Dagur 349 ár 10 (dagur 4001, færzla nr. 1358
Mér var bent á að tékka á þessum Citroen C4 Cactus.
Ég finn ekki miklar upplýsingar um hann, annað en að hann er kraftlaus, og gefur frá sér koltvísýring. Vegna þess að mér er sagt að það séu mikilvægar upplýsingar. Hann er víst ekki með drifi á öllum heldur, og mér sýnist ekki mjög hátt uppí hann.
Ég sé líka að mikilvægan hlut vantar: stuðara. Ég þarf þá. Og mig vantar ekki toppgrind. Svo ég endirbætti aðeins hönnunina, sem sjá má hér fyrir ofan.
Ég hefði líka viljað hafa í þessu 1800 eða 2 lítra vél, afturhjóladrif - svona fyrst það á bara að vera drif á 2, og hærra undir lægsta punkt.
En samt: 2.7 mllur fyrir þetta? Ekki slæmt - en hafa ber í huga að nýja Lödu fær maður á 2.6. Ladan er jafn mörg hestöfl, á móti er vitað að Lada er 1200 kg, á meðan Cactus er þyngdarlaus. Lada er með drif á öllum. Lada hefur alvöru veghæð og alvöru torfærueiginleika. Millikassa. Lada er klassísk hönnun.
Notaða Lödu er hægt að fá á 500 kall.
Cactus er ekki alveg að selja... virkar illa á mig, svona við fyrstu sýn.
Spánný Lada.