Dagur 138 ár 2 (dagur 503, færzla nr. 297):
Verzlunarmannahelgin er framundan, og ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég á að gera af mér þá.
Mér dettur helst í hug að fjárfesta í einu eða tveimur af þessum einnota grillum, pakka af pylsum og kippu af kók. Svo kannski skreppa út í sjoppu og kaupa nokkrar mismunandi gerðir af nammi sem ég hef aldrei smakkað áður.
Svo um verzlunarmannahelgina mun ég grilla pylsurnar og drekka kókið, og fá mér fullt af exótízku snarli hvert kvöld. Mér finnst þetta fín hugmynd. Ódýrara og umtalsvert minni fyrirhöfn en að þvælast til eyja eða út á land á eitthvert fyllerí.
Mánudagurinn er frídagur, held ég.
Já, ég held ég geri þetta. Þið hin, þið gerið eitthvað annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli