Dagur 266 ár 5 (dagur 2090, færzla nr. 849):
Allt í lagi, af hverju eru 7 mismunandi tegundir af sjampó niðri í sturtu? En hvað með þessar 5 tegundir af hárnæringu? Og hvað er "sturtugel?"
Kenning:
Sumir nota eitt sjampó ár hárið á höfðinu, og eina gerð á hárið undir vinstri hendinni, aðra á þau undir hægri hendinni og þar fram eftir götunum. Það gæti verið. Sami díll með hárnæringuna.
Sturtugel... pass. Dettur helst í hug að það sé sett á sturtuna einhverntíma. Eða inn í sturtuhausinn. Það er mjög sniðugt. Freyðir dáldið.
***
Svo var það þetta merkilega te sem mamma fjárfesti í. Ég skoðaði innihaldslýsinguna. Teið inniheldur allt milli himins og jarðar til bragðbóta... nema te.
Það eru pipar, kardimommur og negull í því, en ekki te. Ekki eitt. Það er lakkrís, kanill og túlipanablöð í því, en ekki te.
Magnað alveg.
Svo bragðast það eins og svona tyrkisk peber.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli