sunnudagur, maí 27, 2012

Dagur 80 ár 8 (dagur 332, færzla nr. 1103)
    Jæja. Var að horfa á júróvisjónið. Það var að vanda all-ferlegt.
      Eruði búin að skrifa undir þetta? 8896 núna. Gengur hægt, finnst mér. Of hægt. Breiðið aðeins út boðskapnum. Fólk virðist samt æstara í að koma sér í vandræði, en úr þeim.
        Það fer að styttast í stór-atburði.
          Árið 1914 kom heimsstyrrjöld. Íslendingar græddu á því.
            Árið 1929 kom heimskreppa. Íslendingar tóku varla eftir því.
              Árið 1939 kom önnur heimsstyrrjöld. Íslendingar græddu á því.
                Árið 1945 hentu bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á Japan.
                  Árið 195X var Elvis.
                    Árið 1967 var Woodstock.
                      Árið 1973 var orkukreppa.
                        Árið 1989 byrjuðu Sovétríkin að liðast í sundur. Og bjórinn var leyfður.
                          Árið 1991 Var persaflóastríðið. Eftir 1994 dró úr slagsmálum í miðbænum.
                            Árið 2001 sigruðu 19 hryðjuverkamenn Bandaríkin svo gjörsamlega að annað eins hefur aldrei sést. Og þau hafa enn ekki náð sér.
                              Allt mjög eftirminnilegt, að sjálfsögðu. Árið 201X... gerast magnaðir hlutir.
                                Bíðum bara. Það eru 8 ár eftir, svona sirka.

                                Engin ummæli:

                                Skrifa ummæli