanadískur 2004 Camaro.

Þetta er ekki nema 1700 kíló með 302 mótor, svo ef einhver vill frekar hafa aðra vél, er ekkert mál að redda því. Diesel, til dæmis? Eða Boxer? Þessi bíll væri ekki nema svona 1500 kíló með Honda 2000 vél. Eða rafmótor? Hver segir að rafbílar þurfi að vera ljótir? Og fáir þú bíl með standard V-8, er alltaf hægt að laga hana með hamri, nú eða skrúfjárni ef eitthvað fínt hefur aflagast.

Fyrir ekkert mikið meiri pening er svo hægt að fá 1957 Corvettu. Það þarf hinsvegar að púsla henni aðeins saman. Það tekur tíma og er fyrirhöfn. Maður lítur á þetta eins og 1:1 módel. Og það þarf minna lím.

Það er þess vegna hægt að fá bara boddíið og setja innvols úr einhverju allt öðru þarna. Ég vitna aftur í heimasíðuna: "It’s now feasible to build a ’69 Camaro without a single GM part" Og þetta mun ekkert nauðsynlega kosta neitt meira en nýr bíll.

Ef peningarnir eru eitthvað byrjaðir að þvælast fyrir manni er alltaf hægt að fá sér Bugatti, nú eða Cord, framleiddan bara áðan. Svona Cord myndi kosta $75.000, eða um 12 millur hingað kominn, sem er minna en Landcuiser, en svo miklu flottari bíll. Ég meina, lítur einhver við ef hann sér Landcruiser?



Cord.

Fyrir enn meiri pening, eða um 30 millur, er hægt að fá 1955 eða 57 Bel Air. Nýjan. Sem er allt of mikið fyrir hvaða bíl sem er.

þriðjudagur, september 02, 2008

Dagur 182 ár 4 (dagur 1642, færzla nr. 710):

Það var mollu hiti í dag. Og reyndar núna.

Hvað um það. Nú er ég að reyna að skrifa á þessa fjandans tölvu. Þetta Apple crap. Það er svo lélegt á þessu lyklaorðið að ég á ekki orð. Og á erfitt með að skrifa orð líka.

1: Það er búið að víxla Z takkanum og Y takkanum. Meikar sens? Svo er ö þar sem ð er, é í stað æ og margt fleira skemmtilegt.
2: Þó ég ýti á takka, þarf ekkert að vera að það komi stafur. Speisbar virkar ekki nema ég ýti vel og lengi á hann. Sem þýðir að ég er svona tvöfalt lengur að skrifa á þetta en venjulegt takkaborð. Ég þarf að fara til baka í hverri einustu setningu til að BÆTA VIÐ stöfum sem nenntu ekki að koma i fyrstu yfirferð.
3: Það er óergónómískt og ljótt.

Ég botna ekkert í þessu.

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Dagur 177 ár 4 (dagur 1637, færzla nr. 709):

Mikið andskoti er búið að gera mikið úr þessu handboltaliði. Af hverju er þetta ekki gert oftar? Þeir hefðu til dæmis geta farið með Völu stangastökkvara í blómapramma nokkra hringi um tjörnina hér um árið, þegar hún kom með medalíu. Af hverju var það ekki gert?

Svo fengu þeir fálkaorðuna. Sem er alveg gott og blessað - en: sú orða er orðin nokkuð merkingarlaus. Sjáið bara hverjir hafa verið að fá hana hingað til:

þessir fengu fálkaorðu 17. júní árið 2000:

Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að safnaðarmálum.

Bjarni Guðráðsson, organisti, Nesi í Reykholtsdal, riddarakross fyrir störf að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja.

Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu.

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Herra Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Kristín Möller, Reykjavík, KFUK, riddarakross fyrir kristilegt starf.

Rannveig Fríða Bragadóttir, óperusöngkona, riddarakross fyrir tónlistarstörf.

Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf að sveitastjórnarmálum.

Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðslu og ritstörf.


Hetjulegt. Afar hetjulegt.

Nú verður ekki talað um neitt annað næstu árin en nauðsyn þess að allir læri handbolta, forvarnargildi handbolta, hve handbolti er góður fyrir hægðirnar, og hve góð áhrif handbolti hefur á veðrið. Svo verða lagðir sér-stígar fyrir handboltamenn. Þeir verða við hliðina á stígunum fyrir Íslenska Hestinn.

Talandi um Íslenska Hestinn: einu sinni var verið að tala um að hafa hlöðu í leifsstöð þar sem hægt væri að Geyma nokkra Íslenska Hesta, til að taka á móti þjóðhöfðingum. Þarf ekki nú að koma upp bröggum til að geyma handboltamenn til að taka á móti þjóðhöfðingjum.

Ég sé þetta fyrir mér svona:

Þjóðhöfðingin lendir, og fyrst heilsar hann forsetanum, svo ráðherrunum, svo klappar hann Íslenska Hestinum, svo hittir hann handboltamennina, komplett með orðum, svo legg ég til að hann fái sé einn öllara með Forsetanum, og svo... getur hann farið með limmó í næsta kokteilpartí.

Eða þeir geta sameinað þetta:

Þjóðhöfðinginn getur farið úr KEF sitjandi á Íslenskum Hesti, með Íslenska Landsliðinu í Handbolta, líka sitjandi á Íslenskum Hestum, veifandi fánum.

"Við gerum Okkar besta*" verður gert að þjóðsöng, svo losum við okkur við þennan upphlut og allt það drasl, og tökum upp handboltagallann sem íslenska þjóðbúninginn. Það er aðeins öðruvísi silfur á þeim, en hey...

*Fyrir kaldhæðni örlaganna, þá segir í textanum: við gerum okkar besta, en aðeins betur en það er það sem þarf. Hmm... Ja, það er betra en þetta helvítis lifandi dauða blóm.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Dagur 169 ár 4 (dagur 169, færzla nr. 708):

Það var eitthvað bug-fix í gangi þann 14. Það útskýrir ýmislegt...

***

Mikið hefur það vafist fyrir mér þetta smá-stríð þarna í Georgíu. Við fyrstu sýn virtust Georgíumenn hafa einhvernvegin kallað þetta allt yfir sig - en það er ekki alveg svo einfalt. Þetta var allt aðeins of heimskulegt.



BMP3

Skoðum þetta nánar:

Þarna er Georgía, land sunnan við Rússland, nýsloppið úr Sovétríkjunum. Í því er Suður Ossetía, sem er syðri hluti Ossetíu sem slíkrar, sem er eins og tímaglas í laginu, og liggur mittið á einhverjum fjallgarði þarna, og helmingur "landsins" í Rússlandi. Sem er óheppilegt.

Georgíumenn vilja ekkert koma nálægt rússum, og Ossetíumenn vilja helst vera í eigin landi, en ekki einhverjar sýslur í öðrum löndum, en til vara þætti þeim flott að vera í Rússlandi.

Og Rússum líkar alls ekkert við þetta NATO brölt Georgíumanna, enda NATO á góðri leið með að blokkera þá frá evrópu - NATO er í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, hér og þar. Svo myndi Georgía fara í það batterí, og er þá að umkringja Svartahafið. Rússum er annt um Svartahafið.

Og Rússum er ekkert ofur-vel við NATO, það er nú vondi kallinn síðan... ja, frá því NATO varð til, eiginlega. Það var jú tilgangurinn með NATO var það ekki?



BMP2 (er til sölu ef einhver hefur áhuga)

Fannst ykkur ekki Rússarnir fljótir að taka við sér þegar þeir voru beðnir um hjálp? Mér fannst það.

Svo kemur Abkasía inn í þetta einhvernvegin. Sennilega eins. Mig eiginlega skortir upplýsingar um það mál allt, og nenni ekki mjög mikið að tékka.

Í gegnum Georgíu liggur afar mikilvæg olíuleiðzla. Gleymum henni ekki.

Hvað um það, einhverjir þrjótar í Ossetíu voru að föndra við það að skjóta á hitt og þetta, með fallbyssum, segja sumir. (Sem myndi útskýra skriðdrekana.) Og Georgíumenn brugðust við því. Þá var þetta enn innanríkismál.

Hvað um það, Georgíumenn æða inn í... ekkert í rauninni, þeir fóru aldrei út úr eigin landi, Ossetía er enn í Georgíu, er það ekki? Hún var það þá. Þeir eru enn að rífast um þetta landamerkjamál sitt.

Og hvað gera Ossetar þegar það á aðeins að taka í þá fyrir óknyttina? Jú, þeir hringja í Rússa, sem eru í startholunum, og koma æðandi á APCunum sínum og þyrlunum, og bara keyra yfir Georgíumenn. (Horfið á þetta í fréttunum - segið mér ef þið sjáið skriðdreka einhversstaðar, ég hef séð voða mikið af personnel carrierum, (BMP1, 2 & 3) en man ekki eftir einum skriðdreka - nema þessi brunnu hræ fyrstu dagana.) Það er búið að fara yfir það allt í fréttum - Rússar eru með um það bil 100X meiri herafla en Georgíumenn, og það er bara við þessi landamæri. (Hmm.)

Þetta mál er farið að líta út fyrir mér svona eins og ef Austur-Skaftafellssýsla myndi lýsa yfir sjálfstæði, og einhverjir pjakkar færu að plaffa eitthvað með kindabyssum, og Sérsveitin mætir, og þá hringja austur-skaftfellingar bara í Norðmenn...

Hvað um það. Þessu kalli eru Rússar búnir að vera að bíða eftir, ljóslega. Þeir mæta nánast strax með fullt af liði (í APC farartækjum) - aðeins of fljótt finnst mér - og þá byrjar ballið.

Inn á milli er öskrað "Þjóðarmorð!" "Innrás!" & "Hugsið um börnin!" og við fáum eilítið kómíska mynd af gamalli kellingu sitjandi í logandi rústum á forsíðu moggans. Ef sú mynd var ekki sviðsett eru gjöreyðingavopnin hans Saddams raunveruleg.

Og nú eru Rússar út um alla Georgíu. Með olíuleiðzlu. Þeir fara ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þeir séu ögn pirraðir á hvað NATO nálgast þá mikið úr öllum áttum. Svona eins og í Risk...

Já, það er alltaf áhugavert þegar önnur lönd koma inn í innanríkisdeilur.

Ég sé ekki fyrir mér að NATO vilji snerta þetta mál of mikið - eða hafi efni á því. Þetta er fullkomlega tímasett hjá þeim, þeir mega eiga það. Að ryðjast svona inn áður en landið kemst í NATO.

Fer Ossetía þá í Rússland? Er það mjög sniðugt... fyrir Rússa? Ja, þeir eru sennilega skárri en þetta lið sem Kaninn finnur hjá sér þörf að sitja yfir.

föstudagur, ágúst 15, 2008

Dagur 164 ár 4 (dagur 1624, færzla nr. 707):

Tóti & Jón eru nú orðnir verulega pirraðir á mér. Þeir hafa prentað út síðustu færzlu (hér fyrir neðan) og veifuðu henni framan í mig í morgun, hótandi því að kvarta undan mér til FÍ. Sem ég skoraði á þá að gera.

Gangi þeim vel með það.

Lát oss sjá... þar sem þeir hafa að minnsta kosti gert sér grein fyrir því að ég hef að öllu leiti rétt fyrir mér, en þeir ekki, hafa þeir bara eitt á mig:

Að ég hafi verið að skrifa þetta á vinnutíma. Nú, klukkan hér að neðan sýnir tíma.

Og hvernig hyggst ég snúa mig út úr því?

Hmm... nú er úr vöndu að ráða. Hvort á ég að hlæja að þeim núna, eða eftir að þeir hafa kvartað til FÍ?

Mig klæjar í fingurnar að fá að útskýra fyrir þeim hvernig þetta plott þeirra virkar ekki. Á hinn bóginn, þá er örugglega mjög gaman fyrir mig að heyra hvernig... - en ég get ekki sagt það ef það á að vera leyndó.

Hint: það er fylgst með tölvunotkun á vellinum.
Annað hint: sjáið tímasetninguna?

Ég man eftir því að hafa still þetta á UTC/Zulu þegar ég byrjaði. Þetta er Hong-Kong tími. Sem ég stillti inn á viljandi til að sýna frammá svolítið. Af hverju? Pass. Af einhverjum orsökum var klukkan röng í gær, svo munaði 45 mínútum. Nú er hún 7:36. Úrið mitt segir 11:43. Hvað segir þín klukka?

Tóti & Jón: hvað ætliði að gera?

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Dagur 163 ár 4 (dagur 1623, færzla nr. 706):

Og þá hefur Tóti Rafvirki blandað sér í rifrildið. Í tilefni af því rifrildi (nota bene, ekki rökræðum eða samtali, rifrildi,) þá fann ég hjá mér hvöt til að athuga hvort það væru ekki örugglega 7 bæjarfulltrúar.

Svo reyndist vera. Það er þó rétt hjá þeim. Þessi stutta leit færði mér líka upplýsingarnar sem ég var að leita að:

6. gr.
Meðal verkefna bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar er:

1. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir , kjósa skoðunarmenn til þess að yfirfara ársreikninga bæjarins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá bænum.
2. Að setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
3. Að stjórna fjármálum bæjarins, stofnana hans og fyrirtækja, skv. ,VI. kafla sveitarstjórnarlaga sbr. og VI. kafla samþykktar þessarar. ,
4. Að ákveða stjórnkerfi bæjarins og ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bænum.


Þetta fannst Jóni erfitt að segja. Og ég fæ ekki séð að það þurfi meira en 3 gaura til að standa í þessu. Eða svo marga.

Hvað þarf til dæmis margar nefndir, ráð og stjórnir?
Það er vissulega þörf á aðilum til að fara yfir ársreikningana, en því ekki halda útboð? PriceWaterHouseCoopers gæti keppt við Deloitte og KPMG um hnossið. Hægt væri að ráða tvo og sjá hvort þeir komast að sömu niðurstöðu.

Þetta er allt vinnandi vegur fyrir einn mann, sýnist mér.

Tóta var tíðrætt um að það væri svo lýðræðislegt að hafa svona marga bæjarfulltrúa.

Hvernig? Jú, þeir væru allir kosnir.

Sko, lýðræði hefur ekkert með fjölda stjórnenda að gera. (Við skulum ekki ræða of mikið um mótmæli þín og Jóns um að konungar Danmerkur og Noregs hafi ekki verið kosnir, þeir voru víst kosnir, og það af Jörlunum sem áttu að vera undir þeim. Hvað voruð þið tveir tossar eiginlega að gera í Barnaskóla?)

Lýðræði gengur út á að fólk velji hvað það vill að gangi yfir sig. Og þá er ég ekkert að meina að allt fólkið ráði, bara þeir sem nenna að kjósa.

Það er beint lýðræði þegar fólk kýs lög yfir sig milliliðalaust - svoleiðis var gert í Aþenu, eins og frægt og gleymt er orðið, og er gert í Sviss. Ámóta stór hluti af Grikkjum kaus og kýs nú af Svisslendingum, en af mismunandi ástæðum.

Við hér á vesturlöndum höfum fulltrúalýðræði, sem gengur út á það að við, fólkið, fáum að kjósa þann sem er minnst ósammála okkur.

Sem er slæmt ef maður er ekki annað hvort fasisti eða kommúnisti.

Sumir vilja meina að það sé stór munur á þessum tveimur stefnum.

Því hefur verið haldið fram að það sé enginn munur, og það rökstutt ítarlega í bók sem allir hafa heyrt um en fæstir lesið. Verið ein af hinum fáu. Ég skora á ykkur.

En það er munur: Fasisti er bara kommúnisti með pening.

Hvað um það. Eina skilyrði þess að það sé lýðræði er að einhver, amk einn, mæti og kjósi milli helst tveggja kosta.

Venjulega er ekki tekið mark á kosningum nema visst hlutfall af þýðinu mæti, misjaft eftir svæðum. Í Sviss þurfa 50.000 manns að skrifa undir ef þeir vilja kjósa um eitthvað sem löggjafinn hefur hent í þá óforspurða. Má þá gera ráð fyrir að þeir vilji sæmilega mætingu á þetta.

Það er alveg jafn lýðræðislegt ef þýðið kýs einn mann af tveimur, einn mann af 200 eða 20 menn af 21. Það eina sem þarf til að það sé lýðræði er að lýðurinn kjósi.

Kosningar eru svosem engin trygging fyrir lýðræði - sjá Dönsku Jarlana sem Tóti og Jón vita ekkert um.

Og lýðræði er ekkert trygging fyrir því að "rödd almúgans" Fái eitthvað að heyrast. Samanber Grikkirnir. Þeir leyfðu ekkert hverjum sem er að kjósa.

Ef almúginn vill stjórna, þá á hann að kjósa. Ef þeir vilja meira lýðræði, kjósið þá oftar. Nema hann kjósi anarkí, sem er nákvæmlega ekki það sem fólk upp til hópa vill.

***

Næst nenni ég ekki að spyrja kaffibrúsakallana, heldur fer beint á netið að tékka.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Dagur 162 ár 4 (dagur 1622, færzla nr. 705):

Alltaf jafn gaman að tala við fólk sem getur ekki bara sagt frasann: "ég veit það ekki." Það er alltaf jafn óupplýsandi. Amma kann þann frasa ekki, oft með skoplegum afleiðingum.

Áðan var ég að spyrja Jón í Geisla hvað þessir 7 gaurar í bæjarstjórn gera. Og viti menn, í stað þess að segja bara "ég veit það ekki," spurði hann mig hvað ég geri, hvað Bragi gerir, hve langt Sólin er frá jörðu og fór svo að telja upp litlu einingarnar innan bæjarins sem er öllum opereitað af aðilum sem eru ekkert í bæjarstjórn.

Jæja... ég veit þó að að eru 7 gaurar í bæjarstjórn.

Af hverju fer fólk líka alltaf að röfla um eitthvað annað þegar ég spyr einhvers, eða segi eitthvað?

Ég sagði einu sinni við pabba að það væri ekkert mál að reisa einn eða tvo veggi. Og hvað segir hann? Jú, hann fer að röfla í löngu máli um hve flókið mál er að einangra þak! Man ekki betur en Kristín hafi tekið þátt í því þusi, með einhverri tölu um reglugerðir bæjarins um hvernig þök skuli vera á litinn.

Einn af þessum 7 gaurum er víst yfir því.

Og þetta er alltaf svona: maður spyr, og í staðinn fyrir hreinskilið svar þá kemur röfl um eitthvað allt annað. Maður segir eitthvað, og þá er einhverju sem maður sagði bara ekkert mótmælt! Það er ekki einusinni alltaf reynt að búa til strá-mann, það er bara röflað.

Svo er fólk að segja að Reynir Helgi sé furðulegur! Ef maður spyr hann um útvörp þá segir hann manni þó frá útvörpum, en fer ekki að blaðra um einhverja báta í Færeyjum.

laugardagur, ágúst 09, 2008

Dagur 158 ár 4 (dagur 1618, færzla nr. 704):

Kvikmynd Kvöldsins:



Þar sem Gay Pride er í gangi datt mér í hug að hvolfa þessari vitleysu yfir ykkur: Bloody Pit of Horror, frá 1965.

Það er mjög hómóerótísk mynd. Og líka mjög asnaleg mynd. Og fyndin.

Tónlystin verður mjög pirrandi eftir svona korter, en á sama tíma verður myndefnið súrrealískara.

Það má búa til drykkjuleik úr henni: setjið hana bara í gang, og veljið hvort þið viljið taka sjúss frekar þegar einhver segir "Crimson Executioner," eða "My Perfect body." Það er ekki ráðlegt að taka sjúss í hvert skift sem annar hvor af þessum frösum kemur, því það er ávísun á bráðavaktina.

Reynið svo að velta ekki of langt þegar gæinn fer í stuttbuxurnar og makar á sig olíu. (Já, hann röflar mikið um hve fullkominn líkama hann er með á meðan.)

Tilvitnanir: "Mankind is made up of inferior creatures, spiritually and physically deformed, who would have corrupted the harmony of my perfect body."
"The Crimson Executioner has invented the cold water torture for people such as you!"

Þetta er allt svona.

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Dagur 156 ár 4 (dagur 1616, færzla nr. 703):



Tími fyrir afslöppun.

Það er búið að vera ekkert nema hamagangur núna samfleitt alla vikuna, jafnvel lengur. Eftir það er gott að lyggja kjur og gera ekkert.

Það var gaman að þessu.

Einhver gæi auglýsti ferðir með hraðbát til Eyja. Í auglýsingunni var ekki gert ljóst nákvæmlega hvar hann lenti bátnum, sem orsakaði vandræði.

Þetta er allt sandur, það eru engin kennileiti þarna neinstaðar.

Ef maður ætlar að vera með svona, þá er gott að segja *hvar* maður hefur aðstöðu, svo þeir sem eru nógu ævintýragjarnir finni mann. Reisa flagg eða eitthvað.

Hátíðin sjálf fór fram á aðeins siðmenntaðari hátt en venjulega, fannst mér.

Kannski hafa uppvöðzluseggir ekki lengur efni á að koma til Eyja? Eða nokkuð?

Kannski er lögreglan byrjuð að bösta þessa gaura fyrir hátíðar. Sem er í sjálfu sér lítill vandi; bara finna einhverja ástæðu til að senda sérsveitina í heimsókn. (Því það þarf líka að nota sérsveitina, til að fólk fari ekki að halda að hún sé upp á punt, þó það sé reyndar málið.) Þeir eiga alltaf til lítilræði af dópi, og jafnvel smá þýfi. Svo er bara að setja þá í gæzluvarðhald í tvær vikur.

Málið leyst.

Kannski er það málið?

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Dagur 148 ár 4 (dagur 1608, færzla nr. 702):

Ógnvænleg frétt blasti við mér á forsíðu fréttablaðsins í morgun, þess efnis að stórhættuleg risahvönn æddi um götur Reykjavíkur og biti fólk. Kalla þurfti sérsveit lögreglu á svæðið, en allt fyrir ekkert:

Sérsveitin sveiflaði sér ofan af þaki og inn um glugga, henti nokkrum reyksprengjum og laumaðist fyrir vegg, en var þá ambúshuð af risahvönninni, sem spjó eitri og ofnæmisvaldandi frjói í vit þeirra.

Sem þýðir það að hryðjuverkaógnin hefur greiðari aðgang að ríkiskassanum en áður.

Allt í lagi, ég nennti ekki að lesa alla fréttina. Bara fyrirsögnina. Ég meina: þetta er hvönn! Hve hættuleg getur hún verið? Þetta er planta! Planta!

Næst ætla þessir asnar að segja okkur að Lúpínan sé að plotta eitthvað.

laugardagur, júlí 26, 2008

Dagur 144 ár 4 (dagur 1604, færzla nr. 701):



Smá listræn tjáning í gangi; ég held ég kalli þessa mynd: Kvöldverður fyrir Norðan.

mánudagur, júlí 21, 2008

Dagur 139 ár 4 (dagur 1599, færzla nr. 700):

Þá er komið að því að skrifa eitthvað sniðugt. Eitthvað sem leiðir hugann frá því að við erum öll umkringd hálfvitum. Hálfvitum sem segja okkur að við verðum að hætta að keyra því þá deyji fallegu selkóparnir. Hálfvitum sem halda því fram að álbræðzlurnar standi í vopnaframleiðzu (sem væri óskandi, reyndar), og séu að auki í því að kála smábörnum í Úganda og víðar.

***

Það er ekki lengur hákarlavika og skriðdrekavika til skiftis á Discovery-rásinni. Ég man þegar það var alltaf. Svo endrum og eins var einhverskonar önnur meindýravika, eða gjöreyðingarvopnavika, svona til að hafa smá tilbreytingu.

Og nú er Póker rás líka.

Hverskonar áhorfendasport er það? Spil? Svo sitja nokkrir menn við borð, kjurir. Og svo sitja þeir smá meira. Svo er súmmað á andlitið á þeim til skiftis. Svo er súmmað á hendurnar á þeim, handandi á spilum. Svo gægjast þeir á spilin.

Fokkin' aksjón!

Það þarf eitthvað að tjúna þetta sport. Það er minna spennandi en stara. Hvernig væri:

Combat-póker!

Það gætu verið mismunadi útgáfur:

Box póker - menn spila með boxhandska. Svo lýkur spilinu þegar einn af spilurunum ákveður að leggja til atlögu, og allir rotast nema einn.
Kung-fú póker - allir leitast til að sjá spil andstæðinganna með því að berja þá.
Wild Bill Póker - virkar eðlilega fyrst um sinn, nema allir eru með Colt Peacemaker í hulstri á mjöðminni. Svo, þegar á dregur magnast spennan, því sá sem vinnur spilið þarf að vera fljótari að draga hólkinn, miða og skjóta en sá sem vinnur næstum. Að auki gæti horft til vandræða á öðrum púntum. Sá vinnur sem er uppistandandi, hvort heldur sem sá sem vann spilið eða sá sem var fljótari að hitta eitthvað.
Flaming poker - keppendur leitast við að stinga hvorn annan með glóandi arin-græjum.

***

Kunningi minn benti mér á Anime, sem einhverja sérlega skemmtun. Allt í lagi, ég kíkti á það.

Sko, þetta er allt Pókemon. Nema blóðugt, eða á einhvern hátt afbrigðilegt. Sem þarf ekkert nauðsynlega að vera gott.

Sá um daginn einhvern andskota sem hét "Naruto". Það fjallaði um tvo gaura sem stóðu hvor á móti öðrum og horfðu hvor á annan milli þess sem þeir rifjuðu upp afar sápuóperulega atburði úr fortíðinni og hreyttu ónotum hvor í annan. Svo reyndi annar að höggva hinn með risastórum ostahníf.

Þið vitið hvernig þetta er. Kyrrmyndir, til að spara. Línur, til að sýna hraða. Fullt af kinky liði með allt of stór augu.

Fokking skerí.

Þetta ku handa áfram í 200+ þætti. Japanskar teiknimyndaseríur eru alltaf lágmark 100 þættir, virðist vera. Það gerir það að fráhrindandi hugmynd að byrja að horfa á eitthvað af þessu. Maður bara veit að lopinn verður teygður með einhverjum grettum andlitum, línum og guð veit hverju.

Jafnvel virkilega góðar seríur eru fljótar að súrna. Karíókí-senan í byrjun hjálpar ekki. Og það er alltaf karíókí. Með texta. Og þetta er oftast vond músík. Júróvisjón músík.

Já. Það eru teiknimyndir þarna úti, fullt af þeim, sem fjalla um aflimanir og blóðsúthellingar, og það er karíókí í upphafinu og endinum á þeim.

"Death Note" serían er áhugaverð að þessu leiti. Það er voða langt og óviðeigandi karíóki-lag í byrjuninni og endinum. Svo, þegar serían er um það bil hálfnuð er skift um lag. Það verður enn meira óviðeigandi.

Þættirnir fjalla um einhvern peyja sem finnur stílabók dauðans. Bókstaflega. Og þetta byrjar allt voða vel, byggir upp meiri spennu en teiknimynd hefur nokkurn rétt til að gera. Sem endist í svona 6-10 þætti. Þá kemur pókemon-stelpa með skræka rödd og skemmir effectinn. Þar til þeir byrja að pynta pókemon stelpuna. Í nokkra mánuði.

Allt fullt af kyrrmyndum, en lítið af línum, enda ferðast enginn hratt yfir. Fyrir utan einstaka bófa sem dettur ofan af húsþaki. Þeir fá samt engar línur. Svo er lítið um blóðsúthellingar. Mikið um dauða, en lítið af blóði - þar til akkúrat í endinum.

Það er alveg sama hvað þeir gera, þessir japanir, ef það er teiknimynd, þá kemur pókemon. Skrækt pókemon.

Ef þið viljið sjá skræk pókemon kála hvort öðru, horfið þá frekar á Happy tree friends. Það er það sama og anime, nema engar langar pásur og engar línur.

***

Fékk hamborgara um daginn. Var í svona kit-formi. Hamborgara-kit. Það fyldi barbíkjú sósa, beikon og ostur. Sem ég held reyndar að hafi verið búinn til úr plasti. PVC eða eitthvað svoleiðis.

BBQ sósa lætur allt bragðast eins og aska. Svo hér er þumalputtaregla dagsins:

Ef þú ert búinn með BBQ sósuna þína, en vilt samt fá þetta BBQ bragð: brenndu bara hamborgarann aðeins við. Sama bragð. Eða, ef þú vilt borða hamborgarann hráan, myldu kol yfir hann.

***

Í hvert skifti sem þú skrifar blogg þá kemur selkópur, nauðgar barni í Darfúr og fremur svo sjálfsmorð með handsprengju framleiddri af Alcóa.