sunnudagur, júní 30, 2013

Tokyo - hof fullt af stríðsmynjum

Dagur 118 ár 9 (dagur 3403, færzla nr. 1208)

Höldum áfram:


Þarna var ég.  Veit ekki hvaða dót þetta er.

Garður fullur af allskyns skrýtnu stöffi.


Hof, og nokkur kræklótt tré.  Japanir eru hrifnir af kræklóttum trjám.


Bonzai tré.


Þarna er það, í þessum kassa.


Þetta var frekar löng bygging, full af trjám.  Hvert tré hafði mikið pláss.


Einhver bygging við hliðina á hofinu.  Það eru alltaf minnst tvö hús - eitt svona, og hofið.  Svo eru tvö-þrjú önnur mannvirki sem eru ekki hús.




Ég var þarna.


Snúrur með miðum á.  Algeng sjón við svona hof.


Stríðsminjasafnið.  Í því eru minjar frá öllum styrrjöldum sem Japanir hafa tekið þátt í síðan á Meiji tímanum.  (Þar kemur líka fram, ef maður les milli línanna, að stór ástæða þess að Japanir tóku þátt í seinna stríði var þeirra eigin afturhaldssemi fram að Meiji tímanum.  Önnur er heimsveldisstefnan í Evrópu.)


Fallbyssa.  Riffluð.


Líkneski af bát.  Afar mikilvægur bátur, þetta.


Ég að velta fyrir mér hvað er svo merkilegt við þennan bát.


Mitsubishi Zero.


Ég var þarna.


Lest.  Hvaða staður hefur C í bílnúmerinu?


Zero séð aftan frá.  Venjulega sáu kanar þær frá þessu sjónarhorni.


Vélbyssa úr Zero.  Þetta er eldri týpan, með 60 skota tunnu-magasíni.  Mig vantar svona á húddið á bílnum mínum.


Fallbyssa síðan í seinni heimstyrrjöld.  Sjáið skemmdirnar.  Þetta er eftir skotbardaga. 


Séð að framan 


Þetta munu vera einu eintökin sem eru eftir.


Ég var þarna.


Yfirlitsmynd af svæðinu.


Fallbyssur.

Svo mátti ekki taka myndir inni á safninu.  Það var fullt af allskyns undarlegum hlutum.  


Hér er vídeó - ég að þvælast rétt hjá almenningsgarðinum, að drekka bjór og að þvælast í Akihabara.

fimmtudagur, júní 27, 2013

Tokyo - aðeins ráfað um

Dagur 115 ár 9 (dagur 3400, færzla nr. 1207)

Höldum áfram þaðan sem frá var horfið:


Þetta er stjórnborðið fyrir klósettið.  Mjög speisað.  Þetta, eða eitthvað svipað þessu var á hverju einasta hóteli sem ég var á.  Aðeins flóknara en hér heima.


Útsýnið úr hótel Niwa.


Svipaðar slóðir og daginn áður, nema í björtu.


Sjáið öll tréin.


Á.


Ég var þarna.


Það var mikið af svona.


Þarna er ég skammt frá innganginum að Keisarahöllinni.  Einum af mörgum.


Síkið umhverfis hallargarðinn.  (Sem telst partur af höllinni, segja þeir sem til þekkja.)



Ég var þar.


Þaðan kom ég.  Mjög margbreytilegur byggingastíll þarna úti.


Ég við hliðið.  Það er að segja "Tayasu-mon" hliðið.


Þetta er held ég sé Poke-mon hliðið.


Tré á stalli, af einhverjum ástæðum.


Ég fyrir framan Nippon Budokan.  Það er ... eitthvað.  Hringleikahús, sýnist mér.  Ég fór ekki þar inn.


Skólavarðan.


Ég var þarna.  Skömmu seinna kom ég auga á keisarann, þar sem hann var á rúntinum með föruneyti.  ÉG náði því miður ekki mynd af kallinum.


Eitt af mörgum áhugaverðum farartækjum sem japaninn ekur um á, en hafa aldrei borist hingað.


Ég við hliðið að Yasukuni altarinu.


Mikið stærðar hlið, úr stáli.  Það stærsta sinnar tegundar, er mér tjáð.


Kolaportið var þarna.  Það tók örugglega korter að kíkja stuttlega á það.


Þarna er ég við annað hlið, öllu minna.  Þeir eru mjög mikið fyrir svona hlið.


Ég var þarna.


Vídeó.  Horfið á það.  Aðallega ég að spá í bjór og kaffi.

þriðjudagur, júní 25, 2013

Tokyo - dagur 1

Dagur 113 ár 9 (dagur 3398, færzla nr. 1206)

Jæja... ég hef verið á miklu meira flandri í ár en nokkru sinni fyrr. Og hér eru fleiri myndir til að sanna það:


Þarna er ég fyrir utan Katólsku kirkjuna í Tokyo.  Það er í útjaðri Chiyoda- hverfisins.  Það hverfi dregur nafn sitt af Keisararhöllinni, sem er nokkuð umfangsmikil.



Þessi eru þarna sitt hvoru megin við þessi gatnamót.  Þetta gula er sýnist mér veitingastaður.



Ég fyrir utan einhverja sjoppu.  Eins og sjá má er þetta tré ekki eina tréið þarna.  Reyndar var meira af trjám en ég hafði búist við.


Þetta einkennilega hús er ekki bara mjótt, heldur líka stutt.  Ég get ekki ímyndað mér að það sé mjög þægilegt að búa þarna.  Vegg-parketið er áhugavert lúkk.


Ég var þarna.


Lestarkerfið og áin.  Ein af mörgum.


Sjáið þetta úrval af byggingum.  Þeir eru greinilega ekki með íslenska skipulagsfræðinga þarna, til þess að skemma fyrir.


Þetta mun Yushima hofið vera.  Þar gerast hoflegir hlutir.


Þarna er ég við jaðar Akihabara, sem er merkt á kortið sem "electric & pop-cultural town."


Svona lítur það út, á vrikum degi.


Þarna gefur að líta sjálfsala, og fyrir framan þá er stelpa í bleikri múnderingu að auglýsa Maid-cafe.


Þarna er ég, að bíða eftir karrýinu.  Það var mjög sterkt karrý þarna.  Og ekkert sérlega dýrt heldur.


Þessi er að auglýsa maid-cafe með efnavopna-þema... sýnist mér.  Eða eitthvað svoleiðis.


Gluggaskreyting.


Kalt grænt te.  Ekki espresso.  Ekki einu sinni lýkt.  Þetta var með smá sykri - sem er bara ekkert algengt íblöndunarefni í Japan.  Þetta var alveg ágætt.



Úti á götu um kvöld.


Reiða öndin.


Matsölustaður


Þessi gluggaútstylling er úr plasti.


Vegamerkingar geta verið svolítið einkennilegar þarna.

Þetta var fyrsti dagurinn.  Hann fór bara í rölt fram og aftur til að skoða, til að átta mig á hvernig allt sneri og hverjar vegalengdirnar væru.  Allt reyndist vel innan seilingar.