sunnudagur, júní 14, 2009

Dagur 101 ár 5 (dagur 1926, færzla nr. 805):

Hundurinn er orðinn eitthvað hægfara. Og hún stoppar mjög lengi við sum horn - lengur en venjulega.

Þetta er sennilega eins og þetta með ömmu og kjötborðið í nóatúni - Amma stoppaði alltaf extra lengi við kjötborðið, til að horfa á nýrun og lifrarnar og láta einhvern hræra í farsinu. Hundkvikyndið hefur ekki aðgang að neinu kjötborði, en í staðinn hefur það þessi horn, þar sem dýr af öllum stærðum og gerðum hafa létt á sér.

Voða gaman í langan tíma.

***

Það fer hlýnandi. Bráðum verður svo hlýtt að vindkæling hefur ekkert að segja. Það verður bara volgur vindur. Svona eins og á spáni - eða fyrir aftan þotuhreyfil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli