laugardagur, október 07, 2017

Dagur 216 ár 13 (dagur 4964, færzla nr. 1584)

 Boltann skildi ég ekki. Þarna voru þeir boltamenn á röndóttum vellinum, sumir hvitir, sumir rauðir.   Einn var blár, og einn sjálflýsandi.
 En þeir eru allir auka-atriði.
 Mest þótti mér um gaurana í sólstólunum, þessa sem sneru baki í boltistana, og horfðu í staðinn á áhorfendur. Sólstólasitjandi menn voru amk 50, allan hringinn með jöfnu millibili. Veit ekki hvað þeir áttu að gera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli