sunnudagur, apríl 29, 2012

Dagur 52 ár 8 (dagur 304, færzla nr. 1096)
    Fadades kemur skapinu í lag:
        la fureur d'outre-tombe. "Do bat chais..." osfrv. Ég hef ekki grænan grun um hvað þetta allt þýðir, en gaurinn er drepfyndinn.
          Og þetta sem hér kemur á eftir er þungarokkhljómsveit með 12 ára stelpum:
              Það er ekkert í teinu þínu sem þú settir ekki þar sjálfur. Japanir eru svona furðulegir frá náttúrunnar hendi.
                Hér eru svo einhverjir pólverjar:
                    Kunnuglegt... höfum þetta til samanburðar, því þetta er meira normal:

                      þriðjudagur, apríl 24, 2012

                      Dagur 48 ár 8 (dagur 300, færzla nr. 1095)
                        Blackmetal hornið.
                            The Black Satans. "The Satan of hell." Myndbandið er augljóslega epískt meistaraverk.
                                Fadades. ...ég hef ekkert.
                                    Immortal. "Call of the wintermoon." Þetta vídjó er frægt að endemum fyrir að vera það sem það er.
                                        Red Fang. Allt í lagi, þetta er ekki blackmetal. En þetta er fyndið myndband. Svo það fær að fljóta með.

                                        miðvikudagur, apríl 18, 2012

                                        Dagur 42 ár 8 (dagur 294, færzla nr. 1094)

                                        Um daginn heyrði ég oft auglýsingu sem ég skildi ekki alveg. Hún hljómaði nokkurnvegin svona:

                                        "Ef þú vilt gott bragð þegar kemur að appelsínusafa, þá er X safi málið."

                                        Allt í lagi, ég man ekki hvað varan hét. Bara að þetta var appelsínusafi. En skoðum textann nánar:

                                        Hvað meina þeir með "gott bragð?"

                                        Sumir gætu ályktað sem svo að þeir meintu bragð eins og maður finnur með tungunni, en afgangurinn af línunni kastar nokkrum vafa á þá túlkun.

                                        Það virðist nefnilega vanta að minnst kosti eitt orð í línuna. Ég meina: hver eða hvað kemur að appelsínusafanum? Og af hverju?

                                        Er það Jónas úti í bæ? Eða er það kannski tunglið? Eða ég sjálfur? Ekkert hindrar neina af þessum ágiskunum í að vera sú rétta.

                                        Sjá:

                                        "Ef þú vilt gott bragð þegar Jónas kemur að appelsínusafa, þá er X safi málið."

                                        Ja, hvernig bragð er gott bragð þá? Hælkrókur. Það er vissulega bragð. Nú, eða eitthvert töfrabragð. Þá finnst mér meika meiri sens að segja:

                                        "Ef þú vilt gott bragð þegar Jónas kemur að appelsínusafa, þá er málið að draga tíkall út úr eyranu á honum. Hafðu það í huga í framtíðinni."

                                        En kannski er það tunglið?

                                        "Ef þú vilt gott bragð þegar tunglið kemur að appelsínusafa, þá er X safi málið."

                                        Þá vaknar spurningin, hvað appelsínusafinn er að gera í geimnum. Er hann kannski á sporbaug? Mögulegt - ekki líklegt, en maður veit aldrei hvað þetta NASA lið er að gera þarna í geimnum.

                                        Ekki dettur mér neitt bragð í hug við það tækifæri, enda ekki gefið að ég verði neitt var við svona lagað.

                                        Kannski: "Ef þú vilt gott bragð þegar þú kemur að appelsínusafa, þá er hælkrókur málið."

                                        Mér líst vel á það. Verst hversu óvitræn sú setning er - þó hún segi hlutina beinni orðum en sú upprunalega. Hvað kemur þetta bragð málinu við? Hvernig bragð erum við að tala um hérna? Þýðist setningin:

                                        "If you want good taste when comes to orange juice, then X OJ is the matter"
                                        eða:
                                        "If you want a good trick when comes to an orange juice, then X OJ is the language"

                                        Ég bara veit ekki hvað einhver ákveðin tegund af safa sérstaklega kemur aðkomu einhvers að bara hvaða safa sem er við sérstaklega.

                                        Æ ég veit það ekki... þetta batnar ekkert við þýðingu, bara sýnir betur hve furðulega þetta er hugsað.

                                        地獄からの非常識な口の熱狂

                                        mánudagur, apríl 16, 2012

                                        Dagur 40 ár 8 (dagur 2962, færzla nr. 1093)

                                        Þið munið eftir þessu: fyrir alla ADD sjúklingana:



                                        Og hér er lag úr anime þætti:



                                        Úr "Level E." Hljómar alveg eins og íslensk hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir.

                                        mánudagur, apríl 09, 2012

                                        Dagur 33 ár 8 (dagur 2954, færzla nr. 1091)

                                        Gleðilega páska.



                                        Þetta tengist páskunum ekki neitt.

                                        þriðjudagur, apríl 03, 2012

                                        Dagur 27 ár 8 (dagur 2948, færzla nr. 1090)

                                        Kominn tími fyrir Kvikmynd kvöldsins.

                                        Treiler:



                                        The FP.



                                        The Stuff.



                                        Chillerama. Það eru tvö B í þessari kvikmynd.

                                        Og hér er hún: Ninja Terminator.

                                        Þetta er mjög ódýr mynd. Þeir áttu til dæmis bara 3 bíla (teljð þá). Ef það er bíll, þá er það einn af þessum 3.

                                        Svo er gaurinn með hárkolluna. Nei, sjáið bara sjálf, ég ætla ekki að lýsa honum nánar.

                                        Hva um það: plottið er að nokkrar ninjur eru að leita að einhverju kitch skurðgoði. Ninjur eru göldróttar. Ninjur eta teleportað. Ninjur geta sprungið í loft upp. Já.



                                        Ninja Terminator.