Gömul en góð. Þessi er síðan 1996-8. Ekki alveg viss nákvæmlega. Teiknuð með 4 kúlupennum.
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
laugardagur, desember 28, 2013
Dagur 298 ár 9 (dagur 3583, færzla nr. 1252)
Maður flytur kassafylli eftir kassafylli, en samt sér ekki högg á vatni hér inni.
Of litlir kassar.
Samt: þetta gengur.
Búinn að fela rifur á veggnum með listum. Það var einfalt, og lítur betur út en ég bjóst við. Það gæti verið flott múv að lakka aðra umferð á karmana.
Sé til.
Maður flytur kassafylli eftir kassafylli, en samt sér ekki högg á vatni hér inni.
Of litlir kassar.
Samt: þetta gengur.
Búinn að fela rifur á veggnum með listum. Það var einfalt, og lítur betur út en ég bjóst við. Það gæti verið flott múv að lakka aðra umferð á karmana.
Sé til.
þriðjudagur, desember 24, 2013
Dagur 294 ár 9 (dagur 3579, færzla nr. 1251)
Gleðileg jól.
Hvað þá? Búinn að parketleggja, lakka dyrakarmana, negla listana aftur á sinn stað. Skilaði afgangsparketinu.
Eftir jól... aðrir hlutir.
Ég get dundað mér við að flytja smáhluti fram að áramótum. Mest tilgangslaust drasl sem er allstaðar fyrir - en sumt get ég hengt upp á vegg. Ég á td nóg af glösum.
Vaskurinn á baðherberginu verður að bíða þar til á nýju ári.
En vegna þess að það eru jól:
Santa Claus conquers the martians.
Í tilefni af því að Mikhail Kalashnikov dó í gær, maður sem hefur haft meiri áhrif á poppmenninguna en Andy Warhol: Kalashnikov song. Þetta er eitthvert gamalt sígaunalag - textinn er á sígaunamállzku sem google translate ræður ekki við nema að litlu leiti. Það er víst stafsett "Cigani."
Gleðileg jól.
Hvað þá? Búinn að parketleggja, lakka dyrakarmana, negla listana aftur á sinn stað. Skilaði afgangsparketinu.
Eftir jól... aðrir hlutir.
Ég get dundað mér við að flytja smáhluti fram að áramótum. Mest tilgangslaust drasl sem er allstaðar fyrir - en sumt get ég hengt upp á vegg. Ég á td nóg af glösum.
Vaskurinn á baðherberginu verður að bíða þar til á nýju ári.
En vegna þess að það eru jól:
Santa Claus conquers the martians.
Í tilefni af því að Mikhail Kalashnikov dó í gær, maður sem hefur haft meiri áhrif á poppmenninguna en Andy Warhol: Kalashnikov song. Þetta er eitthvert gamalt sígaunalag - textinn er á sígaunamállzku sem google translate ræður ekki við nema að litlu leiti. Það er víst stafsett "Cigani."
laugardagur, desember 21, 2013
Dagur 291 ár 9 (dagur 3576, færzla nr. 1250)
Búinn að leggja parketið. Næstum 5 kassar eftir - skila þeim. Þetta var nú meira föndrið.
Á morgun er ég að spá í að lakka listana. Ég tók þá af, það olli útlitsbreytingum á þeim, svo og þeir tolldu ekki almennilega á fyrr en ég var búinn að negla svona 20 nagla í hvern þeirra. Lagaði eitthvað af því með sparsli, fel það svo með lakki.
Þetta á eftir að líta ágætlega út.
Búinn að leggja parketið. Næstum 5 kassar eftir - skila þeim. Þetta var nú meira föndrið.
Á morgun er ég að spá í að lakka listana. Ég tók þá af, það olli útlitsbreytingum á þeim, svo og þeir tolldu ekki almennilega á fyrr en ég var búinn að negla svona 20 nagla í hvern þeirra. Lagaði eitthvað af því með sparsli, fel það svo með lakki.
Þetta á eftir að líta ágætlega út.
miðvikudagur, desember 18, 2013
Dagur 288 ár 9 (dagur 3573, færzla nr. 1249)
Ég á miklu meira en nóg parket. Og undirlag - 40 fm af parketi & 50 af undirlagi... auðvitað. Og undrum sætir hve lítið af þessu fer til spillis.
En ég kann náttúrlega á málband.
Þetta nær væntanlega út í vegg á morgun. Klára svo eldhúsið daginn eftir.
Líklega.
Ég á miklu meira en nóg parket. Og undirlag - 40 fm af parketi & 50 af undirlagi... auðvitað. Og undrum sætir hve lítið af þessu fer til spillis.
En ég kann náttúrlega á málband.
Þetta nær væntanlega út í vegg á morgun. Klára svo eldhúsið daginn eftir.
Líklega.
sunnudagur, desember 15, 2013
Dagur 285 ár 9 (dagur 3570, færzla nr. 1248)
Þá náði ég að leggja smá parket.
Neyddist til að taka hurðina af svefnherberginu, til þess að trimma aðeins neðan af henni. Það á eftir að taka smá stund. Ef ég geri það ekki, þá heflar hún upp parketið. Engin stemming fyrir því.
Ég held líka að ég sé með ~10 fermetrum of mikið af parketi.
Sjáum nú til hver lengi ég verð að þessu. Viku, ef ég hef alltaf svona mikinn tíma. Annars tvær.
Hérna, músík:
Franz Ferdinand & Marion Cotillard. Þetta var samið fyrir auglýsingaherferð á vegum Dior, en enginn virðist hafa heyrt það annarsstaðar en í AMV hell 5.
Þá náði ég að leggja smá parket.
Neyddist til að taka hurðina af svefnherberginu, til þess að trimma aðeins neðan af henni. Það á eftir að taka smá stund. Ef ég geri það ekki, þá heflar hún upp parketið. Engin stemming fyrir því.
Ég held líka að ég sé með ~10 fermetrum of mikið af parketi.
Sjáum nú til hver lengi ég verð að þessu. Viku, ef ég hef alltaf svona mikinn tíma. Annars tvær.
Hérna, músík:
Franz Ferdinand & Marion Cotillard. Þetta var samið fyrir auglýsingaherferð á vegum Dior, en enginn virðist hafa heyrt það annarsstaðar en í AMV hell 5.
mánudagur, desember 09, 2013
Dagur 279 ár 9 (dagur 3564, færzla nr. 1247)
Björn á afmæli. Svo... til hamingju með það.
Hvað gerðist 1994? Nú... kennaraverkfall, minnir mig. Og allskyns ferleg músík var í útvarpinu. 2 unlimited, til dæmis. Það... mátti missa sín.
Hér eru nokkur tóndæmi frá 1994:
NiN. 19 árum seinna er þessu gaur ennþá að.
Robot Unicorn Attack lagið. AKA "Alwasy" með Erasure. Ég hélt alltaf að þetta væri cover af einhverju síðan 198X, en nei...
Og þetta er eitt af þessum lögum sem voru stundum á fleiri en einni útvarpsstöð á sama tíma, svo maður komst ekkert hjá því að heyra það. Með hljómsveit sem fólk er smám saman að gleyma: Ace of Base.
Og hvaða kvikmyndir var varið í?
Killing Zoe. Mæli með henni - hugsið ykkur ef það hefði verið eitthvað varið í "Reservoir dogs."
Stargate.
Og svo þessi:
Timecop. Er nákvæmlega jafn frábær og hún segist vera.
Þá hefur drengurinn eitthvað að dunda sér við að leita að.
Björn á afmæli. Svo... til hamingju með það.
Hvað gerðist 1994? Nú... kennaraverkfall, minnir mig. Og allskyns ferleg músík var í útvarpinu. 2 unlimited, til dæmis. Það... mátti missa sín.
Hér eru nokkur tóndæmi frá 1994:
NiN. 19 árum seinna er þessu gaur ennþá að.
Robot Unicorn Attack lagið. AKA "Alwasy" með Erasure. Ég hélt alltaf að þetta væri cover af einhverju síðan 198X, en nei...
Og þetta er eitt af þessum lögum sem voru stundum á fleiri en einni útvarpsstöð á sama tíma, svo maður komst ekkert hjá því að heyra það. Með hljómsveit sem fólk er smám saman að gleyma: Ace of Base.
Og hvaða kvikmyndir var varið í?
Killing Zoe. Mæli með henni - hugsið ykkur ef það hefði verið eitthvað varið í "Reservoir dogs."
Stargate.
Og svo þessi:
Timecop. Er nákvæmlega jafn frábær og hún segist vera.
Þá hefur drengurinn eitthvað að dunda sér við að leita að.
fimmtudagur, desember 05, 2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)