laugardagur, október 29, 2011

Dagur 239 ár 7 (dagur 2794, færzla nr. 1054)



Á leið austur.



Rigning.



Varðturn. Þarna hinumegin er Austur-Þýzkaland.



Kirkja í Magdenburg.



Bílastæðið var við hliðina á kirkjunni, svo þar fór ég út og hóf að skoða mig um.



Svona lítur þetta út.



Þannig veit maður að maður er fyrir austan járntjald.



Eitthvað minnismerki.

Ég fékk mér kaffi og kleinu þarna austan-járntjalds, og fór svo eitthvert annað. Ég hefði eiginlega þurft að vera 2-3 daga í viðbót, til þess að kíkja á Berlín, og skoða hitt og þetta aðeins betur. Kannski seinna.

miðvikudagur, október 26, 2011

Dagur 236 ár 7 (dagur 2791, færzla nr. 1053)



Í Rallýbílaleigunni.



Ferrari.

Það var erfiðara að taka myndir á Nurburgring... skiljanlega kannski.



Bær. Einhversstaðar.



Sennilega Bad Cambert, þó er erfitt að segja fyrir víst, því það eru þarna nokkrir bæjir samvaxnir, svona eins og Kópavogur, Reykjavík og Hafnarfjörður.



Kirkja.



Ég var þarna.

Í þessum bæ kom ég mér fyrir á hótel-barnum og drakk fullt af bjór með rangeygða vörubílstjóranum.

Góður bjór.

föstudagur, október 21, 2011

Dagur 231 ár 7 (dagur 2786, færzla nr. 1052)



Þýzkaland.



Boppard. Það er "ofan í holu," sem kom svo á daginn að var Rínardalurinn... það virtist vera hola þegar ég var að keyra þangað niður.



Boppard. (Ekki besta nafn á stað sem ég hef heyrt)



Castle Wolfenstein.



Það er ekki þverfótandi fyrir kastölum þarna.



Ég í Rínardalnum.



Einhversstaðar í Akureyri Þýzkalands.

mánudagur, október 17, 2011

Dagur 227 ár 7 (dagur 2782, færzla nr. 1051)

Jæja:



Þetta eru flugur. Hrúgur af þeim.



Meira útsýni úr turninum.



Kominn niður af turninum, og farinn að skoða virkið fyrir neðan. Það er allt hið mesta völundarhús.



Fínn kastali.



Virki.



Það vantar svona hérna.



Þetta minnir reyndar dálítið á skansinn.

fimmtudagur, október 13, 2011

Dagur 223 ár 7 (dagur 2778, færzla nr. 1050)

Smá pása frá köstulum og öðru skemmtilegu fyrir eitthvað allt annað:

Kvikmynd kvöldsins:

Sem þýðir treilerar, og kvikmynd sem þið hafið aldrei heyrt um:



Supersonic man.



Sharktopus.



Chernaya Molniya, eða Svarta Eldingin. Þokkaleg ræma þar á ferð.

Og þá að kvikmynd kvöldsins, sem er þetta rusl... ég meina snilldarverk:



Kickassia.

Þetta er kvikmynd gerð af hóp af nördum sem halda úti vefsíðu þar sem þeir dunda sér við að gagnrýna kvikmyndir og tölvuleiki. Þessi síða hér.

Sem útskýrir af hverju allir karakterarnir heita furðulegum nöfnum eins og "Film Brain," "Nostalgia chick" og þar fram eftir götunum.

Molossia er hinsvegar til í alvörunni. Merkilegt nokk. Gæinn í einkennisbúningnum er nákvæmlega sá sem þeir segja að hann sé - hann leikur sjálfan sig í myndinni.

Svo, upp með poppið.

laugardagur, október 08, 2011

Dagur 218 ár 7 (dagur 2773, færzla nr. 1049)



Inni í turninum.



Séð út um skotrauf.



Tekið út um "gluggann."



Á miðhæðinni.



Ég í turninum.



Fínn stigi.



Séð yfir kastalann af turninum.



Flott, ha?

Nóg af þessu í bili. Höfum eitthvað annað næst, til tilbreytingar.

mánudagur, október 03, 2011

Dagur 213 ár 7 (dagur 2768, færzla nr. 1048)



Kastalaveggur.



Ég var þarna líka.



Flugnaturninn. Lítur svolítið út eins og hrókur, ekki satt?



Rampur niður á næsta level... eða þannig.



Gangur sem liggur milli nokkurra herbergja. Þau eru öll frekar lítil.



Þetta er eitt það stærsta.



Séð yfir kastalann ofan af vegg ofar í kastalanum.



Skuggalegt.