Dagur 160 ár 6 (dagur 2352, færzla nr. 937):
Var í gærnótt að horfa á menn búa til snjóstorm. Hef aldrei séð það gert áður.
Mér skilst að hundurinn standi sig vel í þessari kvikmynd. Taki bara við af Lassí. Hún gerir líka sín eigin stönt. Gerði Lassí það? Held ekki. Þeir voru með 20 Lassíar, og svo var bara skift út ef ein tjónaðist of mikið. Datt til dæmis ofaní brunninn.
Það eru náttúrlega færri brunnar hér.
Fyrir mig er þetta eins og virkilega langur kaffitími. Get verið að spjalla við hina og þessa í crewinu um makríl, sel, fesið og margt fleira til lengri tíma.
Lyktin af fesinu höfðar ekki til aðkomufólks, heyrist mér. Skiljanlega kannski.
Jæja, ég hef fátt betra að gera, og ég fæ að borða þarna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli