laugardagur, október 24, 2015

Dagur 236 ár 11 (dagur 4249, færzla nr. 1415

Tölvulyklaborð eru ekkert öll eins - á gömlu Dell þurfti bara að ýta á rétta takkann, og þá kom stafur.  Maður þurfti sjálfur að ýta á rangan staf til að gera villu.

Á Toshiba tölvunni þarf svolítið að meina það þegar maður ýtir, annars meðtekur tölvan ekkert ýtið, og þá kemur enginn stafur.  Sem verður hin undarlegasta ritvilla.  Oftast fyristi stafur ó orði, þó þetta gerist líka stundum í miðju orði.

Apple var svo annar handleggur, en á þau lyklaborð var ekkert hægt að hraðrita með góðu móti vegna þess hve mikið þurfti að leggja í að ýta á hvern takka svo tölvan fattaði það.

Það tók auðveldlega 30% lengri tíma að skrifa hvað sem var á þau lyklaborð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli