sunnudagur, september 29, 2013

Dagur 208 ár 9 (dagur 3493, færzla nr. 1233)

 Á hverju ári verður hver ríkisstofnun stærri um sig og dýrari í rekstri. Þetta þarf almenningur að borga einhvernvegin, og er það oft gert með því að búa til einhverjar reglugerðir sem fólk þarf að uppfylla með ærnum tilkostnaði.

 Við munum til dæmis eftir því hér í denn, að það að taka bílpróf var andskotans nógu dýrt þegar það kostaði 30-40.000 kall (sennilega um 80K að núvirði.) Nú hefur það hækkað uppí 200K +, og mun fara hækkandi, vegna þess að það er þannig sem ríkið virkar.

 Hugsum nú aðeins um þetta.

 Eftir 20 ár verður kostnaðurinn líklega kominn uppí 500K +, (núna, milljón kall þegar þar að kemur). Þetta veldur því að fátækasta fólkið mun ekkert hafa efni á bílprófi. Þetta hefur nokkrar augljósar afleiðingar, og nokkrar ekki svo augljósar.

 Skoðum fyrst þær augljósu: Það er ekki hálauna djobb að sendast með pizzur, svo í það velst fólk sem á ekkert of mikinn pening. Þeir sem eru orðnir eldri en 30 eru oftast komnir í ágætis djobb. Sem sagt, eftir 20 ár verður skortur á pizzusendlum. Og sendlum almennt. Svo mjög að horfir til vandræða.

 Þetta má að sjálfsögðu leysa með því að ráða fólk sem hefur ekki bílpróf. Og það verður gert.

 Þetta leiðir till minna augljóss máls, en fyrst verið er að ráða pizzusendla próflaust, af hverju ekki að ganga alla leið og ráða trukkabílstjóra með ekkert meirapróf? Þessi einfalda lausn mun spara mikinn pening. Að leysa málið ekki svona mun valda áhugaverðum og dýrum vandamálum.

 Eftir svona 40 ár verður enginn yfir fimmtugt með bílpróf. En það þýðir ekkert að það verði minni umferð. Þetta er bara praktískt atriði sem verður að leysa á þennan ódýra og skemmtilega hátt.

 Hvernig viðeigandi ráðuneyti bregst við veit ég ekki, en það verður mjög dýrt, og mjög skaðlegt íslendingum sem þjóð.

mánudagur, september 23, 2013

Dagur 202 ár 9 (dagur 3487, færzla nr. 1232)

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók seinast þegar ég var í RKV:


llugakofi


Illugi & kallinn að leggja hellur.


Ýmir.


Stelpan eitthvað að gretta sig.


Sigga.


Helga & Amma á spítalanum.


Hundur


Folda.


Svenni & einhver.


Krakkar & hundar.


Dúsana & einhver.


Afar mikilvægt umhverfislistaverk sem kostaði milljónir.


Einn af mörgum hundum sem vakta pleisið.


Tveir í viðbót.


Svennakrakki


Þarna eru þeir, kumpánar, við grillið.


Þarna var verið að mála.


Hundur


Ég var þarna.

föstudagur, september 20, 2013

Dagur 199 ár 9 (dagur 3484, færzla nr. 1231)

Nú er búið að skila inn undirskriftum þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði kjur í Vatnsmýrinni, þessu mjög svo eftirsótta byggingarlandi þeirra í Borg Óttans.

Þetta mun vera fjölmennasta undirskriftarsöfnun frá upphafi. 69.000 manns tóku þátt.

Ég geri fastlega ráð fyrir að ekkert mark verði tekið á því, og flugvöllurinn verði rifinn, með þeim afleiðingum að vel yfir 200 manns missa vinnuna strax, innanlandsflug leggst að mestu niður, og efnahagur Reykjavíkur taki smá dýfi strax, en meiri dýfu þegar kemur á daginn að þeir voru að gera mistök, og sóuðu nokkrum milljörðum í að smíða stórt hverfi sem ansi fáir hafa efni á að búa í - eða hafa ástæðu til lengur.

Ég er enn að velta fyrir mér hvaða vitiringar það eru sem álíta svæðí sem heitir "Vatnsmýri" með rentu vera eitthvert ídeal byggingarland. En það verður gaman til þess að hugsa að þetta eru flest umhverfisverndarsinnar, og að vita af þeim ræsandi fram mýri er vissulega skemmtilegt.

Annars hefur mér nú sýnst borgaryfirvöld heldur fjandsamleg náttúrunni. Þeir hafa eitthvað á móti ösp. Þeir hafa eitthvað á móti máv, og sennilega öðru fuglalífi líka. Lúpína hefur lengi verið mikill óvinur þeirra, og hefur borgin kastað á glæ miklu fé til að reyna að uppræta þá plöntu. Nú seinast var einhver kryddjurt að abbast uppá þá.

Já, reykvíkingar eru óheppnir með stjórn, eins og landsmenn allir. Að hafa yfir sér náttúrufjandsamlega menn með ekkert vit á hagfræði yfir sér.

Hey, þið kusuð þetta. (Ekki að margt skárra hafi verið í boði.)

sunnudagur, september 15, 2013

Dagur 194 ár 9 (dagur 3479, færzla nr. 1230)

Kvikmynd kvöldsins, þið þekkið þetta:

Trailer1:


Ég hef ekki hugmynd... japanskt, eitthvað.


Frankenstein's army.


Pappírs Pési 2

Og hér er hið eilífa snilldarverk, Robot Monster.  Þetta er sígilt meistarastykki frá 1953.  Poppið, hafið gosið tilbúið, fáið ykkur sæti og njótið snilldarinnar:


"I can not, but I must.  But I cannot."

þriðjudagur, september 10, 2013

Dagur 190 ár 9 (dagur 3475, færzla nr. 1229)

Byrjar þriðja heimstyrrjöldin á morgun?  Við sjáum til.

En hvað um það:

Þennan dag fyrir 10 árum var Anna Lindh stungin til bana.  Fram að því vissi enginn hver hún var, og nú man enginn eftir henni lengur.  Tölfræðilega var kominn tími á það morð.

Mér reiknast til að næsti sænski þingmaðurinn verði myrtur árið 2020, eða þar um bil - ár til eða frá.

Fyrir 20 árum gerðist ekkert skv wiki.

Það þarf að fara til ársins 1963 til að finna merkilegan atburð, en þennan dag það ár var mafíuforinginn Bernardo Provenzano sakfelldur fyrir morð.  Sem hann var svo handtekinn fyrir 43 árum síðar.

10 sep er bara ekki dagur þegar hlutir gerast.

föstudagur, september 06, 2013

Dagur 186 ár 9 (dagur 3471, færzla nr. 1228)

Vá, langt síðan ég hef haft eitthvað annað að hér en ferðamyndir.  Ég er orðinn hálf-vanur því.  Svo, hér er eitthvað drasl sem ég keypti í Japan:


Þetta er nammi.  Frá vinstri.  Frá toppi og niður, 1: Tyggjó, 2: hnetu-súkkulaði, 3: súkkulaði af einhverju tagi, 4: karamellur af mest normal sort.
Þar við hliðina, græni kassinn: grænt súkkulaði.  Sá rauði: guð einn veit.
Þar við hliðina: súkkulaði, brjóstsykur, mentól brjóstsykur.  "No Do Ame" heitir hann.  
Þar við hliðina: Nammi af einhverju tagi.  Súkkulaði.  Hiroshima kökur (örugglega geislavirkar), og karamellur.
Lengst til hægri: "Megashaki."  Veit ekki meir.  Svo er kryddað þang.  Rauði kassinn: karamella með baunabragði.  Græni kassinnn: dularfullt magalyf.  


Þetta keypti ég fyrir vinnufélagana.  "Peace" eru með 21 gramm af tjöru.  Seven Stars segja þeir að sé allt í lagi.  Mevius - hægra megin, ku vera bestu sígarettur sem framleiddar hafa verið.  Hitt er allt frekar normalt.

Ég get ekki tjá mig um það.


Stafsetningin á boxinu fer svolítið eftir frá hvaða hlið maður sér það.

sunnudagur, september 01, 2013

Dagur 181 ár 9 (dagur 3466, færzla nr. 1227)


T-cat


Á leið úr Tokyo


Smá þoka


Vetrarhöllin.


Þetta minnir mig á eitthvað...


Enn í Tokyo.  Þetta er stór borg.


Joyful Honda.


Kominn út í sveit.


Þarna er verið að bæta við borgina.  Narita er klukkutíma akstur frá jaðri Tokyo. 


Kominn á völlinn.


Stytta afborðtennisspilara


Þetta er hunangsgosdrykkur.  Hann var allt í lagi, en ég held varla að það væri vit í að hafa umbúðirnar stærri.


Rútuferð á völlinn.

Þegar ég var á röltinu um Akihabara fékk ég helling af maid-cafe auglýsingum.  Svo mér datt í hug að skanna þær inn og setja þær hér:


Þetta er frá 2 mismunandi Maid-kaffifélögum.  Eitthvað sem ég veit ekki hvað er, annarsvegar, og Ninja-kaffið.  Útsendarar frá Maid-kaffi eru heilmikið og áberandi presence þarna, í öllum borgum.  Því meira eftir því sem það eru fleiri raftæki til sölu í grennd.


Þarna er "óþekkt," og Mononopu (ものの), sem er við hliðina á Ninja Kaffinu, og hefur sama mannskapinn.


Þetta er.... eitthvað.


Þetta er allt á japönsku.


Þarna sjáum við kort, sem sýnir hvar kaffi-búllan er staðsett.


Þetta er ein af fjölmörgum auglýsingum fyrir Maid Reamin.


Ég fékk nokkrar svona.  (Einhver segi Sigurgeir & Braga frá því að þetta séu ekki hóruhús, áður en þeir gera sig að fífli og verða jafnvel handteknir, landi og þjóð til ævarandi skammar.)

Dýrt kaffi, maður.  Súrrealísk þjónusta.