miðvikudagur, september 19, 2012

Dagur 195 ár 8 (dagur 3116, færzla nr. 1136)
    Jæja, sá myndina sem hundurinn var í. Hundurinn brilleraði í hverri senu. Þetta var annars ágætis mynd, ef maður tekur henni ekki of alvarlega. þetta er jú "byggt á sannsögulegum atburðum," ekki meir.
      Sannleiksgildið er, ja, meira en í venjulegum fréttatíma. Sem er ekki að segja mikið, fréttirnar verandi eins og þær eru. Reyndar ætti að standa fyrir hvern fréttatíma: "lauslega byggt á túlkun Reuters á sannsögulegum atburðum."
        Raunsæið þvælist svolítið fyrir góðu drama. Kannski sem betur fer, ég held ekki að ég hefði þolað eitthvert karakterdrama um Sundlaug. Það hefði aldrei virkað hvort eð er - þar sem ég hef hitt gaurinn.
          Þetta kom vel út, myndin líður hratt, er ekki full af langdregnum senum eins og oft vill brenna við í Íslenskum kvikmyndum almennt, tapar sér ekki í einhverri vitleysu. "Svona er þetta bara."
            Þarna gaf að líta fullt af fólki sem ég kannaðist við. Guðni Gríms, td. Margir vinnufélagar líka. Myndin er nú beinlínis um einn...
              Hmm.. hve margir vinnufélagar mínir eru leikarar? Alveg ofsalega margir. Og nú eru þarna tveir sem þykjast vera kvikmyndagerðarmenn. Kannski gera þeir eitthvað sniðugt í framtíðinni? Við getum bara vonað.

              Engin ummæli:

              Skrifa ummæli