Gleðileg jól.
Hvað þá? Búinn að parketleggja, lakka dyrakarmana, negla listana aftur á sinn stað. Skilaði afgangsparketinu.
Eftir jól... aðrir hlutir.
Ég get dundað mér við að flytja smáhluti fram að áramótum. Mest tilgangslaust drasl sem er allstaðar fyrir - en sumt get ég hengt upp á vegg. Ég á td nóg af glösum.
Vaskurinn á baðherberginu verður að bíða þar til á nýju ári.
En vegna þess að það eru jól:
Santa Claus conquers the martians.
Í tilefni af því að Mikhail Kalashnikov dó í gær, maður sem hefur haft meiri áhrif á poppmenninguna en Andy Warhol: Kalashnikov song. Þetta er eitthvert gamalt sígaunalag - textinn er á sígaunamállzku sem google translate ræður ekki við nema að litlu leiti. Það er víst stafsett "Cigani."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli