Dagur 267 ár 9 (dagur 3552, færzla nr. 1244)
Ísskápurinn er fullur af bjór. Háaloftið er fullt af málningu og parket afgöngum.
Gamal IKEA loftljósið virkar.
Það heyrist ekkert frá vinnunni, þannig að ég get líklega sett upp annað ljós á morgun. Og reddað mér borvél. Ég þarf eina slíka til þess að laga skápinn.
Hver var eiginlega að setja saman innréttinguna þarna uppi? Sami gaur og lagði parketið, giska ég á. Lamirnar eru minnst hálfan sentimetra frá því að passa. Það gildir fyrir tvær hurðir. Og enginn hefur nennt að laga þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli