Dagur 49 ár 9 (dagur 3335, færzla nr. 1191)
Borgar sig að taka upp krónu?
Reiknum það út:
Það tekur svona tvær og hálfa sekúndu að beygja sig niður til þess að taka upp krónu sem liggur á jörðinni.
Meðal tímakaup Íslendings er svona 1000 kall. Það gerir svona 17 krónur á mínútu, eða 0.3 á sekúndu. Það gerir á 2 og 1/2 sekúndu: 0.7 krónur.
Svo, já, það borgar sig að taka upp krónu.
Þegar maður er svo kominn með eitthvað yfir 2000 kall á tímann er það orðið tímasóun. Þá borgar sig samt enn að taka upp evru.
Þetta finnst mér sniðugt!
SvaraEyðaAf hverju engum hefur dottið þetta í hug áður veit ég ekki.
SvaraEyða