laugardagur, júlí 09, 2005

Dagur 124 ár 2 (dagur 489, færzla nr. 295):

Á mánudaginn röðuðum ég og Danski Pétur vörubrettunum upp líkt og þau væru dómínókubbar, og létum þær svo allar detta niður. Það var fjör. Ég held við höfum gert það svona fjórum sinnum áður en fólk fór að trufla okkur með pakkasendingum og öðrum álíka óþarfa.

Reyndum það aftur næsta dag, en þá var meiri traffík, svo við urðum að falla frá þeirri hugmynd.

Það væri athugandi að reyna að fá upptökurnar úr öryggismyndavélunum á mánudaginn, á milli 13.00 og 13.30, til að sjá hvernig okkur tókst til.

Svo var aftur gaman hjá okkur í rigningunni um daginn. Þakið hriplekur nefnilega á einum stað þarna úti á palli, og Dumber hefur það fyrir sið að sofa á brettastæðunum.

Þið sjáið hvert þetta er að fara...

Allavega, ég dró stæðuna með gæjanum sofandi ofaná af stað, og kom henni fyrir undir þar sem lak sem mest af þakinu. Það er sko gífurlegur flaumur. Dumber tók því ekkert of vel. En það var mjög fyndið.

Já.

Tékkið á þessu: Rugl

Engin ummæli:

Skrifa ummæli