mánudagur, janúar 05, 2015

Dagur 306 ár 10 (dagur 3958, færzla nr. 1352

Einu sinni í fyrndinni voru gaurar eins og Siskel & Ebert og Leonard Maltin í því að gagnrýna kvikmyndir, svo maður vissi kannski að hverju maður gekk áður en maður fór í bíó eða út á leigu.


Maltin.

Þeir voru í stuttum þáttum þar sem þeir sögðu frá einhverjum kvikmyndum sem þeir höfðu séð, um hvað þær fjölluðu og hvort þeim þóttu þær góðar og af hverju.

Þetta er öðruvísi núna.  Og ég veit ekki af hverju.

Nú til dags er plott í þessum gagnrýnendaþáttum, sem vill teygja sig yfir  fleiri þætti, stundum þannig að plottið í fjandans review þættinum er betra en í kvikmyndinni sem verið er að gagnrýna.

Dæmi um þetta eru Red Letter Media, sem fjallar um kvikmyndir, Atop the fourth wall, þar sem fjallað er um myndasögur, og fleira, sem finna má meðal annars hér.

Það er mikið haft fyrir þessari vitleysu núorðið.

Svo er MST3K....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli