fimmtudagur, maí 29, 2008

Dagur 86 ár 4 (dagur 1546, færzla nr. 687):

Nú segja þeir að húsnæðisverð í Borg Óttans sé að lækka. Sem er gott, það var, og er reyndar enn of hátt.

En auðvitað er til viss hópur sem fer í fílu út af því: braskarar og fasteignasalar.

Þegar allt var að hækka, vegna þess að fólk virðist upp til hópa hafa sturlast, þá gerðust svo margir fasteignasalar. Nú, þegar þeir eru farnir að tapa, vegna þess að svo lítið selst, aðallega vegna þess að enginn hefur efni á þessu, eða hefur efni en vill stærra og er ekki til í að borga einbýlishúsaverð fyrir kústaskáp - þó sá skápur sé í vogunum, þá eru þeir ekki sáttir. Og þeir æða í fjölmiðla og barma sér, segja að himnarnir séu að hrynja.

Og hvað gerir maður þegar himnarnir taka upp á því að hrynja? Nú, samkvæmt þeim sem eru alltaf að tjá sig í fjölmiðlum eru þrjár lausnir á því vandamáli: að hækka vextina, að taka upp evru og að ganga í EB.

En það er einmitt lausn allra sem birtast í fjölmiðlum á öllu.

***

Á Akranesi var svo verið að taka við einhverju palestínufólki. Það fór í húsnæði sem búið var að lofa öðru fólki. Hvernig líst þeim á það, sem eru kannski búnir að vera á biðlista í ár, að einhverjir eru fluttir inn frá útlöndum til að vera á undan þeim á biðlistanum?

Allt er þetta eitthvert stönt hjá Ríkinu til að sýna að við eigum heima í Öryggisráðinu.

Það tekur enginn eftir þessum augljósu vanköntum á málinu. Neibb.

sunnudagur, maí 25, 2008

Dagur 82 ár 4 (dagur 1542, færzla nr. 686):

Þetta kívanis-lið eru miklir skaðvaldar. Setjandu upp umferðarljós hægri vinstri. Þetta er plott, er ég viss um. Það á að gera eyjar alveg eins og borg Óttans: 101 Vestmannaeyjar.

Já, ljósin eru bara fyrsta skrefið. Næst verða það stöðumælar. Svo verða göturnar þrengdar til að koma fyrir hjólreiðastígum sem enginn notar, og það verður komið á strætó kerfi. Sem enginn notar.

Einstefnugötum verður fjölgað, og þeim breytt á 6 mánaða fresti.

Næst verður einu húsi af hverjum 15 eða svo lokað og þau öll spreyjuð með kryptískum táknum, og rónar sér-innfluttir fra RKV til að sofa þar.

Lokaskrefið verður þegar hraðbraut verður lögð út í Stórhöfða, með 4 akreinum báðar leiðir, og svona 40 stoppum með umferðarljósum á leiðinni, bara af því, og með því mun fylgja fólk sem heimtar að þessi hraðbraut verði sett í stokk, svo hún trufli síður alla hjólreiðamennina.

Ég er ekkert hrifinn af umferðarljósum.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Dagur 78 ár 4 (dagur 1538, færzla nr. 685):

Það er búið að smíða ógurleg bákn víðast hvar um eyjuna. Eitthvaðstórt grátt úti á eiði. Það lítur út eins og eitt af þessum nýju einbýlishúsum sem eru svo vinsæl í Borg Óttans.

Svo eru þessir rauðu tankar. Hvað á að vera í þeim? Bjór, vona ég. Ekki veitti af.

Og svo er þessi kassi við Fótó, móti Lanternu og Sparisjóðnum. Þeir eru ekki búnir með þakið ennþá. Kannske verður fjórða hæðin. Eða turn. Hvernig væri það? Eða svona gróðurhús eins og ofaná Drífanda?

***

Allir virðast vilja taka upp evru nú til dags, eða ganga í EB, eða bæði helst. Og ég hef verið að hugsa: er það það eina sem hægt er að ganga í? EB?

Nei, ég held að það sé hægt að ganga í fullt af öðrum samböndum.

Við gætum til dæmis gengið í USA. Við gætum verið nýtt fylki, eða verið bara hluti af öðru. Einhver stakk upp á Nevada. Ég hugsa að nærtækara væri að gerast partur af einhverju sem er nær, til dæmis Nýja England eða Vermont.

Það er miklu betra en EB. Miklu frjálsari efnahagur, lægri skattar og allt. Ódýrara bensín... Auðvitað eru fórnir - til dæmis eru PC rugludallarnir þar jafnvel öflugri en PC rugludallarnir hér. Það er einhver hernaður í gangi í mið-austurlöndum sem kostar morð fjár - ekki eins mikið og öll þessi sendiráð sem við rekum, en alveg nóg fyrir því. Það gæti myndast svertingjahverfi, þangað sem allir atvinnuleysingjar landsins flytja, öryrkjar og slíkt lið, og verður terroriserað stanslaust af gengjum. Og Olíufélögin færu öll á hausinn þegar þau gætu ekki stöðvað þau amerísku. Jafnvel Bónus fengi samkeppni. Sem væri ekki svo slæmt.

Matur er ódýrari í USA en í EB.

Plúsarnir yrðu að þá væri hægt að starfrækja svona drive through áfengisbúð, hægt væri að kaupa haglabyssu í Nóatúni og ammó í Bónus. Dollarinn fer lækkandi, sem er bara gott fyrir útflutning.

Eða, við gætum sótt um aðild að Argentínu - datt mér í hug. Þá þurfum við ekkert landbúnað. Argentínumenn offramleiða hágæða nautakjöt, sem við gætum fengið margfalt ódýrara en við fáum nú. Argentínumenn framleiða líka bíla, skilst mér. Gott ef þeir ganga ekki á brennivíni. Það gæti minnkað viðskiftahallann nokkuð.

Hvað sem menn ganga í, þá held ég að ef við göngum til liðs við eitthvað af þessu, hvort sem það er Nevada, EB eða Argentína, þá samtímis leggjum við Alþingi af. Því hvað á það að gera ef landinu er stjórnað að utan? Ekkert! Þeir geta bara flutt inn í negrahverfið og látið skjóta á sig, enda víst yfirlístir öryrkjar fyrir ofan háls, allt saman.

Raunhæfast, samt, miðað við hlutina eins og þeir eru, væri Ríkisstjórnin alveg til í að ganga til liðs við Lýbíu, N-Kóreu og Búrma. Akkúrat það sem þeir vilja vera.

sunnudagur, maí 18, 2008

Dagur 75 ár 4 (dagur 1535, færzla nr. 684):

Daginn áður en ég fór af stað, benti einn vinnufélaginn mér á að glápa á einhverjar teiknimyndir. Gaf mér linka inn á svæði þar sem þær væri að finna.

Ég vissi svosem fyrir að þetta anime-stöff væri skrítið. Og að miklu leiti slæmt, sbr Pokemon, og þessir ferlegu júgó-ó, eða hvaðettanúheitir. Ekkern nema litlir kallar með stóra hausa og ennþá stærri hárgreiðzlur að æpa á hvern annan og kasta rottum.

Svo var fótboltaþátturinn þarna, þar sem völlurinn var svo stór að markið var handan sjóndeildarhringsins, og það tók 4 mánuði að hlaupa þangað. Á meðan það stóð yfir varð allt fjólublátt. Og þetta var sýnt in real time. Fokking langur þáttur þar á ferð.

Ekki mjög aðlaðandi.

Eða þú gætir skoðað Afro Samurai. Sem fjallar um mann sem er að leita að hárbandi. Því hann er með mjög stórt hár. Og það eru miðaldir, en samt er fullt af vélmennum hlaupandu um. Og gott GSM samband allstaðar. Þetta eru blóðugustu teiknimyndaþættir sem ég hef séð. Og blóðugustu sjónvarpsþættirnir...

Og allan tímann er ekki einni einustu rottu kastað.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Dagur 72 ár 4 (dagur 1532, færzla nr. 683):

Á leið til eyja aftur. Sem er ágætt. Og hvað geri ég þar?

***

Var að prófa einn af nýju bílunum. Fólksvagen... eitthvað. Stór bíll. Jafn stór og Transit, bara, ja, betur smíðaður. Og allt er lítillega betur staðsett. Það var svosem ekkert voða rétt staðsett í Transit.

Það voru þægilegri sæti, engar beyglur á toppnum, ekkert salat í geymsluhólfinu í hurðinni, lágværari vél, útvarp sem virkar, gírkassi sem virkar - með 6 gírum - svipaðir aksturseiginleikar. Transit hefur mjög góða aksturseiginleika reyndar. Liggur eins og klessa. Ef ég væri ekki með allt þetta dót afturí alltaf myndi ég ekkert vera að hægja á mér fyrir beygjur.

Já. Ef það verður ekki búið að skemma gírkassann þegar ég kem aftur í haust, þá er þetta betri bíll. Þessi 3-4 ára prammi sem ég hef verið að keyra er að molna í sundur.

Það þarf að venjast gírkassanum, og maður sér ekki jafn vel út, en það jafnar sig allt.

Djöfull er þetta líka hár bíll. Maður þarf að klifra upp í hann.



Skárri en Transit.

mánudagur, maí 12, 2008

Dagur 69 ár 4 (dagur 1529, færzla nr. 682):

Um daginn heyrði ég í fréttum að einn trukkur eyddi upp veginum eins og 9.000 venjulegir fólksbílar. Og hvað er skilgreint sem venjulegur fólksbíll af þeim sem mæla slíka hluti? Jú, venjulegur fólksbíll er 1800 kíló.

Hverskonar bíll er 1800 kíló?



Toyota Avensis 2008 módel er 1280-1350 kíló. Ég sem hélt að sá bíll væri nokkuð normal. Greinilega ekki. Mælingamenn eru ekki á því að menn aki um á svona smábílum. Jafnvel með ökumanni væri bíllinn undir 1400 kílóum. Cherokee er undir 1400 kílóum.

Svo við skulum leita betur:



1975 módel AMC Matador með 360 V-8 er svona 1650-1700 kíló.



1968 Ford Torino er eitthvað svipað. svona 1600 kíló.



1985 Chevy Caprice ar 1750 kiló.

Hmm...



Ah! Cadillac Fleetwood Brougham! 1928 kíló! Það myndi vera alveg fullkomlega venjulegur bíll þá?

Eða þessi: Bens 500 4matic?



Nei. það er ekkert normalt við þennan bíl, þó hann sé vissulega 1800 kíló. Það framleiðir enginn venjulega bíla lengur sem eru 1800 kíló. Ég veit reyndar ekki til þess að það hafi nokkurntíma verið gert. Þegar bíllinn er kominn eitthvað yfir 1500 kíló er hann orðinn nokkuð afbrigðilegur, jafnvel nú, með öllum þessum veltigrindum og satt-nöfum og kolefnisjöfnurum og öðru tilgangsalausu drasli sem þjónar ekki þeim tilgangi að annað hvort hreyfa bílinn eða fokking lúkka.

Meira að segja venjulegur amerískur bílll er ekkert svona þungur: Ford Taurus 2008 vegur 1650 kíló, 5 til eða frá.

Nei. Á hvaða plánetu eru þessir pjakkar eiginlega? Og hverskyns bílum keyra þeir þar? Lincoln Town Car?

1800 kíló?

föstudagur, maí 09, 2008

Dagur 66 ár 4 (dagur 1526, færzla nr. 681):

Ég hélt það ætti að skýra krakkann hans Illuga á Hvítasunnunni. Það mun ekki vera rétt - það á að skýra krakkann á morgun. Þá mun vera Laugardagur.

Af hverju voru allir að segja mér að þetta ætti að gerast á Hvítasunnunni?

Þetta fólk...

Ég tók að mér helgarvinnu, með það í huga að þetta partý færi fram á Hvítasunnunni. Ekki á Laugardaginn.

Þið vitið af hverju þetta heitir HvítaSUNNA er það ekki? Því það er SUNNUdagur þá. Allt hitt er bara einhver annar af 364 mögulegum dögum, sem heita eitthvað annað.

Af hverju sagði mér enginn frá þessu?

fimmtudagur, maí 08, 2008

Dagur 65 ár 4 (dagur 1525, færzla nr. 680):

Keypti bjór í gær. Og nú veit ég ekki hvenær ég kemst til að drekka hann. Um helgina. Það er svona þegar maður þarf að lesa annars vegar og keyra hinsvegar...

Zywiec & Paulaner - held ég. En ég er náttúrlega ekki að þvælast með þetta á mér. Það væri fáráðlegt. Um helgina. Yfir sjónvarpinu. Vona að þetta sull sé gott. Það sem bendir helst til þess er að það er ekki danskt.

Það er svosem til alveg þokkalegur danskur bjór - Prins Kristian til dæmis - og Elefant. Ég myndi samt ekki leggja í marga elefant. Það væri bara pain.

Skoða það á eftir.

mánudagur, maí 05, 2008

Dagur 62 ár 4 (dagur 1522, færzla nr. 679):

Mynd vikunnar:



Og þá að allt öðru:

Tími til að hæðast meira að Reva bílnum. Vegna þess að það er farið að selja *góðan* rafbíl.

Hagkvæmnin er nefnilega engin með þessum Rafbíl:

Reva bíllinn kostar ca 2 milljónir. Meira með Dísel-miðstöð. (???)
Citroen C1/Toyota Aygo/Peugeot 107 kosta milli 1.660.000 - 1.720.000.

Munurinn er: 280.000 - 340.000. Það er hægt að fá slatta af bensíni fyrir það. 2.266 lítra, segir vasareiknirinn mér, miðað við verðlag núna. Það er hægt að keyra C1 ansi langt á því, enda eyðir sá bíll vel undir 8 á hundraðið innanbæjar. Það væri jafnvel hægt að keyra í 2-3 ár fyrir þennan pening, ef maður ekur ekkert of langt á dag.

Viðhald:

Rafmótorinn er ekki líklegur til að bila nokkurntíma. Né sé ég frammá að það þurfi mikið að smyrja þetta apparat. Auk þess er hann að miklu leiti úr plasti, svo ryð verður ekki vandamál.

Bensínvélar bila voða lítið núorðið, og PSA mótorinn í C1 er nokkuð góður. Ryð verður líka minna og minna vandamál með tímanum. Það er ekki fyrr en bílar eru beinlínis að gefa upp öndina að það fer að sjá á þeim núorðið.

En: Reva þarf nýjan rafgeynmi á 3 ára fresti. Rafgeymarnir kosta skilst mér aðeins meira en 100.000. Sem gerir lítið úr bensínsparnaði.

Að vísu held ég því enn fram að þetta sé ideal bíll til að vera á í Eyjum. Nema þetta með rafgeymana. Það þarf að redda endingarbetri geymum. Mér skilst að Nikkel kadmíum geymar enduist í kringum 10 ár. Ég leyfi mér að efast um að Reva endist mikið lengur en það, svo með slíkum geymum væri bíllinn heilt unit.

Einhver segi indverjunum þetta.

Öryggi:



Ái.



Ái aftur - en þú munt nást úr bílnum sem ein eining.

Eins og ég sagði: þessi Reva bíll væri fínn í Eyjum. Ég meina, hve hratt ekur maður venjulega þar? Og þeir sem eru að keyra hratt, hverju aka þeir? Ekki Reva, það er ljóst.

Að því, ef það fara að verða margir svona Reva bílar í Eyjum - væru hraðakstursmenn þá til í að glannast uppi á hrauni, eða einhverjum öðrum stöðum þar sem litlar líkur eru á að rakast á einn af þessum bílum?

Hvað um það: