Dagur 135 ár 5 (dagur 1960, færzla nr. 814):
Þá er þakið komið á. Ég negldi megnið af því fast. Það voru örugglega 500 naglar. Svo fékk ég bara hausverk af þessu og forðaði mér niður. Helvítis flensa veldur því.
Jæja, ég er a.m.k ekki með eins magnaða hálsbólgu núna og í gær eða daginn þar áður. Giska á að þetta verði orðið nokkurnvegin fínt á morgun. Þangað til ætla ég að gera sem minnst. Til að sleppa við að vera með flensu í eitthvað meira en viku.
Þangað til geta þau hérna nöldrað í Birni, sem reynir að fara helst ekki á fætur fyrr en sól er hnigin til viðar. Sem sagt í vetur. Já. Björn, sem leggst í hýði yfir sumarið.
Hér er smá músík fyrir Björn:
Disneyland After Dark.
Og treiler:
Evil Dead.
En þá að kvikmynd kvöldsins: Radar menn frá Tunglinu, 9. þáttur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli