föstudagur, febrúar 27, 2015

Dagur 359 ár 10 (dagur 4011, færzla nr. 1359

Hér er sniðug kvikmynd síðan 1993... held ég.  Eða jafnvel 1992.  Langt síðan.


Þessi kom betur út en ég bjóst við, ég þurfti ekki einu sinni að trimma af henni.  Ólíkt þessari:


Eða þessari:



Þessi var örugglea 5 mínútum lengri áður en ég trimmaði af henni partana sem þurftu ekki að vera.  En breytti annars engu.

þriðjudagur, febrúar 17, 2015

Dagur 349 ár 10 (dagur 4001, færzla nr. 1358

Mér var bent á að tékka á þessum Citroen C4 Cactus.


Ég finn ekki miklar upplýsingar um hann, annað en að hann er kraftlaus, og gefur frá sér koltvísýring.  Vegna þess að mér er sagt að það séu mikilvægar upplýsingar.  Hann er víst ekki með drifi á öllum heldur, og mér sýnist ekki mjög hátt uppí hann.


Ég sé líka að mikilvægan hlut vantar: stuðara.  Ég þarf þá.  Og mig vantar ekki toppgrind.  Svo ég endirbætti aðeins hönnunina, sem sjá má hér fyrir ofan.

Ég hefði líka viljað hafa í þessu 1800 eða 2 lítra vél, afturhjóladrif - svona fyrst það á bara að vera drif á 2, og hærra undir lægsta punkt.

En samt: 2.7 mllur fyrir þetta?  Ekki slæmt - en hafa ber í huga að nýja Lödu fær maður á 2.6.  Ladan er jafn mörg hestöfl, á móti er vitað að Lada er 1200 kg, á meðan Cactus er þyngdarlaus.  Lada er með drif á öllum.  Lada hefur alvöru veghæð og alvöru torfærueiginleika.  Millikassa.  Lada er klassísk hönnun.

Notaða Lödu er hægt að fá á 500 kall.

Cactus er ekki alveg að selja... virkar illa á mig, svona við fyrstu sýn.


Spánný Lada.

sunnudagur, febrúar 08, 2015

Dagur 340 ár 10 (dagur 3992, færzla nr. 1357

Í framtíðinni segja menn að rottur verði á stærð við kindur!

http://www.bbc.co.uk/newsround/26033518

Sem yrði kynngi-magnað.



Hverskyns gildrur þarf til að veiða svoleiðis?



Sjáið stærðina á þessu?


Framtíðin er bara jákvæð og skemmtileg.



Eða hvað?


Veran mætir á svæðið.

sunnudagur, febrúar 01, 2015

Dagur 333 ár 10 (dagur 3985, færzla nr. 1356

 Hvernig varð þetta:
 

að þessu:


Auka dyr voru kannski allt í lagi - en upphaflegi markhópurinn hafði bara lítið við þær að gera.  Menn eins og ég, aðallega.  Og sömu menn þurftu ekki að hafa bílinn auka 1.5 metra á lengd heldur, né vantaði þá sérstaklega leðursæti og rafmagnsrúðuupphalara.

Svona auka lúxus er farinn að verða mjög ódýr.



Þetta stendur víst til að famleiða.  Þetta er vissulega eitthvað... jú, að vissul leiti framför, en þarf ökutækið að líta út fyrir að vega 14 tonn?