laugardagur, mars 31, 2012

Dagur 24 ár 8 (dagur 2945, færzla nr. 1089)

Ég var að spá...

Á Íslandi er miðgildi launa um það bil 250K. Að meðaltali 370K. (Miðgildi og meðaltal eru ekkert sami hlutirinn, flettið því upp - mean vs. median.)

Fyrir hverja útborgaða krónu fyrir skatt þarf vinnuveitandinn að borga aðra krónu. Sem þýðir að hver verkamaður er í raun að meðaltali 700K virði, þó hann sjái bara 150K af því eftir skatt.

Af *heildinni* fer líklega 80% í skatt. Á endanum. Strax, á launamiðanum er það 40%, plús allt hit.com og allur sá kostanðaur sem vinnuveitandinn þarf að standa straum af, það er meira, því sá kostnaður er meira til kominn vegna ríkisafskifta.

Gefum okkur því, að hver verkamaður skili að meðaltali 590K til ríkisins á hverjum mánuði, sem gerir 7.1 milljón á ári.

Á síðasta áru fluttu 1.404 manns úr landi. Gefum okkur að það séu fjölskildur, og helmingur þeirra séu því meðal-launamenn, eða 700 manns.

Samkvæmt því, þá varð íslenska ríkið á síðasta ári af 4.972.800.000 krónum.

Fimm milljarðar.

Það má fá ýmislegt fyrir þann pening. Til dæmis hálfan banana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli