föstudagur, október 08, 2010

Dagur 218 ár 6 (dagur 2410, færzla nr. 952):

Mótmæli á Stakkó.



Vegna þess að yfirvöld hafa ákveðið að hætta með fæðingardeildina hérna í Eyjum.



Sem er vond hugmynd, vegna þess að þetta er *eyja.*



Héðan verður stundum ófært. Oftar með flugi en Herjólfi.



Þeir segja að þá sé lausn að senda barnshafandi konur upp á land 2 mánuðum fyrir fæðingu.



Hver borgar það?



Hvað þá með fyrirbura?



Ég meina, ég fæddist 4-5 vikum fyrir tímann, það er ekkert það óalgengt.



Hvað með þá sem birtast 2 mánuðum fyrir?



Ég er ekki viss um að þetta hafi verið hugsað alla leið.



Stundum grunar mig að þeir þarna í RKV hugsi ekkert almennt, heldur leiki sér bara í Excel.



Þess vegna er mótmælt.



Friðsamlega eins og er.



Þetta er nú svo friðsælt fólk.



Eddu er ekki skemmt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli