Dagur 277 ár 3 (dagur 1007, færzla nr. 495):
Þá er ég búinn í einu prófi. Tæknilega, þá stendur það yfr enn, en ég er búinn með það. Týpískt fyrir mig, klára 3 tíma próf á 90 mínútum. Svaraði auðvitað öllum spurningunum kolvitlaust, en ég er þó búinn með það.
Svona hefur þetta oftast verið.
***
Sá að það laumaðist einn japani til að skoða þetta í gær. Mig grunar að hann hafi rambað hingað vegna ritvillu. Um daginn var það einhver frá austurríki - útaf kettinum mínum hérna í horninu. Kötturinn dregur til sín þýskumælandi fólk.
***
Rakst á þessa frétt á MBL.is.
Þessi úrdráttur er athyglisverður:
Varðstjóri sem fer fyrir rannsókn á morðunum, John Quinton, segir engin merki þess að konunum hafi verið nauðgað og ekki sjáanleg merki þess að þær hafi verið beittar ofbeldi. Sky segir frá þessu á vef sínum.
Aha? Lát oss sjá... þær fundust dauðar í læk, af manna völdum... hmm... svo að skilja að morð sé ekki ofbeldi? Ef ég gef einhverjum eitur, og hann deyr, er ég þá ekki ofbeldismaður?
Áhugavert.
Kannski er ég að misskilja, kannski duttu þessar 4 hórur bara í þennan læk og druknuðu, og það er bara tilviljun að það gerðist allt á sömu slóðum. Gæti gerst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli