miðvikudagur, desember 19, 2012

Dagur 286 ár 8 (dagur 3207, færzla nr. 1162)

Ljóðahornið, með Óskari Nafnleyndar


Óskar Nafnleyndar er virt, víðfrægt skáld á sér-mælikvarða, enda duga engir venjulegir mælikvarðar á slíkan snilling. 

Það væri örugglega hægt að fá hann í heimsókn til landsins einhvern daginn gegn vægri greiðzlu ef hann færi einhverntíman af landi brott.


Æl of jú

Að gubba á náungann
er eitthvað sem ég kann
fyrst er að finna þennan mann
svo æli ég beint á hann

Landaljóð

Gott er að eiga landa
gerjaðan á Skeljagranda
Að þamba þann fjanda
vinnur á flestum vanda

Ljáðu mér eyra

Þegar ég er úti að keyra
með eitt afskorið eyra
Af hverjum? Veit ei meira
Samt sennilega af Geira.

Partýstand

Úti á balli
þar er hann Kalli
Svo kemur Valli
og þá er ég sko farinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli