Dagur 256 ár 5 (dagur 2080, færzla nr. 847):
Ég rakst á þessa mynd um daginn. Eða reyndar leitaði ég þessa mynd sérstaklega uppi vegna þess að ég sá þessa fíguru (þær voru 4, mjög svipaðar, allar eins merktar).
Ef þið horfið mjög vel á hana, þá sjáiði hvað hún er að gera hérna.
Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að benda á þetta fyrir ykkur.
Þetta er karakter úr Umineko no naku koroni. Reyndar einn af bjánalegri karakterunum. Það er enginn skortur á sérkennilega útlítandi karakterum í þessu þáttum.
Plottið er einhvernvegin þannig að 18 manns fara á einhverja eyju. Svo byrjar einhver að drepa þau, eitt af öðru og/eða í hópum. Aftur og aftur og aftur forever.
En það útskýrir ekki af hverju þessi stelpa með bláa hárið og rauðu augun er með Íslenska fánann á hendinni. Ég veit það ekki. Af hverju er hún ekki með Sænska fánann, eða þann Albanska. Þjóðfáni Íslands birtist á fleiri stöðum í þessu. Veit ég ekki af hverju. Bara út af lúkkinu? Eða er landkynning byrjuð að skila sér á ófyrirséðan hátt?
Kannski má búast við meira svona í framtíðinni. Anime karakterum í Íslensku fánalitunum af engri sérstakri ástæðu.
Veit ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli