fimmtudagur, janúar 31, 2013

Dagur 329 ár 8 (dagur 3250, færzla nr. 1173)

Ekkert að ske, ennþá.

Svo byrja vaktir.

Jæja...

Músík?


Jet Black Stare


Dos Pilas.  Þetta hefur ekki heyrst síðan 1996.


Rev Theory.  Galaxie vs Bonneville.


Paul Wardingham

Segjum þetta gott.

Vizka þingheims:


sunnudagur, janúar 27, 2013

Dagur 325 ár 8 (dagur 3246, færzla nr. 1172)

Það var í nóvember árið 1995 sem við félagarnir fengum það verkefni að gera heimildamynd um eitthvað umferðartengt.

Og þar sem við vorum þeir sem við vorum tókum við það ekkert sérlega alvarlega, og skemmtum okkur konunglega við það eina kvöldstund að taka upp þessa mynd.  Svo fór örugglega klukkutími í að bæta inn klyppum úr fyrri myndum, og svona 5 mínútur í það að ritskoða niðurstöðuna.  (En þess vegna erum við með dagsetninguna nokkurnvegin á hreinu, eða 6-11-1995)

Og hér eru herlegheitin:


Heimildamynd um umferðarslys.

Ég var ekki viðstaddur þegar þetta var sýnt fyrir bekkinn, en mér skilst að þetta hafi vakið mikla lukku - og jafnvel meiri fyrir það sem kom strax á undan fyrir slysni.

fimmtudagur, janúar 24, 2013

Dagur 322 ár 8 (dagur 3243, færzla nr. 1171)

Myndir frá 40 ára gosafmælinu:


Kristín & Mamma


Edda yngri.


Kyndlar í Eldfelli



Töff.


Verið að kveikja á kyndlunum.



Magnað bál.


Mamma að bíða með nöfnu sína


Niðri í bæ.




Í Herjólfi



Við spjölluðum saman og hunsuðum frekar leiðinleg ræðuhöldin.


Krakkarnir fengu aðeins að labba um.

Vídjó:


sunnudagur, janúar 20, 2013

Dagur 318 ár 8 (dagur 3239, færzla nr. 1170)

Það er mikkið af misskiljanlegum hlutum á seiði úti í hinni víðu veröld.  Skoðum eitthvað af þeim og skemmtum okkur yfir vitleysunni:


... já.


Alveg rétt.  Auðvitað.

Hérna, músík:


Bananen flower van söngurinn.  Heildar merking þessa ljóðs er óljós...


Þetta er hið mjög svo dásamlega "Fork in the eye lag," eins og textinn gefur til kinna.

Nóg komið af þessu...


sunnudagur, janúar 13, 2013

Dagur 311 ár 8 (dagur 3232, færzla nr. 1169)

Hér eru síðastliðin áramót.


Við skutum opp flugeldum af snjóköllum, vorum með blys, kveiktum í fjölskyldupakkanum... gaman gaman.

***

Annars var ég að pæla: nú er Noregur að  draga til sín megnið af hjúkkunum... þá er ljóst mál að innan skamms verður ekki til nægt fólk til að manna alla þá spítala sem við höfum - þegar er búið að loka einum (Landakoti).

Hvað á þá að gera við spítalana?

Nú, við breytum þeim auðvitað í hótel fyrir ríka Kínverja.

Ef þeir veikjast... verra.

Svo fer það hótel reglulega á hausinn, og almenningur borgar skaðann eins og venjulega.  Ja, heilbrigðiskerfið verður vissulega ódýrara með helmingi færra starfsfólki.

Speki þingheims:


mánudagur, janúar 07, 2013

Dagur 305 ár 8 (dagur 3226, færzla nr. 1168)

Ah, nýtt ár, og sama vitleysan og venjulega heldur áfram.

Hér er áramótabrennan:


Hún var bara svona eins og venjulega.

Áramótaskaupið gaf okkur hér á landsbyggðinni áhugaverða innsýn í hvernig fólk í 101 hugsar.

Flugeldarnir standa yfir í styttri tíma hver áramót, það er kraftur í þeim síðasta klukkutímann, svo gufar allt upp á korteri.

Þetta er tíminn til að slappa af.

Svo...


Hlustum á smá afslappandi músík.

Og veltum fyrir okkur vizku þingheims:



þriðjudagur, janúar 01, 2013

Dagur 299 ár 8 (dagur 3220, færzla nr. 1167)


Það er nýársdagur, kominn tími til að völvast:

Hvernig tókst til seinast:

Innanlands:

Ríkisstjórnin heldur áfram að reyna að koma landinu á hausinn. Þau gera eitthvað frámunalega heimskulegt sem gerir lífið verra og leiðinlegra. Fleiri en 1000 flytja héðan fyrir vikið.

Allir peningarnir halda áfram að fara í AGS.

Eins og að spá því að sólin kæmi upp.

Hell's Angels bjóða sig fram til Alþingis. Þeir fá ágætis fylgi, enda ekki þekktir fyrir jafn víðtæk og skaðleg glæpaverk og þeir sem venjulega bjóða sig fram.

Svo heppin vorum við ekki.

Reykvíkingar finna sér fullt af nýjum og áhugverðum hlutum til að vera hræddir við.

Hvað eru þeir hræddir við núna?  Sama og seinast, held ég.

Katla gýs loksins. Í vor. Það verður vinsælt út um allan heim.

Nei.  Sem þýðir að ég get endurnýtt þennan spádóm.  Það er afar umhverfisvænt.

Kokkur myrðir 60 manns með rottueitri á einhverju þorrablótinu. Eftir það verða sett lög sem gera það nánast ómögulegt fyrir nokkurn mann að gerast kokkur á Íslandi.

Nei, en hefði verið töff.

Í Útlöndum:

Norður Súdan fer í Stríð við Suður Súdan.

Ég vissi að þetta myndi gerast

N-Kóreumenn gera smá-árás á S-Kóreu til að beina athyglinni frá smá erjum sem topparnir þar eiga í.

Bara með heitu lofti, kannski smá andremmu.

Í Kína hefjast svo miklar óeirðir að það verður ekki hægt að halda þeim leyndum.

Slatti af þeim.

Heimurinn stefnir nær þriðju heimstyrrjöldinni. Ég hef hana setta á 2018.

Ég verð að halda mig við þann spádóm.

En á næsta ári?

Ja...

Á næsta ári kemur sólin nokkrum sinnum upp.

Fólk heldur áfram að flytja til Noregs, Kanada og annarra landa þar sem betur gengur... td Írlands.

Í kosningunum á næsta ári fær fjórflokkurinn 85% atkvæða.  Hin 15% sem vilja breyta til fá ekki einu sinni mann inn.  Hlutföllin breytast þó eitthvað - D fær 30%, S fær 20%, VG fær 10% og B fær 15%.  Sem sagt, hrein vinstri stjórn, eins og venjulega.

Ekkert af tjóninu sem núverandi stjórnvöld hafa valdið verður lagað.

Fyrsti skotbardagi Íslandssögunnar verður, þegar meðlimur í Hell's Angels hleypir af einu skoti á meðlim í Black Pistons, og hittir ekki, og Black Pistons meðlimurinn hleypir af einu skoti á móti, og hittir ekki heldur.  Víkingasveitin mætir á svæðið hálfíma síðar og lemur nokkra unglinga sem koma málinu ekkert við.

Herjólfur sekkur.

Og að lokum verður þjóðargjaldþrot rétt fyrir næstu jól.

Af útlöndum verður það að segja:

Evrópa heldur áfram að sökkva í kreppuna.

Kínverjar innlima Tíbet og Tævan algjörlega.

Obama eykur hernaðinn í Afghanistan enn meira.

Starfsmaður í SeaWorld werður étinn af sæljónum.

Allir eru orðnir leiðir á Gangnam style, hvað næst?