hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
föstudagur, september 02, 2011
Dagur 181 ár 7 (dagur 2737, færzla nr. 1040)
Týpískt hverfi í Norður-London.
Þetta svæði allt minnti mig skuggalega mikið á hlíðarnar, eins og þær væru ef þær hefðu verið smíðaðar úr múrsteini.
Þarna er ég á einhverjum Írskum pöbb. Fékk mér Guinness. Það tekur smá stund að hella Guinness.
Þetta er White Hart barinn. Það er elsti bar í London með leyfi. Síðan 12--.
Ég fór bara á eitt safn. En ég fór á bar sem er eldri en lúteska. Góður bar líka.
Sögulegur staður, þetta.
Ég man ekki hvað þessi bar heitir.
Þarna fengust 3 gerðir af öli. Ale, það er ekki sama og bjór, eða "lager." Ekki jafn gott, satt að segja.
Bretar eru mjög hrifnir af börum, sem útskýrir af hverju það voru tveir barir um borð í ferjunni. Það var spes. Þeir státa hinsvegar ekki af mjög mögnuðum bjór. þess vegna fékk ég mikið af hollenskum bjór þarna. Það eina sem ég veit að var örugglega breskt, var þetta "ale" sull.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli