Dagur 131 ár 2 (dagur 496, færzla nr. 296):
Sjoppuhamborgarar. Alltaf þegar eitthvað er í mötuneytinu sem ég get ekki borið kennzl á, þá stendur til boða að fá sjoppuhamborgara. Ekki jafn góða og hjá Jolla eða í Friðarhafnarskálanum, reyndar oft fremur hörmulega, en betri valkostur en ... óþekkjanlegt gums af einhverju tagi.
Lýst ekkert á það.
Fékk um daginn harðsperrur af akstri. Það er hægt. Alla ævi, eða þann hluta hennar sem ég hef ekið, þá hef ég ekið bílum með vökvastýri. Háklassakerrur, allt saman. Meira að segja gamli Ariesinn, svar bandaríkjamanna við Lödu hafði mjög gott vökvastýri.
Svo stíg ég upp í þennan eimskipsbíl: Suzuki Baleno, með aumri 14 hestafla tvígengisvél og 5 gíra kassa sem ég verð að segja að er sá versti sem ég hef prófað að meðtöldum random kassanum sem er í tröllajeppanum hans Reynis, og kemst að því að djöfuls druslan er ekki með vökvastýri.
Ég væri alveg til í að eiga Suzuki Baleno. En ég er ansi hræddur um að ég vilji einn með stærri vél, vökvastýri og sjálfskiftingu.
10-14 tíma vinna á dag... Vúppí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli