Dagur 239 ár 6 (dagur 2431, færzla nr. 960):
Einu sinni fyrir langa löngu áttum við félagarnir það til að sjóða saman kvikmyndir. Það gekk svona la-la. Það varð til alveg hellingur af efni, sem ég á enn til, en veit ekki alveg hvað ég á að gera við, eins og þessi bull-heimildamynd um "Homo-vestmanneyicus" (sem er alveg frábær latína) sem við gerðum.
Ég ætla að kenna Bjarka Tý um það.
Ég á 21 mínútu af svona löguðu. Ég geri ráð fyrir að ca 90% af því endi á jútúb. Eða minna. Þessi körfuboltaleikur var ekki það spennandi.
Hvað vorum við að hugsa? Það versta: þetta er það skásta af þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli