föstudagur, febrúar 21, 2014

Dagur 352 ár 9 (dagur 3637, færzla nr. 1268

Sjáið bara:

 

Þetta er alveg heljarinnar samstæða.



Mjög fornlegt, en húsið er líka alveg eldgamalt, svo það er í stíl... þannig.

miðvikudagur, febrúar 19, 2014

föstudagur, febrúar 14, 2014

Dagur 345 ár 9 (dagur 3630, færzla nr. 1266



Á vappi í 104...



Sýndist borg Gnarrs vera furðu framsækin, skyndilega....



En nei...



Samt flott.

þriðjudagur, febrúar 11, 2014

Dagur 342 ár 9 (dagur 3627, færzla nr. 1265

Þá er ég kominn með einhver húsgögn.  Sem er framför síðan ég var bara með 4 stóla og rúm.

Það var smá leitun að DVD spilara, vegna þess að ég nenni ekkert að vera að cracka þessi tæki, sama hve létt verk það kann að vera.  Maður veit ekki nema maður þurfi þessa ábyrgð.  Gæti sparað tugi króna.

Kannski reyni ég að finna mér nýjan bíl eftir loðnuvertíð.  Eitthvað sem lyktar ekki eins og fiskur, hefur þægileg sæti, fleiri en 14 hestöfl, og er ekið minna en 240.000 km.  Árgerð er auka-atriði.

Helvítis bílar.  Þetta fellur um 500.000 kall á ári fyrstu 5 árin, 400.000 næstu 5 eftir það, og svo ca 250.000 þar til þetta fer á haugana.

Það má samt bíða aðeins.  Fyrst ætla ég að horfa á vídjó.

Skáparnir koma vel út.  Þeir virka mjög virðulega þarna inni.  Sjónvarpið ekki svo mjög.

Amma segist hafa það fínt á elliheimilinu.  Hún sleppur við að fara út í búð, hún þarf bara að rölta fram á gang til að fá sér kaffi, sem bara birtist fyrir framan hana eins og fyrir galdra.  Svo hefur hún sinn eigin hlaupakött, eins og er í álverinu.

Á morgun ætla ég með restina af draslinu í húsið.  Ekki alveg viss hvar ég get sett það, en allt hefur sitt pláss, það er víst.

fimmtudagur, febrúar 06, 2014

Dagur 337 ár 9 (dagur 3622, færzla nr. 1264


Það verður eitthvað gáfulegra næst.  Kannski.

sunnudagur, febrúar 02, 2014

Dagur 333 ár 9 (dagur 3618, færzla nr. 1263 Skanninn er skemmtilegt og nytsamlegt tæki.