miðvikudagur, september 30, 2015

Dagur 212 ár 11 (dagur 4225, færzla nr. 1410

Kaninn er búinn að reikna það út að hann getur ekki sigrað Rússa í stríði.

Já, meikar sens, ef maður hugsar aðeins um forsendurnar:

Kaninn hefur aðeins færri menn í hernum, 300.000, á meðan Rússar hafa enn vel yfi 500.000.  Jafnvel milljón - þó það væru kannski draumórar.

Kaninn gæti náttúrlega draftað mannskap, en ég held samt að seint fengju þeir fleiri en 2.000.000 nýtilega menn, af ýmsum ástæðum.  Rússarnir geta gengið að a.m.k 1.200.000 núna, og létt verk ætti að vera að fá 1.200.000 í viðbót, þó ekki væri nema vegna þess að sjálfboðaliðunum leiddist.

En fleira spilar inní:

Græjur.

Þoturnar gera fátt.  En hér hafa Rússar þá yfirburði að þeirra þotur eru talsvert miklu ódýrari, svo minna tjón er ef ein tekur uppá að hrapa.  Fyrir kanann er meiriháttar tjón ef *ein* F22 hrapar.

Skriðdrekarnir er same shit, nema þeir rússnesku eyða talsvert minna, sem þýðir auðveldari logistics.


Þetta er Humvee


Þetta er rússneskt personnel carrier.

Smávopnin eru öll sambærileg.  AKM vs AR15... same shit.  Þú getur teiknað andlit á botninn á kókdós með AR 15 af 100 metra færi.  Þú getur hitt eitthvern í andlitið með AKM af 100 metra færi.

Nógu gott.

En samt, aðal málið:

Vígvöllurinn er svo stutt frá Rússlandi að þeir geta keyrt þangað á skriðdrekunum.

Kaninn þarf að fara alla leið yfir Atlantshafið.  Einhvernvegin.  Það tekur tíma og kostar.  Stór flöskuháls í allri aðgerðinni, og til mikila vandræða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli