miðvikudagur, júlí 02, 2008

Dagur 120 ár 4 (dagur 1580, færzla nr. 696):

Kvikmynd kvöldsins:



The Killer shrews. (1959)

Shrew er einskonar mús, sem er ekki til hér. En hvað um það; þessi merkis ræma fjallar um Kára í erfðagreiningu, sem býr til stóra útgáfu af svona mús fyrir slysni, og sleppir henni svo óvart út.

Stóra týpan af músinni lýkist mjög mikið loðnum og lufsulegum hundi með afar stórar tennur. Svo er þetta eitrað líka.



Ísbjörn!

Ég skal ekki segja hvort þessi mynd er betri en Driller Killer myndin. Sú sökkaði illilega þau fáeinu korter sem hún stóð yfir - þessi er töluvert styttri. Ja, það er ekki borað í neinn... það er heldur ekki lesbíu-sturtusena. Bara risa-skunk-rottur. Og heimasmíðaður skriðdreki úr olíutunnum.

***

Speki dagsins:



Jamm.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli