laugardagur, ágúst 27, 2005

Dagur 173 ár 2 (dagur 538, færzla nr. 301):

Nú fer skólinn að byrja eftir ca. viku. Þarf að skrifa ritgerð upp á nokkrar síður - þeir segja að 80 sé nóg. Það er með tvöföldu línubili og spássíðu báðum megin. Varla meira en hvað... 150-200 orð á síðu?

Hmm... 16.000 orð... Ég ætti nú að ráða við það á þremur mánuðum. Verst er að ég þarf að vitna í heimildir. En á móti kemur að það þarf ekki að vera söguþráður. Bara rökrétt framvinda... svona nokkurnveginn.

Ég redda þessu. Þarf bara að sannfæra þá sem öllu ráða um að leyfa mér að skrifa um það sem ég hef í huga. Ég verð að hafa áhuga á þessu til þess að verkið verði almennilega "inspired".

Og nú býst ég við að ég muni þá hafa tíma til að skrifa meira.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli