laugardagur, apríl 11, 2015

Dagur 37 ár 11 (dagur 4054, færzla nr. 1366

Þetta hef ég fundið, í leit minni að áhugaverðari bíl:


Þetta er vandræðalegt en sýnir svart á hvítu af hverju maður á ekki að þvælast í torfærum á bíl sem er 1 tonni of þungur.


Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að hafa læst drif, en ekki bara AWD.  Cadillac Escalade er einmitt bara AWD.  Sem sagt, er bara mjög þungur station-bíll.  Eins og Volvo S70 eða eitthvað.


Lincoln Navigator er hinsvegar meiri trukkur.  Byggður á sömu grind og Excursion, með sömu yfirbyggingu.  Sem gefur svipaða torfærueiginleika.  Eða: *einhverja torfærueiginleika.*

Kannski ekki jafn góður fólksbíll og Cadillac, en í raun og veru jeppi, eins og hann lítur út fyrir að vera.




Expedition er hugsanlega betri...


Grand Cherokee virðist hafa torfærueiginleikana.  Ekkert vesen, ekkert basl, bara hreinir eiginleikar.


Jafnast allt á við gömlu Corolluna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli