laugardagur, júlí 02, 2005

Dagur 117 ár 2 (dagur 482, færzla nr. 294):

Dumb and Dumber byrjuðu að vinna hjá flytjanda í vikunni. Dumber byrjaði degi á undan Dumb. Stórir og luralegir náungar það, annar með herðakystil eins og hann hafi nýlega hætt að vinna hjá local brjálaða vísindamanninum.

Kannski var hann orðinn leiður á að grafa upp fersk lík?

Hinn er áberandi of heimskur til að geta grafið upp eitthvað sem er bæði lík og ferskt. Mig grunar einhvernvegin að sú athöfn að moka sé honum jafnvel ofviða.

Annars er stundum fínt að vera þarna. Við fengum reyktan lax gefins um daginn. Vantaði bara að einhver skildi eftir flösku af kampavíni, og þá hefði dagurinn verið fullkominn.

Svo er það þessi útkeyrzla sem ég er í. Hún gefur mér nýja sín á Borg Óttans. Já, borgin er ekki jafn heimskulega hönnuð og ég hélt. Nei. Hún er svo miklu verri en ég hélt.

Kannski var dumber rekinn úr borgarskipulagi. Hann hefur vitað of mikið...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli