Dagur 208 ár 6 (dagur 2400, færzla nr. 949):
Á morgun fer ég að ná í bókina mína. Sjáum hvernig það fer. Verður áhugavert að sjá hvernig þetta selst. Sem verður vonandi áður en núverandi Ríkisstjórn fælir alla hugsanlega kaupendur úr landi.
En hvað um það, kominn tími á þetta:
Treilerar:
Samurai Princess.
Geisha vs. Ninja
Það er á vissan hátt uppörvandi að vita af heilu landi þarna hinumegin á jörðinni þar sem er fullt af liði sem er ruglaðara en ég.
Alien vs. Ninja
Og svo kvikmynd kvöldsins:
Þessi er frá Tævan. Heitir "Return of the Kung Fu Dragon," eða "Ju ma pao" ef maður vill vera smámunasamur.
Plott? Hver þarf plott? Þessi kvikmynd er 82 mínútur af slagsmálum, með nokkrum hléum á milli til að ná í meira popp. Það eru meira að segja slagsmál í kreditlistanum í byrjun. Ekki besta kung-fu mynd í heimi, en hugsanlega betri en TC-2000. AMK litríkari.
Aðal vondi kallinn er með 2 metra langt skegg. Alltaf þegar hann byrtist, þá stendur einhver við hlið hans með skeggið í fanginu svo það dragist ekki eftir jörðinni.
Sumar línurnar í þessari mynd eru alveg magnaðar... bara... hlustið bara:
Ekki sulla miklu gosi niður á tölvuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli