laugardagur, mars 31, 2012

Dagur 24 ár 8 (dagur 2945, færzla nr. 1089)

Ég var að spá...

Á Íslandi er miðgildi launa um það bil 250K. Að meðaltali 370K. (Miðgildi og meðaltal eru ekkert sami hlutirinn, flettið því upp - mean vs. median.)

Fyrir hverja útborgaða krónu fyrir skatt þarf vinnuveitandinn að borga aðra krónu. Sem þýðir að hver verkamaður er í raun að meðaltali 700K virði, þó hann sjái bara 150K af því eftir skatt.

Af *heildinni* fer líklega 80% í skatt. Á endanum. Strax, á launamiðanum er það 40%, plús allt hit.com og allur sá kostanðaur sem vinnuveitandinn þarf að standa straum af, það er meira, því sá kostnaður er meira til kominn vegna ríkisafskifta.

Gefum okkur því, að hver verkamaður skili að meðaltali 590K til ríkisins á hverjum mánuði, sem gerir 7.1 milljón á ári.

Á síðasta áru fluttu 1.404 manns úr landi. Gefum okkur að það séu fjölskildur, og helmingur þeirra séu því meðal-launamenn, eða 700 manns.

Samkvæmt því, þá varð íslenska ríkið á síðasta ári af 4.972.800.000 krónum.

Fimm milljarðar.

Það má fá ýmislegt fyrir þann pening. Til dæmis hálfan banana.

þriðjudagur, mars 27, 2012

Dagur 20 ár 8 (dagur 2941, færzla nr. 1088)

Prófum þetta:



Þetta er semsagt vídjó frá afmælinu hans Guðna.

Ég nennti ekki að hafa uppá Village People fyrir hann, en ég á Kool and the gang. Sem er ekki nálægt því það sama.

föstudagur, mars 23, 2012

Dagur 16 ár 8 (dagur 2937, færzla nr. 1087)

Höfuðstöðvar Írska Yardsins:



Vissi ekki að þetta væri til einu sinni.



Þetta er víst líka til.



Einhverjar brýr á milli húsa. Merkilegt. Aldrei heyrt um þetta.



Niðri í fjöru.



Týpísk London.



"Wicker dog"



Neðanjarðarlesti, íkornar, minnismerki um þræla...

mánudagur, mars 19, 2012

Dagur 12 ár 8 (dagur 2933, færzla nr. 1086)

Fann þetta á youtube fyrir nokkru:



Gott stöff. Hér er önnur:



Önnur, þessi er byggð á "Portal":



Jæja. Hér er ein öðruvísi:

föstudagur, mars 16, 2012

Dagur 9 ár 8 (dagur 2930, færzla nr. 1085)

Undanfarið hef ég tekið eftir því að oftast nær þegar einhver er stunginn svo illilega að það telst fréttnæmt, þá er notaður til þess "veiðihnífur."

Mikið finnst mér það magnað. Mér varð hugsað til þessarar myndar:



Og mér datt í hug að kannski þurfti svona mynd fyrir Íslenska fréttamenn:



Vona að þetta sé hjálplegt.

sunnudagur, mars 11, 2012

Dagur 4 ár 8 (dagur 2925, færzla nr. 1084)

Önnur mynd, tekin einhverntíma.



Það var kannski fulldimmt. En samt fannst mé það ekkert þegar ég tók þessa mynd. Ekki mjög ljósnæm filma, greinilega.



Það er augljóst hvar ég er á þessari mynd:



Þetta er pizza. Augljóslega. Hún var afar ljúffeng.



Þetta er sko dönsk pizza, bökuð af ítölum. Í Köben.



Það var allt vaðandi í þessum fílum.



Sko, þarna er annar.

Og hér er vídjó frá London:



"Einhversstaðar í London"