laugardagur, ágúst 06, 2005


Dagur 152 ár 2 (dagur 517, færzla nr. 298):

Þá er bláa myndin komin aftur eftir nokkuð hlé...

Mig svimaði þegar ég vaknaði í morgun. Mig svimaði reyndar í gær líka. Gæti verið allur jólamaturinn sem ég fékk mér um daginn. Of mikil fita í blóðinu. Ég er ekki vanur því að það sé einhver næring í blóðinu.

Hvað um það... Verzlunarmannahelgin var öll hin dularfyllsta. Það var þvílíkt magn af fólki í bænum að ég var eiginlaega hálf-undrandi. Hvað er allt þetta fólk að vilja í borginni um þjóðhátíð?

Það er ekki eins og fólk hafi skyndilega orðið gáfaðara en það hefur áður verið, og áhveðið að vera heldur heima í hlýjunni og slappa af en að veltast um úti í regninu. Það getur bara ekki verið.

Er of dýrt að fara á þjóðhátíð? Líklega. Það gerir löggæzlukostnaðurinn, hækkandi bensínverð, stórlega of hátt verð á áfengi og slíkt. Svo fylgir löggæzlukostnaðinum náttúrlega löggæzla, og hve gaman er nú ekki að vera á þvælingi umkringdur löggum?

En, það gjaldþrot hefur bara ekki stöðvað neinn áður, né heldur löggan. Og löggan hangir hvort eð er bara í hópum til að verða ekki fyrir skakkaföllum.

Fréttir segja mér að það hafi verið afar fá fíkniefnamál. Það skildi ég ekki fyrr en um daginn.

Um daginn... þá frétti ég afhverju fólk fjölmennti ekki á útihátíðir.

Málið er, að VR borgar ekki út laun fyrr en 1. hvers mánaðar, er mér sagt. Sami maður sagði mér að atvinnuleysisbætur væru greddar út 1., eða 2.. Sem sé, eftir þjóðhátíð.

Og hvað þýðir það? Nú, VR menn hanga heima, fara á rúntinn og svona í staðinn, enda eiga þeir engan pening.

Atvinnulausir fá engan pening og komast því hvergi. Og hverjir eru það sem eru á bótum? Stundum óheppnir menn, stundum rónar - en líka dópistar. Þið vitið, þessir sem valda 80-90 af öllum vandræðum á hátíðisdögum.

Já. Það var ekki hert löggæzla sem bjargaði ykkur sem fóruð. Hefði ekki gert það hvort eð er. Neibb. Það er bara kostnaður. Ástæðan fyrir rólegri helgi var að óróaseggir áttu engan pening.

Það, og sumir þeirra voru við Kárahnjúka að vandalisera eigur Impregilo.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli