fimmtudagur, júní 09, 2011

Dagur 95 ár 7 (dagur 2652, færzla nr. 1021):

Það er stutt í makrílinn. Mér heyrist að hann sé ekki alveg sem frábærastur ennþá, en það heyrir kannski til bóta.

Sjáum hvað setur.

***

Nokkrar myndir sem ég luma á:



Packard.



Þeir gera ekki svona lengur.



Ekki svona heldur - sem er kannski eins gott, því það er hið snúnasta mál að aka svona kerru.



Þarna er ég á hamborgarafabrikkunni, og þessi þarna er Unnar.



Þarna eru hanastélin sem við fengum okkur - þetta fjólubláa er kallað "glóðarauga," þetta appelsínugula er "Tequila sunrise." Bragðast svipað og frostpinni.



Þetta drakk ég í rútunni á milli stoppa.



Þessi mynd sannar að ég var einu sinni nálægt rútu.



Reykjavík er farin að minna svolítið á Detroit.



Kannski við ættum að gefa þeim jólatré, sem þeir gætu þá kveikt í?



Það er meira um svona þarna, en það er ekki búið að spreya allar rústirnar á svona listrænan hátt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli