laugardagur, apríl 25, 2015

Dagur 51 ár 11 (dagur 4068, færzla nr. 1370


Il Duce kann á þetta.

fimmtudagur, apríl 23, 2015

Dagur 49 ár 11 (dagur 4066, færzla nr. 1369

Skoðaði nokkrar Toyotur.

Fyrst Aygo.


Toyota Aygo er lítill bíll.  Hann hreyfist.  Ekkert skelfilegt á sér stað þegar honum er ekið, þetta er bara lítill bíll með fáum hlutum.

Svo er bakkmyndavél í þessu.  Hún segir manni aðallega hvort eitthvað er fyrir aftan bílinn á meðan maður er að bakka frekar en að benlínis hjálpa manni við að bakka.  Best er að sjá afstöðu bílsins við aðra hluti með því að nota speglana.

Þetta keppir við Chevy Spark & VW Up/Skoda Citygo, sem eru jafn litlir bílar, en nógu ólíkir.

Hvern ættirðu að velja?  Það er preferensatriði: hver finnst þér skemmtilegastur?  Hver finnst þér líta best út?  Eða bara einfaldlega hver kostar minnst?

Hann má eiga það að hann er skárri en orginal Aygoinn.  Það var alger dós.

Svo er Rav4.



Ég prófaði einn slíkan í fyrra, og það var allt í lagi.  Sá var dísel, og var þess vegna svolítið eins og LandRover eða eitthvað.

Í dag var það bensín, og það breytir öllu.  Allt í einu er einhver snerpa, og bíllinn hljómar ekki eins og einhver traktor

Svo er ágætlega hátt undir hann, svo það er hægt að keyra hann alveg fram og aftur án þess að hafa miklar áhyggjur.

Fjöðrunin er reyndar svolítið miðuð við malbik, en ekki torfærur, kannski skiljanlega, þar sem flestir fara ekki mikið út fyrir borg eða bæ á þessu.  En sem sagt, ef stemming er fyrir, þá er alveg hægt að keyra þennan upp á hól.

Mjög léttur í stýri og liggur vel, eða eins vel og maður getur búist við að svona farartæki geri.

Alveg ásættanlegur bíll.  Miklu betri en dísil-útgáfan.

Land Cruiser 200


Það þarf að klifra upp í þennan, en þegar inn er komið eru sætin þægileg, og smá svigrúm.

Þessi vegur 2.6 tonn, og til þess að hrefa allan þann massa er gífurleg V-8 vél.

Vegna þess að vélin er svona margir sílyndrar er hún eins þýð og hún getur orðið.  Og maður verður alltaf var við þessi 2.6 tonn.

Samt, hann hreyfist alveg, er eiginlega merkilega sprækur, þó maður velti samt fyrir sér hvort ekki væri betra ef bíllinn væri kannski hálfu tonni léttari.  Þetta er kannski eins og ef maður væri á Grand Cherokee með hálft tonn af sandi í skottinu.

Þessi er í Range Rover klassanum.  Landcruiser 120 er í Land Rover Defender klassanum - það var aftur spurning um preferens, en mér persónulega fannst defenderinn aðeins betri.

Hann virðist vel smíðaður, allt mjög solid, og rennur ljúflega áfram, þó reyndar finnist mér hann full-þungur í stýri.  Kannski er það eitthvert stillingaratriði - margt virðist vera stillanlegt, ég komst ekki yfir það allt.

Torfærueiginleikarnir eru til staðar, og virðast alvöru - þó maður hugsi sig nú um tvisvar áður en maður fer eitthvað langt út í móa.

Þetta kostar jú 20.000.000 kr.

Lexus NX



Þetta er... ja, hann kallaði þetta "Sport-jeppa."

Ja, sport er þetta.  Hann er ágætlega sprækur, og hefur ágætis aksturseiginleika.  Jeppi?  Nah... það er kannski skör hærra undir þetta en Hondu Civic, en ef menn eru á höttunum eftir jeppa þá mæli ég frekar með Rav4.  Sá bíll kemst kannski ekki allt, en hann kemst nóg.

En þessi er nokkuð snöggur.  Mjög veglegur bíll, mjög solid, og virkar allur vel smíðaður.

Þar sem menn eru í Rav4 að reyna að gera fólksbíl úr jeppa, þá eru þeir með einskonar rallýbíl þarna, sem menn segja bara að sé jeppi, af því að það er svo gaman að segja "jeppi."

Þetta er svona meira eins og sport-útgáfa af RX bílnum.  Já, segjum það.  Svipuð gæði, en meira svona... sport.  Þið vitið: aksturseiginleikar.  Ekki bíll mömmu þinnar.  Þegar Imprezu-liðið verður eldra fær það sér svona.

Alveg góður bíll og allt það, miklu betri en Rav4... ekkert sem fór í taugarnar á mér, en, næst þegar einhver segir við mig að eitthvað sér "sport-jeppi," þá ætla ég að taka það sem "fólksbíl," og honum verður reynzluekið á fólksbílahringnum.

Ég hugsa.... Rallýbíll.

Ég gæti alveg hugsað mér að eiga svona.  Ég held samt að ég tæki frekar einfaldari týpu - sem er ekki hybrid.  Færri partar gera einfaldari og léttari bíl.

mánudagur, apríl 20, 2015

Dagur 46 ár 11 (dagur 4063, færzla nr. 1368

Pegida hefur verið að valda mér vangaveltum.

1: hvað er þetta?
2: af hverju laðast nýnasistar að þessu?
3: hvers vegna eru fjölmiðlar að reka áróður á móti þessu?

Ég ákvað bara að ná í lógó hreyfingarinnar, og stúdera það:


Þetta útskýrir ekki þetta með nýnasistana.

miðvikudagur, apríl 15, 2015

Dagur 41 ár 11 (dagur 4058, færzla nr. 1367

Það er munur á AK-47 & AKM:


laugardagur, apríl 11, 2015

Dagur 37 ár 11 (dagur 4054, færzla nr. 1366

Þetta hef ég fundið, í leit minni að áhugaverðari bíl:


Þetta er vandræðalegt en sýnir svart á hvítu af hverju maður á ekki að þvælast í torfærum á bíl sem er 1 tonni of þungur.


Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að hafa læst drif, en ekki bara AWD.  Cadillac Escalade er einmitt bara AWD.  Sem sagt, er bara mjög þungur station-bíll.  Eins og Volvo S70 eða eitthvað.


Lincoln Navigator er hinsvegar meiri trukkur.  Byggður á sömu grind og Excursion, með sömu yfirbyggingu.  Sem gefur svipaða torfærueiginleika.  Eða: *einhverja torfærueiginleika.*

Kannski ekki jafn góður fólksbíll og Cadillac, en í raun og veru jeppi, eins og hann lítur út fyrir að vera.




Expedition er hugsanlega betri...


Grand Cherokee virðist hafa torfærueiginleikana.  Ekkert vesen, ekkert basl, bara hreinir eiginleikar.


Jafnast allt á við gömlu Corolluna.

þriðjudagur, apríl 07, 2015

Dagur 33 ár 11 (dagur 4050, færzla nr. 1365

Trailer:


Þetta er "Psychoania," sem er ein fáráðlegasta mynd sem ég hef séð lengi.  Aðallega vegna þess að allir karakterarnir eru með þessa asnalegu hjálma, sem láta þá alla líta út eins og teletubby eða eitthvað svoleiðis.


*~adorable~*

Hver er sagan á bakvið þessi bangsa/kanínu eyru?

Sem veldur því að þetta er oft eins og að horfa á eitthverja stundarinnar okkar gaura ganga berserksgang.

Svo er líka alltaf svolítið meira gaman af kvikmyndum þar sem aðalpersónan gengur um með frosk í vasanum.

Þetta er frábær mynd.