miðvikudagur, desember 16, 2020

Covid geimferða-áætlunin

Dagur 274 ár 17 (dagur 6127, færzla nr. 1880)

Kóvitleysingurinn er allstaðar þessa dagana, og virðist fljótt á litið vera til einskins nýtur.

Hann fær harkalegu hvellskitu ef maður hræðir hann með Kína-kvefinu.  
Hann getur skotist ansi hátt á loft ef svo ber undir.

Það gefur manni hugmynd...

Það er kannski hægt að búa til margra þrepa eldflaug úr nokkrum kóvitleysingum.
Trikkið er bara hvernig á að skjóta þeim í réttri röð.  Það er ótækt að allir drulli í sig af ótta samtímis.

Það er sennliega best að hafa heyrnartól á þeim, 
og stjórna þannig hver heyrir uggvænlegu skilaboðin fyrst.

Þannig drullar efsti kóvitleysingur ekki strax yfir alla hina.
Svo þegar iður eins eru tæmd, þá ræsir maður bara næsta...


... og þannig koll af kolli þar til komist er á sporbaug.

Útsýnið verður æðislegt.


Hugsið ykkur að komast út í geim knúinn áfram af hreinum ótta.


En maður þarf líka að hugsa út í lendinguna.


Það sem fer upp, það kemur aftur niður.


Þess vegna hefur maður einn kóvitleysing til lendingar.


Ofsahræðzlu-hvellskitan mun gera lendinguna mjúka.  Ógeðslega, en mjúka.

Já, þannig býr maður semsagt til ótta-knúið geimskip.

Vissulega ódýrara concept en SpaceX, en spurning hvort maður splæsir ekki bara, það er þrifalegra.

þriðjudagur, desember 08, 2020

Kóvitleysingurinn

Dagur 266 ár 17 (dagur 6119, færzla nr. 1879)

Hver þekkir ekki að minnsta kosti átta svona?

Margar skaðlegar samsæriskenningar hægri öfgamanna eru á sveimi núna: að rétt matarræði sé hollt, að útivist sé holl, að geðheils sé mikilvæg osfrv...

Ofsóknaræði og fasískir tendensar eru í týzku núna.
"Vísindi" er bara slagorð.

Okkur er sífellt sagt að börn deyji úr alzheimer nema við felum okkur undir rúmi og sniffum spritt.