Dagur 110 ár 2 (dagur 475, færzla nr. 293):
Reykjavík og nágrenni meikar ekki sens. Sum hverfin finnast til dæmis ekki nema stjörnurnar séu réttar. Merki eru lítil og oft falin inni í runnum, vegirnir eru gerðir þannig úr garði að maður sér ekkert hvert maður er að fara, og númer innan hverfa eru bara eftir hendinni.
Til dæmis eru til hverfi þar sem eru bara hús með oddanúmerum, eða bara með jöfnum númerum, svo er til eitt hverfi þar sem talningin byrjar á 16, og ein gata þar sem eru aðeins tvö hús, númer 5, og númer 7.
Meikar sens?
Og hvað er eiginlega með þessi hringtorg? Er nauðsynlegt að byrgja vegfarendum sýn á þennan hátt? Má ekki bara sleppa götuljósunum eða skylda alla til að aka með bundið fyrir augun í staðinn?
Ég botna ekkert í þessu.
Eftir því sem tíminn líður, finnst mér meira og meira eins og vegir og gatnagerð í Borg óttans séu í höndum 100 vangefinna apa í tunnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli