þriðjudagur, desember 19, 2006

Dagur 285 ár 3 (dagur 1015, færzla nr. 498):



Gleðileg jól.

Rakst á skemmtilega frétt um daginn. Það virðist, að
Maríjúana skili meiri arði en nokkur önnur ræktun í USA. Gaman. Sem fær mig til að hugsa: hve margir stónerar eru eiginlega þarna?

Ég er með hugmynd: kaninn ætti að banna korn. Þá yrðu kornbændur mjög ríkir. Veit ekki hvernig þeir ættu að fela kornið, og svarti markaðurinn gæti orðið svolítið... undarlegur því þetta er mikið magn sem þarf. Lausnin gæti falist í að gera ræktarlandið að sjálfstæðu ríki, og smygla svo korninu í gegnum undirgöng. Þetta er ég viss um að mun gera korn að miklu eftirsóknarverðari vöru en áður.

***

Mér smá miðar í að verða... ekki fátækur. Þarf að skoða það betur eftir tvo daga, en mér sýnist að hlutur inn í Norsk Hydro hafi hækkað um 35.000 kall yfir síðustu viku. (Keypti það fyrir 2-3 vikum). Það er leigan út mánuðinn. Samt, verð seint ríkur á 35.000 kalli.

Svo ég útskýri þetta aðeins: verðbréfamarkaðurinn er svolítið eins og Las Vegas; það þarf smá heppni, og smá pening. Munurinn er sá að oft er nokkurnveginn hægt að sjá hvort maður getur grætt eða ekki. Verðið sveiflast upp og niður, og maður fær í hendurnar graf þar sem gengi undanfarinna 6 mánaða er útlistað. Svo þarf maður að bíða í 2-4 mánuði. Það er ekkert gefið að þetta muni gefa eitthvað mikið af sér - þessvegna á ég í 4 félögum, ekki bara einu. 2 af þeim eru enn með tapi, en ég hef tíma, ég get beðið. (Einusinni átti ég í 3, en svo keypti ég það 4 fyrir slysni - átti víst meiri pening en ég hélt.)

***

Ef maður drekkur ekki kók í 2-3 vikur, þá bragðast það mjög einkennilega þegar maður smakkar það aftur. Svolítið of sætt. Til að vinna gegn þessu er sennilega mjög gott að fá sér alltaf sopa einusinni í viku. Annars á ég enn jólaöl. Fékk það á 95 kall flöskuna. Gott stöff. Ég er nokkuð sáttur við að jólaölið skuli hafa batnað. Mér heyrðist á ömmu og Völlu að þeim þætti það líka, sem er svolítið gott - venjulega versa neyzluvörur um leið og breytt er um umbúðir. Þessar umbúðir smellpassa líka inní ísskápinn hjá mér. Ekki er hann nú mjög stór.



Mynd vikunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli