fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Dagur 346 ár 5 (dagur 2168, færzla nr. 873):

Kvikmyndakvöld aftur, það þýðir bara það sama og venjulega, 3 treilerar + kvikmynd:



2010. Þegar Sovétmenn fara til Júpiter. Jæja... Alltaf gaman þegar framtíðin kemur, og kvikmyndin er orðin mjög röng. Escape from New york, einhver?



Renaissance. Frönsk teiknimynd sem enginn hefur einu sinni heyrt um.



Rumah Dara. Indónesísk kvikmynd sem þið munið aldrei heyra um aftur.

Og nú, kvikmynd kvölsdins:



The Terror, frá 1963. Með Jack Nicholson og Boris Karloff. Og nokkrum öðrum.

Þessi mynd... er ekki mjög góð. En hún er einhvernvegin ekki nógu vond heldur til þess að geta verið almennilega ... uhm ... góð. Ekki eins og Litla hryllingsbúðin (önnur mjög frábær mynd eftir Roger Corman) eða Plan 9 from outer space. Eða Attack of the killer tomatoes.

En hey, það er ekki eins og þið sjáið ekki tonn af rusli á hverju ári sem er verra en þetta, og hefur það eina sér til málsbóta að vera nýrra. Fuck that.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli